Lækka ráðgjöf í þorski og ýsu

Nokkur samdráttur er í ráðgjöf ICES fyrir þorsk og ýsu …
Nokkur samdráttur er í ráðgjöf ICES fyrir þorsk og ýsu í Norðursjó en myndarleg aukning er í ráðgjöf fyrir lýsu. AFP

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur lagt til að ekki verði veitt meira en 19.321 tonn af þorski í Norðursjó, út af Skotlandi og í austanverðu Ermarsundi á næsta ári, er það tæplega 15% minni ráðgjöf en fyrir 2024. Athygli vekur að ráðgjöfin fyrir 2024 er 22.691 tonn en strandríkin hafa samið um veiði á 31.301 tonni.

Ráðgjöfina má finna meðal annars á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar, en þar er einnig að finna ráðgjöf ICES fyrir ýsu á sama svæði og nemur hún 112.435 tonnum fyrir árið 2025, en það er rúmlega 24% samdráttur frá fyrri ráðgjöf. Útgefnar aflaheimildir í ýsu í Norðursjó samkvæmt samkomulagi strandríkjanna fyrir yfirstandandi ár er þó um 30 þúsund tonn minni en ráðgjöfin nam.

Áætlað er að brottkastshlutfall í ýsu í Norðursjó sé 30% og er vísað til þess hve lítið af undirmálsfiski (smáfiski) sé landað þrátt fyrir að löndunarskylda var útvíkkuð árið 2016.

Einnig er lagt til að afli í lýsingi í Norðursjó, Keltahafi og norðurhluta Biskajaflóa dragist saman um rúmlega 20 þúsund tonn og nemur ráðgjöfin fyrir næsta ár 52.466 tonn.

Ekki aðeins samdráttur

Athygli vekur að ráðgjöf ICES fyrir lýsu í Norðursjó og austurhluta Ermarsunds hækkar um 84% milli ára. Lagt er til að hámarksafli á næsta ári verði 237 þúsund tonn en ráðgjöfin fyrir yfirstandandi ár nemur 128 þúsund tonnum.

ICES leggur til að afli í skarkola í Norðursjó og Skagerrak verði ekki meiri en 176.988 tonn á næsta ári, en ráðgjöf fyrir 2024 var 155 þúsund tonn.

Nokkur aukning er einnig í ráðgjöf fyrir ufsa í Norðursjó, á Rockallsvæðinu vestur af Skotlandi, Skagerrak og Kattegat. Lagt er til að hámarksafli verði 79 þúsund tonn árið 2025 á móti tæplega 74 þúsund tonnum á yfirstandandi ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.10.24 454,95 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.24 461,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.24 234,09 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.24 188,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.24 215,68 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.24 238,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 4.10.24 184,21 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 482 kg
Steinbítur 102 kg
Ýsa 66 kg
Hlýri 26 kg
Keila 22 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 723 kg
4.10.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 446 kg
Keila 200 kg
Karfi 126 kg
Hlýri 101 kg
Ýsa 53 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 928 kg
4.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.778 kg
Ýsa 5.094 kg
Steinbítur 434 kg
Langa 159 kg
Skarkoli 27 kg
Samtals 11.492 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.10.24 454,95 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.24 461,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.24 234,09 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.24 188,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.24 215,68 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.24 238,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 4.10.24 184,21 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 482 kg
Steinbítur 102 kg
Ýsa 66 kg
Hlýri 26 kg
Keila 22 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 723 kg
4.10.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 446 kg
Keila 200 kg
Karfi 126 kg
Hlýri 101 kg
Ýsa 53 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 928 kg
4.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.778 kg
Ýsa 5.094 kg
Steinbítur 434 kg
Langa 159 kg
Skarkoli 27 kg
Samtals 11.492 kg

Skoða allar landanir »