Mikill útflutningur frá Vestfjörðum

Drimla er hátæknivinnsla en uppsetningin og bygging hússins kostaði um …
Drimla er hátæknivinnsla en uppsetningin og bygging hússins kostaði um 4 milljarða. Ljósmynd/Arctic Fish

Geysileg afköst eru hjá laxavinnslunni og sláturhúsinu Drimlu í Bolungarvík. Rúmu ári eftir að vinnslan var tekin í gagnið eru þar iðulega unnin 100 tonn á átta tíma vinnudegi og rúmlega það. Nýlega var slegið met þegar 125 tonn af eldislaxi fóru í gegnum vinnsluna á einum degi og tók það níu tíma.

Á rúmu ári hafa 3 milljónir laxa farið í gegnum Drimlu en í samtali við Morgunblaðið segir framkvæmdastjórinn Kristján Rúnar Kristjánsson að auka mætti afköstin um liðlega 30% með fjárfestingu upp á 250 milljónir króna. Sé það til skoðunar hjá Arctic Fish eiganda Drimlu en bygging og uppsetning sláturhússins kostaði um 4 milljarða.

Að sögn Kristjáns er beðið eftir leyfi til að flytja laxinn frá Drimlu til Kína en laxinn fer á markað bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Holland og Bandaríkin eru að hans sögn stærstu markaðirnir. Siglt er með vöruna út frá Reykjavík og Þorlákshöfn en í um 5% tilfella er flogið með laxinn út.

Kristján telur það hjálpa eftirspurninni að mjög hátt hlutfall laxanna sem koma slægðir frá Drimlu sé sett í fyrsta flokk og gæðin séu því mikil.

„Eftir áföllin í eldinu í fyrra hefur eldið gengið mjög vel. Við erum með sérstaklega góðan fisk svo eftir er tekið. Mjög hátt hlutfall laxins fer í fyrsta flokk eða um 97% frá áramótum. Það er mjög hátt á heimsvísu og lax úr einstaka kvíum fer upp í 99% í fyrsta flokk,“ segir Kristján meðal annars en hann starfaði áður við laxavinnslu í Noregi og hjá Marel áður en hann tók við framkvæmdastjórastöðunni hjá Drimlu í Bolungarvík. Þar vinna um 40 manns.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 3.338 kg
Ýsa 2.064 kg
Steinbítur 85 kg
Langa 10 kg
Samtals 5.497 kg
20.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.123 kg
Ýsa 2.373 kg
Langa 703 kg
Steinbítur 121 kg
Keila 116 kg
Karfi 115 kg
Ufsi 93 kg
Hlýri 24 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 10.682 kg
20.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 7.247 kg
Karfi 351 kg
Keila 253 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 7.874 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 3.338 kg
Ýsa 2.064 kg
Steinbítur 85 kg
Langa 10 kg
Samtals 5.497 kg
20.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.123 kg
Ýsa 2.373 kg
Langa 703 kg
Steinbítur 121 kg
Keila 116 kg
Karfi 115 kg
Ufsi 93 kg
Hlýri 24 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 10.682 kg
20.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 7.247 kg
Karfi 351 kg
Keila 253 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 7.874 kg

Skoða allar landanir »