400 tonna hal af norsk-íslenskri síld

Útgerðarstjóri Ísfélagsins segir veiðar hafa gengið vel á norsk-íslensku síldinni …
Útgerðarstjóri Ísfélagsins segir veiðar hafa gengið vel á norsk-íslensku síldinni á miðunum fyrir austan. mbl.is/Gunnar Kristjáns

Íslensk uppsjávarskip hófu veiðar á norsk-íslensku síldinni í byrjun mánaðarins fyrir austan land og mega þau veiða samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu rúm 61 þúsund tonn á þessu ári, en í fyrra nam veiðin 87.500 tonnum og árið þar á undan nam úthlutunin rúmum 102.400 tonnum.

Síldarvinnslan í Neskaupstað fékk mest úthlutað eða rúm 12.300 tonn og þar á eftir Ísfélagið í Vestmannaeyjum með ríflega 11.600 þúsund tonn.

Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum segir að veiðar hafi gengið vel þótt veður hafi sett strik í reikninginn.

„Frá því veiðar hófust í septemberbyrjun á norsk-íslensku síldinni hefur veiðin hjá skipum okkar gengið ágætlega. Uppsjávarskipin okkar hafa veitt um það bil 7 til 8 þúsund tonn og eiga eftir að veiða um 5 þúsund tonn,“ segir Eyþór í samtali við Morgunblaðið.

Fínasta síld

Hann segir að veður hafi sett svip sinn á veiðarnar en síðan hafi rofað til.

„Í fyrri hluta september voru leiðindabrælur á miðunum, sem gerði veiðarnar aðeins erfiðari, en í síðustu viku var fínt veður og skipin fundu meira magn aðeins sunnar en verið hefur,“ segir Eyþór.

Aðspurður segir hann að bæði sé stutt á miðin, eða 20 til 30 sjómílur frá landi, og í löndunarhafnir.

„Það er mjög stutt fyrir skipin að fara á miðin hérna fyrir austan land. Það er einnig stutt fyrir þau að fara í næstu löndunarhöfn okkar á Þórshöfn og fyrir Austfirðingana er það jafnvel enn styttra,“ segir Eyþór.

Hann segir aðspurður að þetta sé fínasta 350 til 400 gramma síld og það hafi verið mokveiði í fyrradag.

„Sigurður VE var að taka 300 til 400 tonna hal af síldinni þannig að það er ekki hægt að kvarta undan svoleiðis veiði,“ segir Eyþór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.9.24 426,10 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.24 452,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.24 258,75 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.24 209,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.24 219,96 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.24 207,09 kr/kg
Djúpkarfi 27.9.24 251,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.24 202,71 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.9.24 228,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.9.24 Margrét GK 33 Lína
Þorskur 287 kg
Langa 274 kg
Keila 241 kg
Karfi 145 kg
Ufsi 126 kg
Hlýri 76 kg
Steinbítur 17 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 1.182 kg
27.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.730 kg
Ýsa 2.192 kg
Langa 236 kg
Steinbítur 123 kg
Hlýri 62 kg
Keila 60 kg
Karfi 44 kg
Skarkoli 16 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 11.475 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.9.24 426,10 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.24 452,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.24 258,75 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.24 209,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.24 219,96 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.24 207,09 kr/kg
Djúpkarfi 27.9.24 251,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.24 202,71 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.9.24 228,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.9.24 Margrét GK 33 Lína
Þorskur 287 kg
Langa 274 kg
Keila 241 kg
Karfi 145 kg
Ufsi 126 kg
Hlýri 76 kg
Steinbítur 17 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 1.182 kg
27.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.730 kg
Ýsa 2.192 kg
Langa 236 kg
Steinbítur 123 kg
Hlýri 62 kg
Keila 60 kg
Karfi 44 kg
Skarkoli 16 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 11.475 kg

Skoða allar landanir »