Unga fólkið kynnir sér sjávarútveginn

Þessar stúlkur voru ófeimnar í brúnni á Helgu Maríu AK.
Þessar stúlkur voru ófeimnar í brúnni á Helgu Maríu AK. Ljósmynd/Helgi Snær Agnarsson

Þriðja vika Sjávarútvegsskóla unga fólksins hóf göngu sína á mánudag. Gert er ráð fyrir að um 70 ungmenni úr Vinnuskóla Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjarnarness sæki skólann þetta sumarið. Skólinn er haldinn í fimmta sinn í Reykjavík og er starfræktur í fjórar vikur.

„Markmið skólans er að kynna sjávarútveg og starfsemi hans fyrir nemendum og þá menntunar- og atvinnumöguleika sem í boði eru í sjávarútvegi og tengdum greinum svo sem tækni- og iðngreinum og flutningum í kringum sjávarútveg,” segir Pálmi Hafþór Ingólfsson, verkefnastjóri fræðslu og heilbrigðis hjá Brimi.

Unga fólkið fær að kynna sér sjávarútveginn til hlýtar í …
Unga fólkið fær að kynna sér sjávarútveginn til hlýtar í sjávarútvegsskóla unga fólksins. Ljósmynd/Helgi Snær Agnarsson

Brim hefur verið aðalstyrktaraðili skólans frá stofnun hans í Reykjavík en auk Brims koma Háskólinn á Akureyri, Vinnuskólar Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjarnarness, önnur sjávarútvegsfyrirtæki og aðilar tengdir sjávarútvegi. Skólinn hefur verið starfræktur á Austurlandi frá árinu 2013 og á Norðurlandi frá árinu 2017.

„Sjávarútvegsskólinn teygir anga sína um allt Ísland þar sem hann er kenndur víðs vegar um Ísland af núverandi eða útskrifuðum nemendum í sjávarútvegsfræði,” segir Helgi Snær Agnarsson sjávarútvegsfræðingur, en hann kennir við skólann ásamt Svandísi Dóru Jónsdóttur sjávarútvegsfræðingi.

„Síðasti kennsludagur hverrar viku er oft hve líflegastur þar sem heimsótt er bæði bolfiskvinnsla Brims og farið um borð í togara Brims og lýkur deginum á pítsuveislu,” segir Helgi.

Ungmennum hefur staðið til boða að kynnast sjávarútveginum, þar á …
Ungmennum hefur staðið til boða að kynnast sjávarútveginum, þar á meðal siglingar. Ljósmynd/Helgi Snær Agnarsson
Spurning hvaða aflagreining fari hér fram.
Spurning hvaða aflagreining fari hér fram. Ljósmynd/Helgi Snær Agnarsson
Skólahald hfeur gengið vel.
Skólahald hfeur gengið vel. Ljósmynd/Helgi Snær Agnarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.7.24 414,88 kr/kg
Þorskur, slægður 5.7.24 571,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.7.24 388,37 kr/kg
Ýsa, slægð 5.7.24 149,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.7.24 225,64 kr/kg
Ufsi, slægður 5.7.24 282,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 5.7.24 333,83 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.7.24 Djúpey BA 151 Grásleppunet
Grásleppa 828 kg
Samtals 828 kg
6.7.24 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 823 kg
Samtals 823 kg
6.7.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.522 kg
Samtals 1.522 kg
6.7.24 Djúpey BA 151 Grásleppunet
Grásleppa 758 kg
Samtals 758 kg
6.7.24 Anna SH 310 Grásleppunet
Grásleppa 696 kg
Samtals 696 kg
6.7.24 Bergur VE 44 Lína
Karfi 54.193 kg
Ufsi 8.748 kg
Þorskur 134 kg
Samtals 63.075 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.7.24 414,88 kr/kg
Þorskur, slægður 5.7.24 571,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.7.24 388,37 kr/kg
Ýsa, slægð 5.7.24 149,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.7.24 225,64 kr/kg
Ufsi, slægður 5.7.24 282,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 5.7.24 333,83 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.7.24 Djúpey BA 151 Grásleppunet
Grásleppa 828 kg
Samtals 828 kg
6.7.24 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 823 kg
Samtals 823 kg
6.7.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.522 kg
Samtals 1.522 kg
6.7.24 Djúpey BA 151 Grásleppunet
Grásleppa 758 kg
Samtals 758 kg
6.7.24 Anna SH 310 Grásleppunet
Grásleppa 696 kg
Samtals 696 kg
6.7.24 Bergur VE 44 Lína
Karfi 54.193 kg
Ufsi 8.748 kg
Þorskur 134 kg
Samtals 63.075 kg

Skoða allar landanir »