Þó nokkur munur á kvóta og fjölda báta

Bátar á Norðurlandi fá samanlagt mestu hlutdeildina í grásleppukvótanum miðað …
Bátar á Norðurlandi fá samanlagt mestu hlutdeildina í grásleppukvótanum miðað við útreikninga Fiskistofu. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Nokkuð ólík skipt­ing verður á hlut­deild­um í grá­sleppu­kvót­an­um milli veiðisvæða með til­liti til fjölda báta á hverju svæði miðað við áætlaðar hlut­deild­ir sem Fiski­stofa birti á dög­un­um. Með kvóta­setn­ingu grá­sleppu var ákveðið að afla­heim­ild­ir í teg­und­inni yrðu svæðis­bundn­ar en veiðisvæði grá­sleppu voru á sama tíma fækkað úr sjö í fimm og eru mis­marg­ir bát­ar á hverju svæði.

Mest­um grá­sleppu­kvóta verður út­hlutað til báta á Norður­landi eða tæp­lega 27% af heild­arkvóta, þaðan gera þó 72 bát­ar út eða 30% þeirra 240 sem munu fá grá­sleppu­kvóta. Mun­ar því þrem­ur pró­sentu­stig­um á hlut­falli báta og hlut­deild í veiðiheim­ild­um.

Mesti mun­ur­inn er á nýju veiðisvæði Suður­land-Faxa­flói þar sem 36 eða 15% bát­anna skipta milli sín 11,43% veiðiheim­ild­anna og nem­ur mun­ur­inn 3,57 pró­sentu­stig­um. Á veiðisvæðinu Aust­ur­land mun­ar 3,12 pró­sentu­stig­um en þar skipt­ist 9,8% hlut­deild á tæp­lega 13% grá­sleppu­báta

Húna­flói sker sig úr og er eina veiðisvæðið þar sem hlut­deild í heild­arkvóta er um­fram hlut­fall grá­sleppu­báta. Þangað rata 16,64% afla­heim­ilda í grá­sleppu en þaðan eru gerðir út 15% af grá­sleppu­bát­um lands­ins.

Vert er að geta þess að 9,9 pró­sent afla­heim­ild­anna verða nýtt­ar í meðal ann­ars sér­stak­an nýliðakvóta. Hvernig hann skipt­ist á veiðisvæði er óljóst sem stend­ur og því munu hlut­föll­in eðli­lega breyt­ast.

Sem fyrr seg­ir er grá­sleppu­kvóti bund­inn við fimm skil­greind svæði. Þau eru:

  1. Suður­land – Faxa­flói frá línu rétt­vís­andi aust­ur frá Hvít­ing­um að línu rétt­vís­andi vest­ur frá Drit­vík­ur­tanga (gömlu veiðisvæðin A og G).
  2. Breiðafjörður – Vest­f­irðir nær frá línu rétt­vís­andi vest­ur frá Drit­vík­ur­tanga að línu rétt­vís­andi norður frá Horni (gömlu veiðisvæðin B og C).
  3. Húna­flói er frá línu rétt­vís­andi norður frá Horni að línu rétt­vís­andi norður frá Skagatá (gamla veiðisvæði D).
  4. Norður­land er frá línu rétt­vís­andi norður frá Skagatá að línu rétt­vís­andi aust­ur frá Fonti á Langa­nesi (gamla veiðisvæði E).
  5. Aust­ur­land nær frá línu rétt­vís­andi aust­ur frá Fonti á Langa­nesi að línu rétt­vís­andi aust­ur frá Hvít­ing­um (gamla veiðisvæði F).
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.5.25 472,83 kr/kg
Þorskur, slægður 29.5.25 567,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.5.25 648,10 kr/kg
Ýsa, slægð 29.5.25 366,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.5.25 165,44 kr/kg
Ufsi, slægður 29.5.25 260,92 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 29.5.25 195,98 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.5.25 Eyrún SH 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.067 kg
Samtals 1.067 kg
29.5.25 Svanur ÍS 443 Sjóstöng
Þorskur 18 kg
Steinbítur 16 kg
Ýsa 10 kg
Samtals 44 kg
29.5.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 106 kg
Samtals 106 kg
29.5.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 74 kg
Samtals 74 kg
29.5.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 116 kg
Samtals 116 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.5.25 472,83 kr/kg
Þorskur, slægður 29.5.25 567,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.5.25 648,10 kr/kg
Ýsa, slægð 29.5.25 366,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.5.25 165,44 kr/kg
Ufsi, slægður 29.5.25 260,92 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 29.5.25 195,98 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.5.25 Eyrún SH 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.067 kg
Samtals 1.067 kg
29.5.25 Svanur ÍS 443 Sjóstöng
Þorskur 18 kg
Steinbítur 16 kg
Ýsa 10 kg
Samtals 44 kg
29.5.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 106 kg
Samtals 106 kg
29.5.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 74 kg
Samtals 74 kg
29.5.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 116 kg
Samtals 116 kg

Skoða allar landanir »