Kaldvík hefur samstarf við Aquabyte

Kaldvík er stærsti frmaleiðandi eldislax á Íslandi.
Kaldvík er stærsti frmaleiðandi eldislax á Íslandi. Ljósmynd/Kaldvík

Kaldvík, stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi, og norska tæknifyrirtækið Aquabyte hafa hafið samstarf, en norska fyrirtækið sérhæfir sig í gagnadrifnum eftirlitskerfum fyrir fiskeldi.

Fram kemur í fréttatilkynningu að Kaldvík mun innleiða Aquabyte-kerfi á sínum eldissvæðum og í samstarfi munu fyrirtækin þróa lausnir sem merkmið er um að verði sniðnar að þörfum íslensks laxeldis.

„Við völdum Aquabyte eftir ítarlegan samanburð á kerfum á markaðnum. Ákvörðun okkar byggðist á getu Aquabyte til að skara fram úr á fjórum lykilsviðum: velferðareftirliti, lífmassamælingu, eftirfylgni við afhendingar og nákvæmni við talningu á lús,“ segir Kjartan Lindbøl, framkvæmdastjóri sjóeldis hjá Kaldvík, í tilkynnignunni.

„Fyrir okkur var mikilvægt að skapa sterkt samband á milli allrar okkar starfsemi og birgjans sem við myndum vinna með. Á þessu sviði stóð Aquabyte sig betur en önnur fyrirtæki sem voru borin saman,“ segir Kjartan.

Kjartan Lindbøl, framkvæmdastjóri sjóeldis hjá KAldvík.
Kjartan Lindbøl, framkvæmdastjóri sjóeldis hjá KAldvík. Ljósmynd/iLaks:Tina Totland Jenssen

Með áætlaða framleiðslu upp á 17.500 tonn árið 2024 er Kaldvík (áður Ice Fish Farm) stærsti framleiðandi eldislax á Íslandi. Kaldvík rekur átta eldissvæði sem eru staðsett á austurlandi auk tveggja seiðastöðva á landi. Fyrirtækið er skráð á Euronext Growth Oslo og Nasdaq First North Growth Market á Íslandi.

„Við erum spennt að hefja þetta samstarf við Kaldvík. Þetta er framsækið fyrirtæki sem skilur mikilvægi gagna og þann virðisauka sem gagnadrifin nálgun veitir í fiskeldi,“ segir Kamilla Svindseth, sölustjóri hjá Aquabyte, en  Kaldvík er þegar farið að innleiða Aquabyte-kerfi á sínum eldissvæðum og er lagt upp með að hafa kerfi í hverri kví.

„Með því að deila gögnum og þekkingu verða fyrirtækin tvö í einstakri stöðu til að þróa gagnadrifin eftirlits- og ákvarðanakerfi enn frekar, sem takast á við einstakar líffræðilegar og landfræðilegar áskoranir við eldi á Íslandi,“ útskýrir Svindseth.

Kamilla Svindseth sölustjóri Aquabyte.
Kamilla Svindseth sölustjóri Aquabyte. Ljósmynd/Aquabyte
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,30 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 584,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.11.24 312,80 kr/kg
Ýsa, slægð 5.11.24 309,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.11.24 259,80 kr/kg
Ufsi, slægður 5.11.24 307,39 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 5.11.24 326,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 71 kg
Langa 48 kg
Hlýri 27 kg
Steinbítur 22 kg
Ýsa 21 kg
Keila 6 kg
Karfi 3 kg
Samtals 198 kg
5.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.564 kg
Ýsa 503 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.069 kg
5.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 489 kg
Skrápflúra 131 kg
Þorskur 65 kg
Skarkoli 9 kg
Karfi 8 kg
Þykkvalúra 5 kg
Hlýri 3 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 711 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,30 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 584,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.11.24 312,80 kr/kg
Ýsa, slægð 5.11.24 309,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.11.24 259,80 kr/kg
Ufsi, slægður 5.11.24 307,39 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 5.11.24 326,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 71 kg
Langa 48 kg
Hlýri 27 kg
Steinbítur 22 kg
Ýsa 21 kg
Keila 6 kg
Karfi 3 kg
Samtals 198 kg
5.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.564 kg
Ýsa 503 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.069 kg
5.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 489 kg
Skrápflúra 131 kg
Þorskur 65 kg
Skarkoli 9 kg
Karfi 8 kg
Þykkvalúra 5 kg
Hlýri 3 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 711 kg

Skoða allar landanir »