Eining um heildarkvóta en ekki skiptingu

Samkomulag er milli strandríkja um heildarkvóta í makríl. Búast má …
Samkomulag er milli strandríkja um heildarkvóta í makríl. Búast má við áframhaldandi veiði umfram ráðgjöf vegna skorts á samkomulagi um skiptingu kvótans. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Þorgeir Baldursson

Strand­rík­in, Ísland, Nor­eg­ur, Bret­land, Fær­eyj­ar, Græn­land og Evr­ópu­sam­bandið hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að heild­arkvóti í mak­ríl verði ekki meiri en 576.958 tonn á næsta ári sem er 22% minnk­un frá yf­ir­stand­andi ári.

Þetta var niðurstaða fund­ar ríkj­anna sem hald­inn var í London 21. og 22 . októ­ber síðastliðinn og greint er frá á vef norska at­vinnu- og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins.

Sam­komu­lagið er í sam­ræmi við ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) en mun lík­lega ekki sjá til þess að veiða verði inn­an þessa ramma. Þar sem eng­ir samn­ing­ar eru um skipt­ingu kvót­ans milli ríkj­anna  út­hluta strand­rík­in sjálf­stætt kvóta til sinna skipa í sam­ræmi við þá hlut­deild sem rík­in telja sig eiga til­kall til. Sam­an­lagt út­hluta rík­in kvóta til fiski­skipa um­fram ráðgjöf­ina og sam­komu­lagið um heild­arkvóta.

Síðastliðið sum­ar gerði Nor­eg­ur, Fær­eyj­ar og Bret­land sam­komu­lag til þriggja ára þar sem rík­in skiptu milli sín því sem jafn­gild­ir 72% af heild­arkvóta í mak­ríl.

Ísland og Evr­ópu­sam­bandið hafa gagn­rýnt samn­ing­inn harðlega þar sem Norðmenn og Fær­ey­ing­ar hafa óhóf­lega aukið þá hlut­deild sem rík­in gera til­kall til. Eru Norðmenn meðal ann­ars sagðir hafa aukið sína kvóta ein­ung­is í þeim til­gangi að geta selt Bret­um hann í skipt­um fyr­ir aðgengi að breskri lög­sögu.

Samn­ingaviðræður strand­ríkj­anna halda þó áfarm og er bú­ist við að næsti fudn­ur verði í des­em­ber.

Sami vandi í kol­munna og síld

Fyrr í mánuðinum greindi norski miðill­inn Fiskeri­bla­det frá því að sam­komu­lag hefði náðst milli ríkj­anna um 1.447.054 tonna heild­arkvóta í kol­munna árið 2025 í sam­ræmi við ráðgjöf ICES um 5,4% skerðingu frá yf­ir­stand­andi ári.

Þá hef­ur einnig náðst sam­komu­lag milli Íslands, Fær­eyja, Græn­lands, Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs, Bret­lands og Rúss­lands um 401.794 tonna heild­arkvóta í norsk-ís­lenskri síld á næsta ári. Það er í sam­ræmi við ráðgjöf ICES um kvóta­aukn­ingu, en ráðgjöf vegna árs­ins 2024 nem­ur 390 þúsund tonn­um.

Í til­felli þessa tveggja stofna er einnig of­veiði vanda­mál í ljósi þess að ekki eru samn­ing­ar til staðar um skipt­ingu kvót­ans milli ríkj­anna. Er því kol­munna- og síld­arkvóta út­hlutað sjálf­stætt.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kol­munna mak­ríls og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar. Eng­ir samn­ing­ar eru til staðar um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar milli strand­ríkj­anna. Kort/​mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.5.25 474,59 kr/kg
Þorskur, slægður 18.5.25 594,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.5.25 399,12 kr/kg
Ýsa, slægð 18.5.25 335,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.5.25 195,13 kr/kg
Ufsi, slægður 18.5.25 259,38 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 18.5.25 238,09 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 7.300 kg
Ýsa 6.433 kg
Steinbítur 501 kg
Keila 243 kg
Karfi 34 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 14.526 kg
17.5.25 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 149 kg
Langa 110 kg
Hlýri 97 kg
Ýsa 56 kg
Keila 54 kg
Skarkoli 27 kg
Karfi 12 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 515 kg
17.5.25 Garri BA 90 Handfæri
Þorskur 48 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 18 kg
Samtals 85 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.5.25 474,59 kr/kg
Þorskur, slægður 18.5.25 594,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.5.25 399,12 kr/kg
Ýsa, slægð 18.5.25 335,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.5.25 195,13 kr/kg
Ufsi, slægður 18.5.25 259,38 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 18.5.25 238,09 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 7.300 kg
Ýsa 6.433 kg
Steinbítur 501 kg
Keila 243 kg
Karfi 34 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 14.526 kg
17.5.25 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 149 kg
Langa 110 kg
Hlýri 97 kg
Ýsa 56 kg
Keila 54 kg
Skarkoli 27 kg
Karfi 12 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 515 kg
17.5.25 Garri BA 90 Handfæri
Þorskur 48 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 18 kg
Samtals 85 kg

Skoða allar landanir »