Hafa fjárfest meira en sem nemur hagnaði

Baldvin Már Þorsteinsson stjórnarformaður Samherja flutti erindi sitt á Sjávarútvegsdeginum …
Baldvin Már Þorsteinsson stjórnarformaður Samherja flutti erindi sitt á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu í Reykjavík. Ljósmynd/Samherji

Á síðustu fimm árum hafa Samherji Ísland og Samherji fiskeldi varið meira en því sem hagnaður félaganna nemur í fjárfestingar beint í rekstri þeirra. Á meðal fjárfestinga eru ný skip, vinnsluhús og tækjabúnaður. Náði hlutfallið heilum 145% árið 2020 þegar Samherji vígði nýtt vinnsluhús á Dalvík.

Þetta er á meðal þess sem kom fram í erindi Baldvins Þorsteinssonar, stjórnarformanns Samherja hf., á Sjávarútvegsdeginum og fjallað er um í færslu á vef Samherja.

Baldvin sagði stöðugar fjárfestingar á undanförnum árum hefðu skapað Samherja visst samkeppnisforskot. Fjárfestingar félagsins síðustu ár hefðu miðast við endurnýjun skipaflotans og aukna verðmætasköpun á Íslandi. Fjárfestingar Samherja í rekstrinum, þ.e. í skipum, vinnsluhúsum og tækjabúnaði, nema alls 31,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum á verðlagi hvers árs, að því er segir í færslunni.

„Samherji hefur fjárfest fyrir hærri fjárhæðir en hagnaður félagsins hefur verið. Þetta hefur verið gert til að framleiða verðmætari afurðir í framtíðinni. Ef við lítum á síðustu fimm árin, var erfiðleikum háð að fjárfesta á meðan heimsfaraldurinn geisaði. Við munum halda áfram á sömu braut á komandi árum,“ sagði Baldvin í erindi sínu.

Fjárfestingar sem hlutdeild hagnaðar
Fjárfestingar sem hlutdeild hagnaðar Mynd/Samherji

„Stærsta einstaka verkefnið er uppbygging landeldis á Reykjanesi sem er spennandi tækifæri. Við sjáum að viðskiptavinir okkar vilja fjölbreytt vöruframboð og laxinn er orðinn stærsta varan í flestum löndum.“

Greindi Baldvin frá því að skóflustungan að fyrsta áfanga landeldisstöðvar Samherja fiskeldis á Reykjanesi verður tekin 15. nóvember. „ Kostnaður við fyrsta áfangann er um 35 milljarðar króna en fullbúin mun landeldisstöðin á Reykjanesi kosta um 95 milljarða króna. Við þurfum sömuleiðis að endurnýja skipaflotann og auka þar með verðmætasköpun og minnka kolefnissporið.“

Sjávarútvegsdagurinn er árlegur fundur Deloitte, Samtaka fyrirtækja í Sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins og var haldinn 15. október síðastliðinn undir yfirskriftinni „Hvað næst?“. Var fjallað um stöðu og framtíðarhorfur í fiskeldi, veiðum og vinnslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.3.25 591,76 kr/kg
Þorskur, slægður 7.3.25 633,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.3.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 7.3.25 310,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.3.25 201,00 kr/kg
Ufsi, slægður 7.3.25 306,49 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 7.3.25 326,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 14.177 kg
Ýsa 3.509 kg
Steinbítur 2.548 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 23 kg
Langa 7 kg
Samtals 20.299 kg
8.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 3.679 kg
Samtals 3.679 kg
8.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.363 kg
Ýsa 1.532 kg
Steinbítur 109 kg
Langa 77 kg
Keila 26 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 12.140 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.3.25 591,76 kr/kg
Þorskur, slægður 7.3.25 633,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.3.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 7.3.25 310,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.3.25 201,00 kr/kg
Ufsi, slægður 7.3.25 306,49 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 7.3.25 326,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 14.177 kg
Ýsa 3.509 kg
Steinbítur 2.548 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 23 kg
Langa 7 kg
Samtals 20.299 kg
8.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 3.679 kg
Samtals 3.679 kg
8.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.363 kg
Ýsa 1.532 kg
Steinbítur 109 kg
Langa 77 kg
Keila 26 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 12.140 kg

Skoða allar landanir »