„Þetta er hrein og klár misnotkun“

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sambandið harmar vinnustaðasamning Sjómannafélags Íslands …
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sambandið harmar vinnustaðasamning Sjómannafélags Íslands og Brim sem sagður er færa réttindi sjómanna áratugi aftur í tíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjómannasamband Íslands sakar Brim hf. og Sjómannafélag Íslands, sem er ekki eitt aðildarfélaga Sjómannasambandsins, um að hafa með sérstökum vinnustaðasamningi haft réttindi af sjómönnum, ógna öryggi þeirra og stunda félagslegt undirboð.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem undirrituð er af framkvæmdastjórn Sjómannasambandsins.

Þar segir að sambandið leggi það ekki í vana sinn að hlutast til um samninga annarra stéttarfélaga (sem í yfirlýsingunni er sett í gæsalappir). „Nú er hins vegar svo komið að ekki verður orða bundist.“

Vekur sambandið athygli á að gerður hefur verið vinnustaðasamningur milli Brims og Sjómannafélags Íslands um fyrirkomulag vinnu skipverja þegar Þerney RE, nýr frystitogari Brims, er í höfn. Fullyrðir sambandið að samningurinn hafi verið gerður með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).

„Þessi svokallaði samningur var borinn undir atkvæði áhafnarinnar með fulltingi Sjómannafélags Íslands. Áhöfnin samþykkti gerninginn sem er auðvitað með hreinum ólíkindum og vafi leikur á hvers vegna. Brim hf, SFS og Sjómannafélag Íslands, hafa nú staðfest samninginn fyrir sitt leiti. Samningurinn gengur m.a. út á að sjómennirnir landi aflanum sjálfir, fyrir smánarlaun. Áratugum saman hafa Íslenskir togarasjómenn átt frí við löndun. “

Vinnustaðasamningur um borð ÞErney gerir ráð fyrir að sjómenn annist …
Vinnustaðasamningur um borð ÞErney gerir ráð fyrir að sjómenn annist löndun. mbl.is/sisi

Hættulegt starf

Sjómannasambandið segir að með samningnum sé verið að hafa réttindi af sjómönnum og staða þeirra færð fleiri áratugi aftur í tíma. „Frystitogarasjómenn hafa aldrei þurft að landa aflanum sjálfir. Með þessu er brotið blað í réttindamálum íslenskra sjómanna. Áratuga barátta forvera okkar er brotin á bak aftur.“

Bent er á að í áraraðir hefur verið kveðið á um í kjarasamningum að sjómenn á togurum eigi að vera í fríi er landað er.

Telur sambandið að öryggi sjómanna sé stefnt í hættu með því að þeir fari beint í löndun eftir að hafa staðið í þrifum á skipi á leiðinni til hafnar. „Áhöfnin er þreytt og slæpt eftir langan túr og ekki eins vakandi eins og þarf við hættuleg störf. Jafnvel að koma úr 40 daga túr.“

Sjómenn að störfum.
Sjómenn að störfum. mbl.is/Þorgeir

Undirbjóða hafnarverkamenn

„Þessi samningur er einnig það sem kallað er „félagslegt undirboð“ sem er þegar menn taka að sér störf fyrir lægra gjald en áður hefur verið samið um – en hvati útgerðarinnar til að gera þennan samning er auðvitað að hann er mun ódýrari en að greiða hafnarverkamönnum fyrir löndunarþjónustu,“ segir í yfirlýsingunni.

Hvetur Sjómannasamband Íslands alla sjómenn og stéttarfélög sjómanna innan sambandsins að vera á verði gagnvart hugmyndum sem þessum.

„Þetta er hrein og klár misnotkun á ákvæði kjarasamninga um sérsamninga. Ef viðsemjendur okkar ætla og vilja að réttindi Íslenskra sjómanna verði færð marga áratugi aftur í tímann er einsýnt að kjarasamningum verður sagt upp við fyrsta tækifæri. Ein af kröfum okkar verður þá að öll ákvæði um frávik frá aðalkjarasamningi verði felld þaðan út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »