Leggja til bann við heimavigtun bolfisks

Til stendur að herða reglur um heimavigtun uppsjávarafla og banna …
Til stendur að herða reglur um heimavigtun uppsjávarafla og banna heimavigtun bolfisks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til stendur að banna heimavigtum á bolfiski og pökkuðum uppsjávarafurðum samkvæmt drögum að breytingum á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla sem birt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda. Þetta er í samræmi við ráðleggingar Fiskistofu og Ríkisendurskoðun.

Í samráðsgátt segir að bannið sé meðal þeirra breytinga sem „eru tilkomnar vegna samkomulags um samræmdar leikreglur strandríkja varðandi framkvæmd vigtunar, skráningar og eftirlits með uppsjávarstofnum (makríl, kolmunna og norsk íslenskri vorgotssíld).“

Ríkin sem standa að samkomulaginu eru Ísland, Noregur,Færeyjar, Grænland og Bretland, auk Evrópusambandsins.

Þá uppfyllir Ísland þegar flestar þær reglur sem gert er ráð fyrir í samkomulaginu, en frestur til að uppfylla settar kröfur er 1. janúar 2026.

Í samræmi við athugasemdir

Í eftirfylgnisskýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu sem birt var í maí í fyrra er rifjað upp að viðmælendur vegna úttektarinnar 2018 hafi margir lýst þeirri skoðun að afnema ætti heimild til heimavigtunar bolfisks þar sem hún skapaði óþarfa áhættuþætti sem torveldi eftirlit.

Það eru aðeins uppsjávarútgerðir sem hafa heimavigtunareyfi í dag og er það vegna þess að löndun slíks afla fer yfirleitt fram með öðrum hætti en í tilfelli bolfisks.

„Ekkert heimavigtunarleyfi er nú í gildi fyrir vigtun á bolfiski en hann kemur þó reglulega í veiðarfæri við uppsjávarveiðar sem meðafli. Heildarmagn þess afla árið 2022 nam 1.200 tonnum en þá voru til samanburðar 228.334 tonn af bolfiski endurvigtuð hjá vigtunarleyfishöfum,“ segir í eftirfylgnisskýrslunni.

Afurðavigtun takmörkuð til muna

Heimavigtun uppsjávarafla hentar þar sem hann er meðal annars vigtaður þegar honum er dælt úr veiðiskipi fyrir vinnslu. Í öðrum tilvikum er aflinn vigtaður eftir flokkun en fyrir vinnslu, auk þess sem hann kann að vera vigtaður sem pakkaðar afurðir en þá er hann vigtaðar ásamt hrati og afskurði sem fellur til við vinnsluna og það lagt saman.

„Fiskistofa hefur lengi bent matvælaráðuneyti og fyrirrennurum þess á nauðsyn þess að breyta verklagi við vigtun uppsjávarafla til manneldisvinnslu. Stofnunin telur vigtun á pökkuðum afurðum vera ótrygga og afleita vigtunaraðferð sem erfitt sé að hafa fullnægjandi eftirlit með miðað við núverandi regluverk. Að sögn stofnunarinnar vigta sjö af átta fyrirtækjum sem veiða uppsjávartegundir til manneldisvinnslu afla sinn í pökkuðum afurðum.“

Vigtun pakkaðra uppsjávarafurða verður hins vegar óheimil nema í tilfelli loðnuhrogna, ef drögin verða að endanlegri reglugerð.

Meðferð uppsjávarafla er annars eðlis en bolfisks.
Meðferð uppsjávarafla er annars eðlis en bolfisks. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

Þrátt fyrir hertar reglur varðandi heimavigtun í tilfelli bolfisks og uppsjávarfisks er lagt til að Fiskistofu verði heimilt að gefa út heimavigtunarleyfi við löndun sjávargróðurs.

Það sé þó skilyrði að notuð sé ósjálfvirk vog.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »