Þrjár útgerðir umfram hámark í grásleppu

Útgerð Sigureyjar ST-22 mun verða kvótahæsta útgerðin í grásleppu miðað …
Útgerð Sigureyjar ST-22 mun verða kvótahæsta útgerðin í grásleppu miðað við áætlaða hlutdeild Fiskistofu með alls rúm 1,8% sem er umfram lögbundið hámark. Ljósmynd/Halldór Höskuldsson

Áætluð hlut­deild þriggja út­gerða í afla­marki í grá­sleppu er um­fram lög­bundið há­mark. Að óbreyttu horfa þess­ar út­gerðir fram á skerðingu hlut­deild­ar­inn­ar og að um­fram­kvót­inn dreif­ist á aðra grá­sleppu­kvóta­hafa þar sem frest­ur út­gerðanna til að bregðast við renn­ur út áður en framsal er heim­ilað.

Grá­slepp­an var kvóta­sett með laga­breyt­ingu sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum og hef­ur Fiski­stofa því tekið sam­an áætl­un um hlut­deild­ir út­gerða í leyfi­leg­um heild­arafla. Fá 216 út­gerðir og 240 bát­ar þeirra út­hlutað grá­sleppu­kvóta, en 14 út­gerðanna eru með eitt pró­sent kvót­ans eða meira

Lesa má úr gögn­um sam­an­tekt­ar­inn­ar að um­rædd­ar þrjár út­gerðir sem eru með afla­hlut­deild­ir um­fram 1,5% af heild­arkvóta eru sam­an­lagt með 0,85% um­fram­hlut­deild. Miðað við 4.000 tonna vertíð myndi um­fram­hlut­deild­in nema 32 tonn­um.

Fram kem­ur að ST 2 ehf. sem ger­ir út bát­ana Sigur­ey ST-22 og Kóngs­ey ST-4 frá Drangs­nesi er kvóta­hæsta út­gerðin í grá­sleppu með 1,857% af leyfi­leg­um heild­arafla, en laga­breyt­ing­in ger­ir ráð fyr­ir 1,5% há­marks­hlut­deild.

Þá er Útgerðarfé­lagið Skúli ehf. sem ger­ir út Benna ST-5 og Skúla ST-75 frá Drangs­nesi með 1,562% grá­sleppu­kvót­ans. Hróa­tildur ehf. er með þriðja mesta grá­sleppu­kvót­ann eða 1,54% hans, en út­gerðin ger­ir út bát­ana Birtu SH-203 og Björtu SH-202 frá Grund­arf­irði.

Bát­ur­inn með mestu hlut­deild­ina í grá­sleppu­kvót­an­um er Rán SH-307 sem Oli­ver ehf. ger­ir út frá Arn­arstapa og nem­ur hlut­deild­in 1,29%. Á eft­ir fylg­ir fyrr­nefnd Sigur­ey með 1,152% og svo Hlökk ST-66 sem Vissa út­gerð ehf. ger­ir út frá Hólma­vík.

Bygg­ir á veiðireynslu

Hlut­deild­ir út­gerðanna byggja á veiðireynslu þeirra frá og með ár­inu 2018 til og með árs­ins 2022 að und­an­skildu ár­inu 2020 og er út­gerðum er gef­inn frest­ur til 19. nóv­em­ber að koma at­huga­semd­um á fram­færi við Fiski­stofu. Eft­ir þann dag verða hlut­deild­ir end­ur­reiknaðar ef þörf kref­ur og út­hlut­un fram­kvæmd.

Þá seg­ir að út­hlut­un veiðiheim­ilda í grá­sleppu skal fram­kvæmd fyr­ir 1. mars 2025 en framsal afla­hlut­deilda í grá­sleppu er óheim­ilt til 31. ág­úst 2026.

Í lög­um um stjórn fisk­veiða seg­ir að út­gerðir sem fara um­fram leyfi­lega há­marks­hlut­deild í fái sex mánuði til að „gera ráðstaf­an­ir til að koma afla­hlut­deild­inni niður fyr­ir mörk­in.“

Hækk­ar hlut­deild annarra

Hins veg­ar er lengri tími er milli síðasta mögu­lega dag út­hlut­un­ar heim­ilda (1.3.25) og fyrsta dags er heim­ilt er að selja grá­sleppu­kvóta (31.08.26) og munu út­gerðirn­ar ST 2 ehf. Útgerðarfé­lagið Skúli ehf. og Hróa­tildur ehf. ekki hafa mögu­leika til að selja um­fram­heim­ild­irn­ar fyr­ir lok frests­ins.

Þá seg­ir í lög­um um stjórn fisk­veiða: „Hafi aðili ekki veitt Fiski­stofu upp­lýs­ing­ar um að full­nægj­andi ráðstaf­an­ir hafi verið gerðar fyr­ir lok frests­ins fell­ur um­framafla­hlut­deild­in niður. […] Við út­hlut­un afla­hlut­deild­ar í upp­hafi næsta fisk­veiðiárs eft­ir lok frests­ins skal skerðing­in koma til hækk­un­ar afla­hlut­deild­ar fiski­skipa í eigu annarra. Hækk­un­in skal vera í réttu hlut­falli við afla­hlut­deild fiski­skip­anna af þeim teg­und­um sem um ræðir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.5.25 495,54 kr/kg
Þorskur, slægður 15.5.25 557,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.5.25 443,53 kr/kg
Ýsa, slægð 15.5.25 409,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.5.25 11,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.5.25 280,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 15.5.25 244,80 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.25 Brimfaxi EA 10 Handfæri
Þorskur 703 kg
Karfi 9 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 715 kg
16.5.25 Fengsæll HU 56 Handfæri
Þorskur 774 kg
Ufsi 9 kg
Karfi 2 kg
Samtals 785 kg
16.5.25 Smyrill ÞH 57 Handfæri
Þorskur 734 kg
Karfi 8 kg
Samtals 742 kg
16.5.25 Elfa HU 191 Handfæri
Þorskur 789 kg
Ufsi 14 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 805 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.5.25 495,54 kr/kg
Þorskur, slægður 15.5.25 557,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.5.25 443,53 kr/kg
Ýsa, slægð 15.5.25 409,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.5.25 11,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.5.25 280,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 15.5.25 244,80 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.25 Brimfaxi EA 10 Handfæri
Þorskur 703 kg
Karfi 9 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 715 kg
16.5.25 Fengsæll HU 56 Handfæri
Þorskur 774 kg
Ufsi 9 kg
Karfi 2 kg
Samtals 785 kg
16.5.25 Smyrill ÞH 57 Handfæri
Þorskur 734 kg
Karfi 8 kg
Samtals 742 kg
16.5.25 Elfa HU 191 Handfæri
Þorskur 789 kg
Ufsi 14 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 805 kg

Skoða allar landanir »