Sjávarútvegssýningin hafin í Kópavogi

Um 400 fyrirtæki sýna í Fífunni í Kópavogi allt það …
Um 400 fyrirtæki sýna í Fífunni í Kópavogi allt það nýjasta sem efst er á baugi í íslenskum sjávarútvegi í dag. Sýningin stendur fram á sunnudag. mbl.is/Bjarni Ólafur

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra setti Íslensku sjávarútvegssýninguna, IceFish, í Kópavogi fyrr í dag. Fjörutíu ár eru liðin frá því að sýningin var fyrst haldin hér á landi.

Í ár mæta rúmlega 400 sýnendur til leiks og koma þeir frá 22 löndum til að sýna allt það nýjasta og besta í sjávarútvegi.

Samkvæmt tilkynningu frá matvælaráðuneytinu gerði ráðherra mikilvægi trausts sjávarútvegs ásamt ábyrgri auðlindanýtingu að umtalsefni í ávarpi sínu.

„Okkur hefur tekist að koma á ágætu jafnvægi á milli nýtingar og verndar fiskistofna. Í sögulegu samhengi er þetta mikilvægt, því að ósjálfbærar veiðar voru stórt vandamál hér á árum áður. Með tilkomu kvótakerfisins náðum við tökum á ofnýtingu fiskistofna hér við land, en óhætt er að segja að við höfum að einhverju leyti tapað trausti almennings með tilkomu framsalsins,“ sagði Bjarkey m.a.

Ráðherra lagði jafnframt áherslu á langtímastefnumótun fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem taki mið af umhverfisvernd og hagkvæmri nýtingu auðlinda þar sem tillaga til þingsályktunar um verndun hafsins og frumvarp um verndarsvæði mun spila lykilhlutverk.

Markmið tillögunnar er að vernda 30% hafsvæða innan efnahagslögsögu Íslands fyrir árið 2030, í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra flutti ávarp við opnun IceFish í …
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra flutti ávarp við opnun IceFish í Kópavogi í dag. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »