Humarveiðarnar voru skemmtilegt tímabil

Stefán Guðmundsson ræddi huramvertíðarnar á árum áður í síðasta blaði …
Stefán Guðmundsson ræddi huramvertíðarnar á árum áður í síðasta blaði 200 mílna. Hann sagði það eitt skemmtilegasta tímabil sem hann man eftir. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Að vera á humri fyr­ir sunn­an land er eitt skemmti­leg­asta tíma­bilið sem ég hef átt til sjós,“ seg­ir Stefán Guðmunds­son á Húsa­vík í viðtali í síðasta blaði 200 mílna. Hann var í áhöfn­inni á Aroni ÞH sem árið 1987 var gerður út á humar­veiðar við suður­strönd­ina. Verk­efnið var að nýta þær humar­heim­ild­ir sem voru á bátn­um og fá viðbót á móti. Róið var á ný mið í orðsins fyllstu merk­ingu.

„Fyr­ir okk­ur Hús­vík­ing­ana var nýtt að veiða hum­ar og skötu­sel. Árið byrjaði gjarn­an á Breiðafirði með neta­veiðum á þorski sem var landað í Ólafs­vík. Þegar var svo komið fram í maí var farið í humar­inn,“ til­tek­ur Stefán þegar hann rifjar þetta upp.

Ólafur Skúli Guðjónsson hér í lestinni með stóran og bráðfallegan …
Ólaf­ur Skúli Guðjóns­son hér í lest­inni með stór­an og bráðfal­leg­an hum­ar. Veiðin var yf­ir­leitt góð á þess­um árum, en nú hafa humar­veiðarn­ar verið stöðvaðar. mbl.is/Þ​or­geir

Knarr­areyri hf., fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið sem stóð að út­gerð Arons ÞH, var árið 1987 kom­in í föst viðskipti við Glett­ing í Þor­láks­höfn. Þar var humar­inn tek­inn til vinnslu, en á þess­um tíma voru mik­il um­svif í tengsl­um við hum­ar þar í byggðarlag­inu.

„Veðrið var rysj­ótt á köfl­um en veiðarn­ar gengu vel. Fengn­ir voru reynslu­bolt­ar af svæðinu til þess að koma okk­ur í sann­leik­ann um veiðarn­ar. Gísli Kristjáns­son var skip­stjóri á Aroni ÞH í byrj­un. Svo tók Þor­leif­ur Jóns­son við. Árið 1989 var svo komið að mér að taka við kefl­inu sem var bara skemmti­leg áskor­un fyr­ir ung­an mann,“ seg­ir Stefán. Þegar hér var komið hafði hann ný­lega lokið tveggja ára skip­stjórn­ar­námi í Vest­manna­eyj­um og var á fyrsta ári í far­manna­deild Stýri­manna­skól­ans í Reykja­vík. Var því fær í flest­an sjó, svo gripið sé í þekkt orðatil­tæki.

Aron ÞH var traustur bátur sem skilaði jafnan sínu. Hér …
Aron ÞH var traust­ur bát­ur sem skilaði jafn­an sínu. Hér sést hann koma inn til Húsa­vík­ur á fal­leg­um haust­degi eft­ir góðan róður á Skjálf­anda­fló­an­um. mbl.is/Þ​or­geir
Hólmgeir Austfjörð með humar í körfu
Hólm­geir Aust­fjörð með hum­ar í körfu mbl.is/Þ​or­geir

„Við fór­um víða til að ná humr­in­um sem hélt sig gjarn­an aust­ar­lega við Suður­landið svona í upp­hafi,“ seg­ir Stefán.

„Við lönduðum oft­ast í Þor­láks­höfn. Þegar bet­ur lá við miðunum eða annarra aðstæðna vegna var landað í Vest­manna­eyj­um, Höfn í Hornafirði eða Sand­gerði. Þaðan var afl­inn flutt­ur í Höfn­ina. Svona hélst þetta í mörg ár enda þótt Glett­ing­ur yrði síðar Árnes. Síðast vor­um við á humri og skötu­sel þarna árið 2002 en þá ákváðum við að snúa okk­ur að öðru. Eft­ir stend­ur hins veg­ar að á þess­um árum fyr­ir sunn­an, aust­an og vest­an kynnt­ist ég stór­um hópi af frá­bæru fólki til sjós og lands sem ég hef verið í sam­bandi við æ síðan.“

Viðtalið við Stefán má lesa í heild sinni hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.7.25 487,32 kr/kg
Þorskur, slægður 9.7.25 504,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.7.25 438,34 kr/kg
Ýsa, slægð 9.7.25 392,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.7.25 191,44 kr/kg
Ufsi, slægður 9.7.25 163,20 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 9.7.25 268,22 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.25 Kvikur EA 20 Handfæri
Þorskur 618 kg
Ufsi 267 kg
Karfi 23 kg
Samtals 908 kg
9.7.25 Ósk EA 12 Handfæri
Þorskur 757 kg
Ufsi 73 kg
Karfi 17 kg
Samtals 847 kg
9.7.25 Elín ÞH 82 Handfæri
Þorskur 859 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 4 kg
Samtals 944 kg
9.7.25 Guðmundur Arnar EA 102 Handfæri
Þorskur 875 kg
Ufsi 26 kg
Ýsa 2 kg
Keila 1 kg
Karfi 1 kg
Samtals 905 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.7.25 487,32 kr/kg
Þorskur, slægður 9.7.25 504,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.7.25 438,34 kr/kg
Ýsa, slægð 9.7.25 392,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.7.25 191,44 kr/kg
Ufsi, slægður 9.7.25 163,20 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 9.7.25 268,22 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.25 Kvikur EA 20 Handfæri
Þorskur 618 kg
Ufsi 267 kg
Karfi 23 kg
Samtals 908 kg
9.7.25 Ósk EA 12 Handfæri
Þorskur 757 kg
Ufsi 73 kg
Karfi 17 kg
Samtals 847 kg
9.7.25 Elín ÞH 82 Handfæri
Þorskur 859 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 4 kg
Samtals 944 kg
9.7.25 Guðmundur Arnar EA 102 Handfæri
Þorskur 875 kg
Ufsi 26 kg
Ýsa 2 kg
Keila 1 kg
Karfi 1 kg
Samtals 905 kg

Skoða allar landanir »