Samherji hafði betur gegn Odee

Fallist var á öllur kröfur Samherja vegna ólögmætrar notkunar hugverki …
Fallist var á öllur kröfur Samherja vegna ólögmætrar notkunar hugverki félagsins. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Fall­ist var í dag á all­ar kröf­ur Sam­herja hf. í máli sem fé­lagið höfðaði gegn Odee Friðriks­syni (áður Odd­ur Ey­steinn Friðriks­son) í Bretlandi vegna brota á vörumerkja­rétt­ind­um þess. Fór málið fyr­ir sér­stak­an einka­mála­dóm­stól í London (High Court of Justice).

Odd­ur Ey­steinn setti á síðasta ári upp heimasíðu í nafni Sam­herja með breskri léna­skrán­ingu þar sem látið var líta út eins og Sam­herji viður­kenndi meint brot í Namib­íu­mál­inu og baðst af­sök­un­ar. Með at­hæf­inu not­færði hann sér hug­verk í eigu Sam­herja.

„Var um­rædd síða lát­in líta út fyr­ir að vera raun­veru­leg vefsíða í eigu Sam­herja. Þá dreifði hann fölsk­um til­kynn­ing­um í nafni fé­lags­ins. Með dómi sem kveðinn var upp í morg­un kem­ur fram að Oddi Ey­steini hafi verið þetta óheim­ilt og var máls­ástæðum hans um list­ræn­an gjörn­ing hafnað,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Sam­herja.

Bent er á að því sé í for­send­um dóms­ins „slegið föstu að notk­un vörumerk­is Sam­herja voð notk­un vörumerk­is Sam­herja við hönn­un vefsíðunn­ar hafi verið gerð í því skyni að ljá vefsíðunni trú­verðug­leika en ekki í þeim til­gangi að varpa fram gagn­rýni. Notk­un vörumerk­is og öll fram­setn­ing vefsíðunn­ar hafi verið eins og um væri að ræða op­in­bera vefsíðu fé­lags­ins. Þannig hafi hönn­un síðunn­ar hvorki falið í sér list­ræna skop­stæl­ingu né skrum­skæl­ingu sem rúm­ast inn­an þess tján­ing­ar­frels­is sem lista­menn njóta.”

Ekki ólög­mæt skerðing á tján­inga­frelsi

Þá var það niðurstaða dóm­ara að upp­setn­ing vefsíðunn­ar á léni með nafni fé­lags­ins og vís­vit­andi fram­setn­ing rangra upp­lýs­inga á síðunni hafi falið í sér ásetn­ing um blekk­ing­ar.

Ekki var fall­ist á að slík niðurstaða feli í sér ólög­mæt­ar skerðing­ar á tján­ing­ar­frelsi þar sem tján­ing­ar­frelsi get­ur sætt tak­mörk­un­um vegna lög­bund­inna rétt­inda annarra og þar und­ir falla vörumerkja- og hug­verka­rétt­indi.

„Við erum að sjálf­sögðu ánægð með þessa niður­stöðu. Við vor­um knú­in til þess að verja vörumerki okk­ar með máls­höfðun þegar öll­um mild­ari úrræðum var hafnað. Dóm­ur­inn er af­drátt­ar­laus um hvað geti flokk­ast sem list­ræn tján­ing og hvað telj­ist mis­notk­un á skráðu vörumerki. Sú niðurstaða hlýt­ur að vera al­var­legt um­hugs­un­ar­efni fyr­ir þær mennta­stofn­an­ir sem lögðu bless­un sína yfir aug­ljós vörumerkja­brot und­ir for­merkj­um list­sköp­un­ar,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja hf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.5.25 476,51 kr/kg
Þorskur, slægður 22.5.25 590,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.5.25 453,05 kr/kg
Ýsa, slægð 22.5.25 352,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.5.25 175,53 kr/kg
Ufsi, slægður 22.5.25 188,47 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 22.5.25 256,39 kr/kg
Litli karfi 22.5.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.5.25 Snjólfur SF 65 Handfæri
Þorskur 838 kg
Samtals 838 kg
22.5.25 Kalli SF 144 Handfæri
Þorskur 790 kg
Ufsi 578 kg
Ýsa 10 kg
Samtals 1.378 kg
22.5.25 Ellen SU 35 Handfæri
Þorskur 329 kg
Samtals 329 kg
22.5.25 Ásbjörn SF 123 Handfæri
Þorskur 807 kg
Ufsi 78 kg
Samtals 885 kg
22.5.25 Lára HU 25 Handfæri
Þorskur 771 kg
Samtals 771 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.5.25 476,51 kr/kg
Þorskur, slægður 22.5.25 590,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.5.25 453,05 kr/kg
Ýsa, slægð 22.5.25 352,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.5.25 175,53 kr/kg
Ufsi, slægður 22.5.25 188,47 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 22.5.25 256,39 kr/kg
Litli karfi 22.5.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.5.25 Snjólfur SF 65 Handfæri
Þorskur 838 kg
Samtals 838 kg
22.5.25 Kalli SF 144 Handfæri
Þorskur 790 kg
Ufsi 578 kg
Ýsa 10 kg
Samtals 1.378 kg
22.5.25 Ellen SU 35 Handfæri
Þorskur 329 kg
Samtals 329 kg
22.5.25 Ásbjörn SF 123 Handfæri
Þorskur 807 kg
Ufsi 78 kg
Samtals 885 kg
22.5.25 Lára HU 25 Handfæri
Þorskur 771 kg
Samtals 771 kg

Skoða allar landanir »