Ný bók um atlantshafsþorskinn

Ný bók fjallar um atlantshafsþorskinn sem er og hefur verið …
Ný bók fjallar um atlantshafsþorskinn sem er og hefur verið mikilvægasti nytjastofn á þessu svæði. Ljósmynd/Sjávarlíf

Í nýútkominni bók, Líffræði og vistfræði Atlantshafsþorsks (e. Biology and Ecology of Atlantic Cod), er kafli tileinkaður íslenska þorskstofninum og heitir hann einfaldlega „Íslenski þorskstofninn“ (e. Icelandic cod stock).

Þessi fimmti kafli bókarinnar fjallar um „líf- og vistfræði íslenska þorsksins, þætti líkt og göngur, fæðuval, stofngerð og atferli. Síðan er farið yfir helstu áskoranir stofnsins þar sem m.a. er fjallað um áhrif breytinga í hitastigi sjávar á stofninn, áhrif mannsins á uppeldissvæði og samspil þorsks, rækju og loðnu en tvær síðustu tegundirnar eru mikilvæg fæða þorsks. Síðasti hluti kaflans snýr að veiðum og þróun stofnsins frá því fyrir seinni heimsstyrjöld,“ að því er segir í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Þar er greint frá því að Dr. Ingibjörg G. Jónsdóttir sjávarvistfræðingur á Hafrannsóknastofnun er meðal ritstjóra og höfunda bókarinnar en einnig koma Christophe Pampoulie, Einar Hjörleifsson, Jacob Kasper og Jón Sólmundsson, sem öll eru starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, að skrifunum. Alls koma 27 vísindamenn að ritun bókarinnar.

Fimmti kafli bókarinnar er helgaður íslenska þorskstofninum.
Fimmti kafli bókarinnar er helgaður íslenska þorskstofninum. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Íslensku vísindamennirnir koma að skrifum fyrrnefnds fimmta kafla en auk þess eiga þeir þátt í ritun tíunda kafla sem fjallar um samanburð mismunandi þorskstofna (e. Comparisons of the Atlantic cod stocks: Biology, fisheries, and management).

Í þeim kafla eru mismunandi þorskstofnar bornir saman. „Þar sem útbreiðslusvæði þorsks er stórt þá er umhverfið sem stofnarnir lifa í mjög mismunandi. Þegar stofnarnir eru bornir saman sést vel hve mikil áhrif hitastig hefur á líffræði þorsks, svo sem vöxt og kynþroskaaldur hans. Íslenski þorskurinn vex töluvert hægar og verður kynþroska seinna en þorskar á suðlægari svæðum. Nýting stofnanna hefur verið mismunandi og af þeim 15 stofnum sem fjallað er um í kafla 10 má sjá að íslenski þorskstofninn er einn af fjórum sem metinn er í góðu ástandi,“ segir í færslunni.

Ein mikilvægasta tegundin

Þá segir um bókina: „Í inngangi bókarinnar kemur fram að þorskur er ein mikilvægasta fisktegundin í Norður Evrópu og við austurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Þorskur hefur haft mikil áhrif á þróun byggða á mörgum svæðum og sér í lagi hefur hrun þorskstofna haft neikvæðar afleiðingar fyrir minni sjávarbyggðir.“

„Bókin veitir greinargott yfirlit um líffræði og vistfræði þorsks. Í sjö köflum er farið ítarlega yfir stöðu mismunandi þorskstofna í N-Atlantshafi þar sem einblínt er á grunnþekkingu viðkomandi stofns. Í hinum þremur köflum bókarinnar er farið ítarlegar yfir áhrif loftslagsbreytinga á þorskstofna, fæðuvistfræði þorsks og samanburð mismunandi þorskstofna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 575,34 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 381,89 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 168,21 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 216,28 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 217,80 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Birtingur NK 119 Botnvarpa
Steinbítur 411 kg
Samtals 411 kg
14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 575,34 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 381,89 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 168,21 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 216,28 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 217,80 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Birtingur NK 119 Botnvarpa
Steinbítur 411 kg
Samtals 411 kg
14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg

Skoða allar landanir »