Ný bók um atlantshafsþorskinn

Ný bók fjallar um atlantshafsþorskinn sem er og hefur verið …
Ný bók fjallar um atlantshafsþorskinn sem er og hefur verið mikilvægasti nytjastofn á þessu svæði. Ljósmynd/Sjávarlíf

Í ný­út­kom­inni bók, Líf­fræði og vist­fræði Atlants­hafsþorsks (e. Bi­ology and Ecology of Atlantic Cod), er kafli til­einkaður ís­lenska þorsk­stofn­in­um og heit­ir hann ein­fald­lega „Íslenski þorsk­stofn­inn“ (e. Icelandic cod stock).

Þessi fimmti kafli bók­ar­inn­ar fjall­ar um „líf- og vist­fræði ís­lenska þorsks­ins, þætti líkt og göng­ur, fæðuval, stofn­gerð og at­ferli. Síðan er farið yfir helstu áskor­an­ir stofns­ins þar sem m.a. er fjallað um áhrif breyt­inga í hita­stigi sjáv­ar á stofn­inn, áhrif manns­ins á upp­eld­is­svæði og sam­spil þorsks, rækju og loðnu en tvær síðustu teg­und­irn­ar eru mik­il­væg fæða þorsks. Síðasti hluti kafl­ans snýr að veiðum og þróun stofns­ins frá því fyr­ir seinni heims­styrj­öld,“ að því er seg­ir í færslu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Þar er greint frá því að Dr. Ingi­björg G. Jóns­dótt­ir sjáv­ar­vist­fræðing­ur á Haf­rann­sókna­stofn­un er meðal rit­stjóra og höf­unda bók­ar­inn­ar en einnig koma Christophe Pampoulie, Ein­ar Hjör­leifs­son, Jacob Kasper og Jón Sól­munds­son, sem öll eru starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, að skrif­un­um. Alls koma 27 vís­inda­menn að rit­un bók­ar­inn­ar.

Fimmti kafli bókarinnar er helgaður íslenska þorskstofninum.
Fimmti kafli bók­ar­inn­ar er helgaður ís­lenska þorsk­stofn­in­um. Mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un

Íslensku vís­inda­menn­irn­ir koma að skrif­um fyrr­nefnds fimmta kafla en auk þess eiga þeir þátt í rit­un tí­unda kafla sem fjall­ar um sam­an­b­urð mis­mun­andi þorsk­stofna (e. Comp­ari­sons of the Atlantic cod stocks: Bi­ology, fis­heries, and mana­gement).

Í þeim kafla eru mis­mun­andi þorsk­stofn­ar born­ir sam­an. „Þar sem út­breiðslu­svæði þorsks er stórt þá er um­hverfið sem stofn­arn­ir lifa í mjög mis­mun­andi. Þegar stofn­arn­ir eru born­ir sam­an sést vel hve mik­il áhrif hita­stig hef­ur á líf­fræði þorsks, svo sem vöxt og kynþroska­ald­ur hans. Íslenski þorsk­ur­inn vex tölu­vert hæg­ar og verður kynþroska seinna en þorsk­ar á suðlæg­ari svæðum. Nýt­ing stofn­anna hef­ur verið mis­mun­andi og af þeim 15 stofn­um sem fjallað er um í kafla 10 má sjá að ís­lenski þorsk­stofn­inn er einn af fjór­um sem met­inn er í góðu ástandi,“ seg­ir í færsl­unni.

Ein mik­il­væg­asta teg­und­in

Þá seg­ir um bók­ina: „Í inn­gangi bók­ar­inn­ar kem­ur fram að þorsk­ur er ein mik­il­væg­asta fisk­teg­und­in í Norður Evr­ópu og við aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna og Kan­ada. Þorsk­ur hef­ur haft mik­il áhrif á þróun byggða á mörg­um svæðum og sér í lagi hef­ur hrun þorsk­stofna haft nei­kvæðar af­leiðing­ar fyr­ir minni sjáv­ar­byggðir.“

„Bók­in veit­ir grein­argott yf­ir­lit um líf­fræði og vist­fræði þorsks. Í sjö köfl­um er farið ít­ar­lega yfir stöðu mis­mun­andi þorsk­stofna í N-Atlants­hafi þar sem ein­blínt er á grunnþekk­ingu viðkom­andi stofns. Í hinum þrem­ur köfl­um bók­ar­inn­ar er farið ít­ar­leg­ar yfir áhrif lofts­lags­breyt­inga á þorsk­stofna, fæðuvist­fræði þorsks og sam­an­b­urð mis­mun­andi þorsk­stofna.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 565,41 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,48 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 565,41 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,48 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »