Tekjurnar gætu jafngilt hálfum fjárlögum

Miklar fjárfestingar hafa átt sér stað og fjöldi nýrra starfa …
Miklar fjárfestingar hafa átt sér stað og fjöldi nýrra starfa orðið til í eldisgeiranum hér á landi. Ljósmynd/Kaldvík

Undanfarin misseri hafa verið tíðindarík hjá Kaldvík en félagið fékk nýtt nafn og var að auki skráð í kauphöllina í Reykjavík.

Jens Garðar Helgason aðstoðarforstjóri Kaldvíkur segir nafnbreytinguna hafa átt sér langan aðdraganda. Saga félagsins til ársins 2012 þegar Fiskeldi Austfjarða setti út fisk í Berufjörð í fyrsta skiptið og nokkru síðar að starfsemi hófst hjá Löxum fiskeldi sem byrjaði eldi í Reyðarfirði 2017.

„Árið 2022 voru félögin sameinuð en þá hafði Fiskeldi Austfjarða þegar verið skráð á norska markaðinn undir nafninu Ice Fish Farm og störfuðu félögin um sinn áfram undir því nafni,“ útskýrir Jens Garðar.

Miklar pælingar fóru í nýja nafnið og segir Jens Garðar að m.a. hafi verið gerðar fókusprófanir erlendis.

„Við horfðum til þess að útlendingar gætu borið nafnið fram og ættu ekki erfitt með að skilja það, en rannsóknir leiddu í ljós að útlendingar tengja vík meira við Ísland á meðan fjörður skapar hugrenningatengsl við Noreg, og þá geta flestir áttað sig á hvað kald- merkir.“

Reksturinn er í blóma og starfa samanlagt um 210 manns hjá félaginu og eru þá taldir með starfsmenn laxavinnslunnar Búlandstinds sem Kaldvík á tvo þriðjuhluta í, en reksturinn dreifist yfir fimm sveitarfélög. Á þessu ári er stefnt að því að slátra um 17.000 tonnum af laxi og markið sett á að fara yfir 20.000 tonna markið á næsta ári.

SÞ vill meira fiskeldi

Jens Garðari segist vera bjartsýnn fyrir hönd greinarinnar og stoltur af framlagi laxeldis til matvælaframleiðslu. Hann segir ljóst að heimsbyggðin þurfi á öflugu fiskeldi að halda enda vöntun á heilnæmu og umhverfisvænu dýraprótíni

„Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að á næstu fjórum áratugum þurfi mannkynið að framleiða jafnmikið af matvælum og hafa verið framleidd samanlagt síðastliðin 8.000 ár og á síðustu loftslagsráðstefnu SÞ var ályktað að til að ná þessu marki þyrfti að auka fiskeldi á heimsvísu um 75% fyrir árið 2040.“

600 milljarðar í sjónmáli

Hagrænu áhrifin af vexti íslensks fiskeldis fara heldur ekki á milli mála og er skemmst að minnast þess að mælt í útflutningsverðmæti var eldislax næstverðmætasta fisktegund Íslands á síðasta ári, á eftir þorskinum. Heimildir eru fyrir allt að 144.000 tonna sjókvíaeldi hringinn í kringum landið og uppi eru plön um allt að 200.000 tonna landeldi.

„Ég hugsa að eldi í sjókvíum geti vel farið upp í 200.000 tonn og heildarframleiðsla eldisfisks jafnvel slagað upp í 500.000 tonn þegar fram líða stundir og erum við þá kannski að horfa upp á meira en 600 milljarða króna útflutningstekjur sem jafngildir hér um bil hálfum fjárlögum,“ segir Jens.

Nán­ar um málið í sér­blaði 200 mílna, Lag­ar­líf 2024, sem fylgdi Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.10.24 530,14 kr/kg
Þorskur, slægður 9.10.24 519,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.10.24 279,97 kr/kg
Ýsa, slægð 9.10.24 225,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.10.24 253,49 kr/kg
Ufsi, slægður 9.10.24 283,30 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 9.10.24 299,53 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 9.10.24 214,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.10.24 Bylgja BA 6 Handfæri
Þorskur 153 kg
Ufsi 137 kg
Karfi 7 kg
Samtals 297 kg
9.10.24 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 350 kg
Karfi 4 kg
Samtals 354 kg
9.10.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 837 kg
Ufsi 46 kg
Ýsa 43 kg
Samtals 926 kg
9.10.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.061 kg
Þorskur 1.828 kg
Keila 10 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 3.905 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.10.24 530,14 kr/kg
Þorskur, slægður 9.10.24 519,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.10.24 279,97 kr/kg
Ýsa, slægð 9.10.24 225,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.10.24 253,49 kr/kg
Ufsi, slægður 9.10.24 283,30 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 9.10.24 299,53 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 9.10.24 214,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.10.24 Bylgja BA 6 Handfæri
Þorskur 153 kg
Ufsi 137 kg
Karfi 7 kg
Samtals 297 kg
9.10.24 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 350 kg
Karfi 4 kg
Samtals 354 kg
9.10.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 837 kg
Ufsi 46 kg
Ýsa 43 kg
Samtals 926 kg
9.10.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.061 kg
Þorskur 1.828 kg
Keila 10 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 3.905 kg

Skoða allar landanir »