Eining um heildarkvóta en ekki skiptingu

Samkomulag er milli strandríkja um heildarkvóta í makríl. Búast má …
Samkomulag er milli strandríkja um heildarkvóta í makríl. Búast má við áframhaldandi veiði umfram ráðgjöf vegna skorts á samkomulagi um skiptingu kvótans. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Þorgeir Baldursson

Strand­rík­in, Ísland, Nor­eg­ur, Bret­land, Fær­eyj­ar, Græn­land og Evr­ópu­sam­bandið hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að heild­arkvóti í mak­ríl verði ekki meiri en 576.958 tonn á næsta ári sem er 22% minnk­un frá yf­ir­stand­andi ári.

Þetta var niðurstaða fund­ar ríkj­anna sem hald­inn var í London 21. og 22 . októ­ber síðastliðinn og greint er frá á vef norska at­vinnu- og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins.

Sam­komu­lagið er í sam­ræmi við ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) en mun lík­lega ekki sjá til þess að veiða verði inn­an þessa ramma. Þar sem eng­ir samn­ing­ar eru um skipt­ingu kvót­ans milli ríkj­anna  út­hluta strand­rík­in sjálf­stætt kvóta til sinna skipa í sam­ræmi við þá hlut­deild sem rík­in telja sig eiga til­kall til. Sam­an­lagt út­hluta rík­in kvóta til fiski­skipa um­fram ráðgjöf­ina og sam­komu­lagið um heild­arkvóta.

Síðastliðið sum­ar gerði Nor­eg­ur, Fær­eyj­ar og Bret­land sam­komu­lag til þriggja ára þar sem rík­in skiptu milli sín því sem jafn­gild­ir 72% af heild­arkvóta í mak­ríl.

Ísland og Evr­ópu­sam­bandið hafa gagn­rýnt samn­ing­inn harðlega þar sem Norðmenn og Fær­ey­ing­ar hafa óhóf­lega aukið þá hlut­deild sem rík­in gera til­kall til. Eru Norðmenn meðal ann­ars sagðir hafa aukið sína kvóta ein­ung­is í þeim til­gangi að geta selt Bret­um hann í skipt­um fyr­ir aðgengi að breskri lög­sögu.

Samn­ingaviðræður strand­ríkj­anna halda þó áfarm og er bú­ist við að næsti fudn­ur verði í des­em­ber.

Sami vandi í kol­munna og síld

Fyrr í mánuðinum greindi norski miðill­inn Fiskeri­bla­det frá því að sam­komu­lag hefði náðst milli ríkj­anna um 1.447.054 tonna heild­arkvóta í kol­munna árið 2025 í sam­ræmi við ráðgjöf ICES um 5,4% skerðingu frá yf­ir­stand­andi ári.

Þá hef­ur einnig náðst sam­komu­lag milli Íslands, Fær­eyja, Græn­lands, Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs, Bret­lands og Rúss­lands um 401.794 tonna heild­arkvóta í norsk-ís­lenskri síld á næsta ári. Það er í sam­ræmi við ráðgjöf ICES um kvóta­aukn­ingu, en ráðgjöf vegna árs­ins 2024 nem­ur 390 þúsund tonn­um.

Í til­felli þessa tveggja stofna er einnig of­veiði vanda­mál í ljósi þess að ekki eru samn­ing­ar til staðar um skipt­ingu kvót­ans milli ríkj­anna. Er því kol­munna- og síld­arkvóta út­hlutað sjálf­stætt.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kol­munna mak­ríls og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar. Eng­ir samn­ing­ar eru til staðar um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar milli strand­ríkj­anna. Kort/​mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 586,05 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.25 388,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.25 354,32 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.25 231,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.25 142,92 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.25 263,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.25 233,51 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Langa 2.421 kg
Ýsa 1.811 kg
Ufsi 200 kg
Karfi 181 kg
Steinbítur 50 kg
Keila 32 kg
Þorskur 8 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 4.707 kg
27.3.25 Stormur SH 33 Handfæri
Þorskur 123 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 125 kg
27.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.034 kg
Þorskur 380 kg
Samtals 1.414 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 586,05 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.25 388,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.25 354,32 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.25 231,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.25 142,92 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.25 263,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.25 233,51 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Langa 2.421 kg
Ýsa 1.811 kg
Ufsi 200 kg
Karfi 181 kg
Steinbítur 50 kg
Keila 32 kg
Þorskur 8 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 4.707 kg
27.3.25 Stormur SH 33 Handfæri
Þorskur 123 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 125 kg
27.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.034 kg
Þorskur 380 kg
Samtals 1.414 kg

Skoða allar landanir »