Bergur og Gullver með fullfermi til Seyðisfjarðar

Gullver NS landaði fullfermi á Seyðisfirði í morgun.
Gullver NS landaði fullfermi á Seyðisfirði í morgun. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Ómar Bogason

Togararnir Bergur VE og Gullver NS hafa báðir landað fullfermi á Seyðisfirði, að þvi er fram kemur í færslu á vef Sídlarvinnslunnar.

Fyrst landaði Bergur og kom hann til hafnar í gærkvöldi eftir veiðar á Gerpisflaki og á Gula teppinu. Í færslunni er haft eftir Jóni Valgeirssyni skipstjóra að aflinn hafi mest verið ýsa.

„Segja má að túrinn hafi gengið vel í alla staði,” sagði Jón, en Bergur hélt á ný til veiða að löndun lokinni og er nú staddur við Norðfjarðardjúp.

Þá mætti Gullver til Seyðisfjarðar í morgun og segir Hjálmar Ólafur Bjarnason skipstjóri að í túrnum hafi verið gott kropp og smáskot þess á milli. „Við vorum á Gerpisflakinu meirihlutann af túrnum en enduðum síðan á Herðablaðinu. Aflinn var nánast eingöngu ýsa og þorskur,” segir Hjálmar.

Gert er ráð fyrir að Gullver haldi til veiða á ný á miðvikudagskvöld.

Vestmannaey VE landaði síðan í Neskaupstað í morgun og var uppistaða aflans ýsa. Mun Vestmannaey halda til veiða að löndun lokinni en ráðgert er að bæði Bergur og Vestmannaey landi aftur á fimmtudag.

Vestmannaey landaði í NEskaupstað.
Vestmannaey landaði í NEskaupstað. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »