„Stríð eru alltaf óréttlát“

Marina Kaba, deildarstjóri innflutningsdeildar úkraínska fyrirtækisins Universal Fish Company, segir …
Marina Kaba, deildarstjóri innflutningsdeildar úkraínska fyrirtækisins Universal Fish Company, segir að tekist hafi að bjarga rekstri félagsins með aðstoð Ice Fresh Seafood. Ljósmynd/Samherji

Ice Fresh Seafood hefur sýnt okkur mikinn velvilja og hjálpað okkur við að reka fyrirtækið í þessum ömurlegu aðstæðum. Fyrir stríð voru starfsmenn um tvö þúsund en núna eru þeir um eitt þúsund, sem segir sína sögu af ástandinu,“ segir Marina Kaba, deildarstjóri innflutningsdeildar úkraínska fyrirtækisins Universal Fish Company (UFC), í færslu á vef Samherja

UFC er stærsti viðskiptavinur Ice Fresh Seafood, sölufélags Samherja, í Úkraínu og hefur innrás Rússlands haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins sem rak tvær stórar verksmiðjur, fleiri fiskverslanir og veitingastaði. 

„Önnur verksmiðja okkar var sprengd í loft upp og hina verksmiðjuna, sem er í höfuðborginni Kænugarði, er ekki hægt að keyra á fullum afköstum. Þá höfum við þurft að loka verslunum og veitingastöðum, meðal annars vegna þess að fólk hefur þurft að flýja, karlmenn hafa verið kvaddir í herinn og konur hafa neyðst til að yfirgefa landið,“ segir Marina. 

Tekist að bjarga rekstrinum

Hún segir að UFC hafi reynt eftir megni að aðstoða starfsfólk við að finna vinnu í öðrum löndum. 

„Þrátt fyrir öll þessi áföll er veltan núna 70 til 80% miðað við veltuna fyrir stríð, enda höfum við fengið góðan og ómetanlegan stuðning frá erlendum viðskiptavinum. Stuðningurinn frá Ice Fresh Seafood, sem sannarlega hefur bjargað og gert mögulegt að endurreisa starfsemina, verður seint fullþakkaður.“ 

Höfuðstöðvar UFC eru í Kænugarði en skrifstofa Marinu er í Lviv í vesturhluta landsins, í þó nokkurri fjarlægð frá vígstöðvunum.  

„Ég fer á skrifstofuna á hverjum virkum degi og við getum alla daga búist við að heyra í loftvarnarflautum. Í höfuðborginni þarf fólk jafnvel að fara í öruggt skjól á hverjum degi. Hérna á skrifstofunni er sérstakur starfsmaður sem hefur það hlutverk að fylgjast með okkar fólki, svo sem hermönnum og fjölskyldum þeirra. Við reynum eftir fremsta megni að fylgjast með og vera í sambandi við okkar fólk.“ 

Verksmiðjan sem sprengd var í loftárás Rússa.
Verksmiðjan sem sprengd var í loftárás Rússa. Ljósmynd/Samherji

Löng bið á landamærum

Marina sótti í vor alþjóðlegu sjávarútvegssýninguna í Barcelona á Spáni og hitti þar meðal annars starfsfólk Ice Fresh Seafood. Ferðalagið til Spánar var ekki einfalt. 

„Reglurnar eru strangar varðandi ferðalög. Bæði innan- og utanlandsflug liggur niðri og karlar mega ekki yfirgefa landið nema hafa viðurkenndar ástæður. Konum er hins vegar heimilt að fara úr landi, nema þeim sem starfa við heilbrigðisþjónustu. Þegar fólk fer úr landi er leiðin í gegnum Pólland. Við landamærin getur biðin verið ansi löng. Þegar ég fór til Barselóna tók biðin níu klukkustundir.“

Oleg Lushchyk, forstjóri UFC, við eina af verslunum fyrirtækisins.
Oleg Lushchyk, forstjóri UFC, við eina af verslunum fyrirtækisins. Ljósmynd/Samherji

Hún segir að viðbrigðin við að koma frá stríðshrjáðu landi til Spánar hafi verið mikil. 

„Já, sannarlega. Í Barselóna eru engar sívælandi loftvarnarflautur, sem var mikil hvíld í nokkra daga. Almenningur virtist hamingjusamur og stríðsátök ekki ofarlega í hugum fólks, sem getur setið á kaffihúsum án þess að hafa áhyggjur af stríði og afleiðingum þess. Hins vegar komst ég ekki hjá því að hugsa stöðugt til fólksins heima, flestir í minni fjölskyldu búa í vesturhluta landsins þannig að við teljumst nokkuð örugg miðað við fólkið í austurhlutanum.“

„Stríð eru alltaf óréttlát, sama hvernig litið er á hlutina og á Spáni varð mér oft hugsað til óréttlætisins sem við búum við. Ég óska engum þess að lenda í þeim hörmungum sem íbúar Úkraínu hafa mátt þola. Ég sendi öllum vinum mínum á Íslandi innilegar kveðjur með þökkum fyrir þétt og einlægt samstarf,“ segir Marina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.10.24 454,95 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.24 461,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.24 234,09 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.24 188,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.24 215,68 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.24 238,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 4.10.24 184,21 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 482 kg
Steinbítur 102 kg
Ýsa 66 kg
Hlýri 26 kg
Keila 22 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 723 kg
4.10.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 446 kg
Keila 200 kg
Karfi 126 kg
Hlýri 101 kg
Ýsa 53 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 928 kg
4.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.778 kg
Ýsa 5.094 kg
Steinbítur 434 kg
Langa 159 kg
Skarkoli 27 kg
Samtals 11.492 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.10.24 454,95 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.24 461,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.24 234,09 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.24 188,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.24 215,68 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.24 238,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 4.10.24 184,21 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 482 kg
Steinbítur 102 kg
Ýsa 66 kg
Hlýri 26 kg
Keila 22 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 723 kg
4.10.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 446 kg
Keila 200 kg
Karfi 126 kg
Hlýri 101 kg
Ýsa 53 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 928 kg
4.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.778 kg
Ýsa 5.094 kg
Steinbítur 434 kg
Langa 159 kg
Skarkoli 27 kg
Samtals 11.492 kg

Skoða allar landanir »