Hefring hlaut Sigölduna

Karl Birgir Björnsson framkvæmdastjóri Hefring Marine og Michael Given sölustjóri …
Karl Birgir Björnsson framkvæmdastjóri Hefring Marine og Michael Given sölustjóri félagsins. Ljósmynd/Sjávarútvegsráðstefnan

Við hátíðlega at­höfn í Hörpu í gær hlaut tæknifyr­ir­tækið Hefr­ing Mar­ine Sigöld­una, hvatn­inga­verðlaun Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unn­ar og TM.

Hefr­ing Mar­ine er há­tæknifyr­ir­tæki sem hann­ar og fram­leiðir snjallsigl­inga­kerfi fyr­ir báta og minni skip. Kerfið safn­ar í raun­tíma upp­lýs­ing­um um hraða, mæl­ir hreyf­ing­ar sjóf­ars­ins og safn­ar gögn­um úr sigl­inga­kerf­um, vél­um og búnaði. Það styðst síðan við gervi­greind sem veit­ir stjórn­anda sjóf­ars­ins ráð um hvernig sé hag­stæðast að haga sigl­ing­unni. Þannig stuðlar kerfið að hag­kvæm­ari sigl­ingu og auknu ör­yggi.

Þá er öll­um gögn­um um sigl­ing­una safnað í skýja­kerfi þar sem hægt er að fylgj­ast með sigl­ing­unni í raun­tíma og fá all­ar ferðir vistaðar í skýrsl­ur.

Mark­miðið með veit­ingu verðlaun­anna er að „hvetja ung fyr­ir­tæki og frum­kvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja at­hygli al­menn­ings á gildi ný­sköp­un­ar og þró­un­ar í sjáv­ar­út­vegi,“ seg­ir um verðlaun­in á vef Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unn­ar.

Jafn­framt seg­ir að þau séu „veitt ung­um fyr­ir­tækj­um eða sjálf­stætt starf­andi ein­stak­ling­um fyr­ir nýbreytni og þró­un­ar­verk­efni sem þykir hafa skarað frammúr og skapað vænt­ing­ar um fram­lag sem talið er að muni treysta stoðir ís­lensks sjáv­ar­út­vegs.“

Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­an hófst í gær og lýk­ur síðdeg­is í dag.

Vakið at­hygli

Hefr­ing hef­ur vakið tölu­verða at­hygli bæði hér á landi og alþjóðlega. Hef­ur sigl­inga­tækj­um Hefr­ing meðal ann­ars verið komið fyr­ir í nýj­um björg­un­ar­skip­um Lands­bjarg­ar.

Fyrr á þessu ári var greint frá því að Hefr­ing tryggði sér 2,2 millj­ón evra fjár­mögn­un, jafn­v­irði rúm­lega 320 millj­óna ís­lenskra króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.5.25 483,31 kr/kg
Þorskur, slægður 5.5.25 508,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.5.25 325,93 kr/kg
Ýsa, slægð 5.5.25 236,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.5.25 198,43 kr/kg
Ufsi, slægður 5.5.25 154,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 5.5.25 216,68 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.5.25 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 434 kg
Ufsi 62 kg
Samtals 496 kg
5.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.361 kg
Ýsa 1.249 kg
Keila 1.058 kg
Hlýri 874 kg
Langa 701 kg
Steinbítur 332 kg
Karfi 64 kg
Samtals 10.639 kg
5.5.25 Bibbi Jóns ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 937 kg
Skarkoli 141 kg
Samtals 1.078 kg
5.5.25 Draupnir ÍS 717 Handfæri
Þorskur 791 kg
Samtals 791 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.5.25 483,31 kr/kg
Þorskur, slægður 5.5.25 508,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.5.25 325,93 kr/kg
Ýsa, slægð 5.5.25 236,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.5.25 198,43 kr/kg
Ufsi, slægður 5.5.25 154,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 5.5.25 216,68 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.5.25 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 434 kg
Ufsi 62 kg
Samtals 496 kg
5.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.361 kg
Ýsa 1.249 kg
Keila 1.058 kg
Hlýri 874 kg
Langa 701 kg
Steinbítur 332 kg
Karfi 64 kg
Samtals 10.639 kg
5.5.25 Bibbi Jóns ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 937 kg
Skarkoli 141 kg
Samtals 1.078 kg
5.5.25 Draupnir ÍS 717 Handfæri
Þorskur 791 kg
Samtals 791 kg

Skoða allar landanir »