Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur þurft að leiðrétta ráðgjöf sína um hámarksafla í þorski í Norðursjó og hefur ráðgjöfin fyrir næsta ár verið lækkuð um tæp 20% og nemur nú aðeins 15.511 tonnum.
Fram kemur í tilkynningu á vef ICES að uppgötvast hafi villa í spálíkani ráðsins (e. bespoke multi-stock stochastic forecasting model) sem notað var til grundvallar veiðiráðgjafar áranna 2024 og 2025.
„Þetta hefur ekki áhrif á áreiðanleika stofnmatslíkansins, aðeins spáin verður fyrir áhrifum. Leiðrétt útgáfa af spálíkaninu hefur nú verið þróuð og sannreynd. Nýjar spár með endurskoðaðri veiðiráðgjöf fyrir árið 2025 var metin af sérfræðingum og samþykkt af ráðgjafarnefndinni (ACOM),“ segir í tilkynningunni.
Hefur ráðgjöf um hámark þorskafla á næsta ári nú verið lækkað úr 19.321 tonni í fyrrnefnd 15.511 tonn.
Meginástæða lækkun ráðgjafar er að líkanið spáir hærri náttúrulegri dánartíðni. Fyrir vikið verður að draga enn meira úr veiðum – sérstaklega á syðri undirstofni – til að styðja við uppbyggingu tryggari stofnstærðar sem er yfir lífmassamörkum.“
ICES upplýsir að villan hafi uppgötvast við áreiðanleikaúttekt á síðasta ári og segir ráðið að gripið hafi verið til aðgerða til að þess að draga úr líkum á að slíkar villur verði til. „Í framhaldinu munum við bæta úttektarferli sérfræðingahópa og sjá til þess að tekið sé tillit til óháðra aflaspáa,“ segir í tilkynningunni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.11.24 | 570,75 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.11.24 | 583,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.11.24 | 361,40 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.11.24 | 377,14 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.11.24 | 304,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.11.24 | 317,50 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.11.24 | 352,61 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
12.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 147 kg |
Keila | 146 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Samtals | 489 kg |
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 802 kg |
Ýsa | 537 kg |
Skarkoli | 260 kg |
Sandkoli | 45 kg |
Samtals | 1.644 kg |
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 310 kg |
Ýsa | 170 kg |
Ufsi | 35 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 521 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.11.24 | 570,75 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.11.24 | 583,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.11.24 | 361,40 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.11.24 | 377,14 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.11.24 | 304,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.11.24 | 317,50 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.11.24 | 352,61 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
12.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 147 kg |
Keila | 146 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Samtals | 489 kg |
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 802 kg |
Ýsa | 537 kg |
Skarkoli | 260 kg |
Sandkoli | 45 kg |
Samtals | 1.644 kg |
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 310 kg |
Ýsa | 170 kg |
Ufsi | 35 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 521 kg |