Héldu í 34 daga uppsjávarleiðangur

Anna Heiða Ólafsdóttir leiðangursstjóri makrílleiðangursins, Kristján H. Kristinsson skipstjóri á …
Anna Heiða Ólafsdóttir leiðangursstjóri makrílleiðangursins, Kristján H. Kristinsson skipstjóri á Árna Friðrikssyni og Sverrir Daníel Halldórsson umsjónarmaður hvalatalningaverkefnis. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Árni Friðriks­son, rann­sókna­skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, lagði frá bryggju í Hafnar­f­irði síðastliðinn mánu­dag og tek­ur skipið nú þátt í alþjóðleg­um upp­sjáv­ar­leiðangri þar sem eitt af meg­in­mark­miðunum er að meta magn og út­breiðslu mak­ríls, kol­munna og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar í norðaust­ur Atlants­hafi að sum­ar­lagi.

Þetta er fimmtánda árið í röð sem Haf­rann­sókna­stofn­un tek­ur þátt í þess­um leiðangri, en einnig taka þátt skip frá Nor­egi, Fær­eyj­um og Dan­mörku, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Árni Friðriksson mun vera 34 daga á sjó og mun …
Árni Friðriks­son mun vera 34 daga á sjó og mun sigla 5.500 sjó­míl­ur. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Þar seg­ir að yf­ir­ferðasvæði Árna er fyr­ir norðan, aust­an, sunn­an og vest­an landið ásamt svæði í græn­lenskri land­helgi fyr­ir norðan Ísland. Áætlað er að Árni verður 34 daga á sjó og verða á þeim tíma sigld­ar um 5.500 sjó­míl­ur eða um 9.400 kíló­metr­arm en til stend­ur að taka 55 yf­ir­borðstog­stöðvar á fyr­ir­fram ákveðnum stöðum.

Um borð Árna eru 15 vís­inda­menn og 17 manna áhöfn.

„Í leiðangr­in­um verður einnig aflað gagna sem nýt­ast við vökt­un og fjöl­breytt­ar rann­sókn­ir á ýms­um þátt­um vist­kerf­is­ins þ.m.t. frum­fram­leiðni, ástandi sjáv­ar, mæl­ing­ar á átu­magni og rann­sókn­ir á miðsjáv­ar­fisk­um og -hrygg­leys­ingj­um. Í ár verður einnig um­fangs­mik­il hvala­taln­ing í leiðangr­in­um sem er hluti af svo­kallaðri NASS taln­ingu (North Atlantic Sig­ht­ing Sur­vey) og hófst í kar­fa­leiðangri á Árna Friðriks­sýni í júní síðastliðnum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.7.25 467,41 kr/kg
Þorskur, slægður 10.7.25 433,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.7.25 340,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.7.25 352,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.7.25 160,28 kr/kg
Ufsi, slægður 10.7.25 251,48 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 10.7.25 255,86 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.7.25 Mardís ÍS 400 Handfæri
Þorskur 685 kg
Samtals 685 kg
10.7.25 Elías Magnússon ÍS 9 Handfæri
Þorskur 780 kg
Karfi 5 kg
Samtals 785 kg
10.7.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 6.898 kg
Skarkoli 907 kg
Þorskur 687 kg
Steinbítur 382 kg
Sandkoli 193 kg
Hlýri 7 kg
Langlúra 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Samtals 9.081 kg
10.7.25 Inga SH 69 Grásleppunet
Grásleppa 706 kg
Samtals 706 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.7.25 467,41 kr/kg
Þorskur, slægður 10.7.25 433,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.7.25 340,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.7.25 352,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.7.25 160,28 kr/kg
Ufsi, slægður 10.7.25 251,48 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 10.7.25 255,86 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.7.25 Mardís ÍS 400 Handfæri
Þorskur 685 kg
Samtals 685 kg
10.7.25 Elías Magnússon ÍS 9 Handfæri
Þorskur 780 kg
Karfi 5 kg
Samtals 785 kg
10.7.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 6.898 kg
Skarkoli 907 kg
Þorskur 687 kg
Steinbítur 382 kg
Sandkoli 193 kg
Hlýri 7 kg
Langlúra 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Samtals 9.081 kg
10.7.25 Inga SH 69 Grásleppunet
Grásleppa 706 kg
Samtals 706 kg

Skoða allar landanir »