„Þetta gengur mjög rólega og lítið um makríl“

Heldur rólegt er á miðunum að sögn Ásgríms Ingólfssonar skipstjóra …
Heldur rólegt er á miðunum að sögn Ásgríms Ingólfssonar skipstjóra á Ásgrími Halldórssyni SF. Ljósmynd/Vigfús Markússon

Makríll virðist fást í íslenskri lögsögu en veiðarnar ganga heldur hægt að sögn Ásgríms Ingólfssonar, skipstjóra á Ásgrími Halldórssyni SF, sem Skinney-Þinganes gerir út frá Hornafirði. „Þetta gengur mjög rólega og lítið um makríl,“ sagði Ásgrímur er hann ræddi við Morgunblaðið laust fyrir hádegi í gær.

Skipið var statt í Rósagarðinum svokallaða rétt vestur af línunni milli íslensku og færeysku lögsögunnar. Skipið var komið á miðin fyrir tveimur dögum og var þá byrjað að leita við línuna. „Við leituðum í gær og komnir suðvestar núna. Við köstuðum hingað og þangað að prófa en þetta bar lítinn árangur,“ segir Ásgrímur.

Fjölmörg skip eru að eltast við makrílinn á svipuðum slóðum og mátti í gær sjá í kortum MarineTraffic skipin Heimaey VE, Sighvat Bjarnason VE, Vilhelm Þorsteinsson EA, Margréti EA, Víking AK, Venus NS, Börk NK, Barða NK og Svan RE í Rósagarðinum.

Nær enginn að fylla

Eins og oft áður veiða skipin í samstarfi við önnur skip og getur það verið innan sama fyrirtækis eða í samstarfi við skip annarra útgerða eftir samkomulagi milli útgerðanna. Slíkt fyrirkomulag hámarkar afrakstur veiðanna og er ekki síður nytsamlegt þegar veiðar ganga erfiðlega.

„Við settum í Jónu [Eðvalds SF] til að byrja með og nýbyrjaðir að setja í okkur,“ útskýrir Ásgrímur, en Jóna Eðvalds kom til Hafnar á þriðjudag. Spurður hvort reynt verði að fylla áður en haldið er í land svarar skipstjórinn: „Nei. Þetta gengur hægt og það nær enginn að fylla í þessu ástandi. Menn reyna bara að halda í land áður en fiskurinn fari að liggja undir skemmdum.“

Ásgrímur segir ekki ástæðu til að vera með barlóm þótt veiðist illa. „Menn hafa séð þetta áður. Það eru ekki alltaf jól í þessu frekar en öðru. Þýðir ekki að fara í 200 faðma þótt svona gangi. Þá verða menn að finna sér eitthvað annað að gera.“

Jóna Eðvalds SF er einnig gerð út af Skinney-Þinganesi.
Jóna Eðvalds SF er einnig gerð út af Skinney-Þinganesi. Ljósmynd/Valur Hafsteinsson

Tæp átta þúsund tonn 

Gangur veiðanna er í samræmi við spár vísindamanna sem hafa gert ráð fyrir að takmarkað magn makríls rati í íslensku lögsöguna þetta sumarið. Mikilvægt er þó að ná sem mestum afla hér við land þar sem það er bæði hagkvæmara fyrir útgerðirnar að sigla styttra á miðin og styður við kröfu Íslendinga í samningaviðræðum við önnur ríki um hlutdeild í makrílveiðunum. 

Íslensku uppsjávarskipunum var úthlutað 127 þúsund tonna makrílkvóta vegna vertíðar sumarsins og hafa þau landað rúmlega 7.800 tonnum eins og aflastöðuskráning Fiskistofu var í morgun. Tölurnar gætu þó tekið breytingum þar sem skráning afla skilar sér ekki samstundis. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 591,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 317,33 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 220,13 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 318,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Hlýri 383 kg
Þorskur 282 kg
Keila 93 kg
Karfi 48 kg
Langa 25 kg
Ýsa 19 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 865 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 591,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 317,33 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 220,13 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 318,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Hlýri 383 kg
Þorskur 282 kg
Keila 93 kg
Karfi 48 kg
Langa 25 kg
Ýsa 19 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 865 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg

Skoða allar landanir »

Loka