Atvinnutekjur í fiskeldi 957 þúsund

Atvinnutekjur á hvern starfsmann í fiskeldi hafa verið yfir meðaltali …
Atvinnutekjur á hvern starfsmann í fiskeldi hafa verið yfir meðaltali allra atvinnugreina frá árinu 2014 og hafa aukist 82% frá árinu 2010. Ljósmynd/Arctic Fish: Haukur Sigurðsson

Á meðan atvinnutekjur á hvern starfsmann í öllum atvinnugreinum landsins voru um 773 þúsund krónur á mánuði á fyrstu níu mánuðum ársins voru atvinnutekjurnar í fiskeldi 957 þúsund krónur. Eru atvinnutekjurnar í fiskeldi því tæplega 24% yfir meðaltali og eru í greininni fjórðu mestu atvinnutekjur í samanburði við aðrar atvinnugreinar.

Vakin er athygli á þessu í nýrri greiningu Radarsins.

„Það skiptir miklu máli hvaða atvinnugreinar draga vagninn í hagkerfinu til framtíðar og falli vel að þeirri mynd að Ísland er hálaunaland í alþjóðlegum samanburði, með ein bestu lífskjör í heimi. Það er nokkuð ljóst að fiskeldi fellur vel að þeirri mynd og sé ein þeirra grunnstoða sem má treysta til framtíðar,“ segir í greiningunni.

Níföldun atvinnutekna

Bent er á að samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fengu um 890 einstaklingar greiddar staðgreiðsluskyldar launagreiðslur í fiskeldi í hverjum mánuði á fyrstu níu mánuðum ársins. Fjöldinn hefur um það bil fimmfaldast frá sama tímabili 2010.

Þá voru samanlagðar staðgreiðsluskyldar launagreiðslur alls launafólks innan greinarinnar (atvinnutekjur) rúmar 7.600 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er það tæplega níu sinnum hærri fjárhæð en 2010.

Hafa aldrei fleiri starfað í fiskeldi og að atvinnutekjur hafa aldrei verið meiri.

Mynd/Radarinn

Aukningin hvergi meiri en í fiskeldi

„Í raun hefur hlutfallsleg aukning launafólks eða atvinnutekna hvergi verið meiri en í fiskeldi af öllum atvinnugreinum hér á landi frá árinu 2010. Og í raun er sama hvaða upphafsár er tekið mið af frá þeim tíma, aukningin er iðulega mest í fiskeldi. Því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort að þessi tiltekna atvinnugrein, fiskeldi, falli vel að íslensku samfélagi. Í því sambandi er ágætt að rýna í atvinnutekjur á mann í fiskeldi og skoða hvernig þær þróast í samanburði við aðrar atvinnugreinar að jafnaði,“ segir í greiningunni.

Er vakin athygli á að fram til ársins 2014 voru atvinnutekjur í fiskeldi minni en tíðkaðist í atvinnugreinum landsins. Síðan þá hafa atvinnutekjurnar haldist yfir þessu meðaltali og munurinn vaxið frá ári til árs.

„Á fyrstu níu mánuðum ársins voru atvinnutekjur á mann í fiskeldi um 82% hærri að raunvirði en á sama tímabili árið 2010. Það er mesta aukning atvinnutekna á mann af öllum atvinnugreinum hér á landi. Að jafnaði hafa atvinnutekjur á mann í öllum atvinnugreinum samanlagt hækkað um 28% að raunvirði.“

Mynd/Radarinn

Tekur ekki tillit til vinnustunda

Sem fyrr segir voru atvinnutekjur í fiskeldi 957 þúsund krónur á mánuði á fyrstu níu mánuðum, en atvinnutekjur á mann í öllum atvinnugreinum samanlagt voru um 773 þúsund krónur. Atvinnutekjur voru hæstar í rafmagns-, gas- og veitustarfsemi og næsthæstar í sjávarútvegi.

Tekið er fram í greiningu Radarsins að aðeins er verið að bera saman launagreiðslur og er ekki tekið tillit til fjölda vinnustunda.

„Hlutastörf eru t.d. misalgeng á milli atvinnugreina. Eins er menntunarstig á milli atvinnugreina mishátt, sem einnig hefur áhrif á launagreiðslur. Þessar tölur gefa þó ákveðna vísbendingu um hvernig fiskeldi kemur út í samanburði við aðrar atvinnugreinar hér á landi þegar kemur að atvinnutekjum. Það skiptir máli og þá sér í lagi þegar hugað er að þeim sóknarfærum sem Íslendingar standa frammi fyrir í fiskeldi og framtíðarstefnu Íslendinga í atvinnumálum.“

Skilar tekjum víðar

Þá er bent á að háar atvinnutekjur koma ekki aðeins launþeganum til góða.

„Er hér nærtækt að nefna tryggingargjald sem leggst ofan á launagreiðslur, en það er stór tekjustofn fyrir ríkissjóð. Tekjuskattur og útsvar starfsmanna skiptir einnig máli í þessu samhengi. Þessir tekjustofnar ríkissjóðs og sveitarfélaga grundvallast á þeim verðmætum sem af starfsemi fiskeldisfyrirtækja hlýst með beinum hætti. Eftir því sem verðmætasköpun verður meiri og laun hærri, þá hefur það ekki einungis jákvæð áhrif á hag launafólks, heldur einnig á ríkisjóð og sveitarfélög í gegnum tryggingargjald og staðgreiðslu og útsvar starfsmanna.“

„Óumdeilt [er] að öflug atvinnustarfsemi, sem er í færum að skapa meiri verðmæti í dag en í gær og tryggir bæði heilsárs og vel launuð störf, skilar ríkulega til samfélagsins og langt umfram hina sértæku gjaldtöku sem lagt er á fiskeldi í formi auðlindagjalds og umhverfisgjalds. Mikilvægt er að styrkja slíkar stoðir til framtíðar og er fiskeldið kjörið í stakk búið til þess,“ segir að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »