434 milljóna taprekstur hjá Arnarlaxi

Arnarlax (Icelandic Salmon) skilaði neikvæðri rekstrarniðurstöðu á þriðja ársfjórðungi.
Arnarlax (Icelandic Salmon) skilaði neikvæðri rekstrarniðurstöðu á þriðja ársfjórðungi. mbl.is/Þorsteinn

Rekstur fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax tekst nú á við háan kostnað og litla framleiðslu. Hefur velta félagsins dregist saman um tæp 67% eða úr 41,9 milljónum evra í 14,3 milljónir evra, það er rúmlega sex milljörðum íslenskra króna í um tvo miljarða íslenskra króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu til norsku kauphallarinnar þar sem eignarhaldsfélag fyrirtækisins (Icelandic Salmon) er skráð. Þar er farið yfir uppgjör þriðja ársfjórðungs og er þar bent á að um þriggja milljóna evra tap var á rekstrinum án tilliti til skatta og fjármagnsliða (EBIT) á tímabilinu. Til samaburðar skilaði félagið þriggja milljóna evra hagnað sama ársfjórðung 2023.

Samdráttinn er sagður stafa af lítilli framleiðslu og áframhaldandi líffræðilegum áskorunum frá því fyrr á árinu, sem leiddi til einskiptiskostnaðar upp á 0,4 milljónir evra. Rekstrarniðurstaða á hvert framleitt kíló af laxi var neikvæð um 1,71 evru á þriðja ársfjórðungi, en ef leiðrétt fyrir einskiptiskostnaðinn var hún neikvæð um 1,46 evru.

Aðeins 1.750 tonnum var slátrað úr sjókvíum félagsins á Vestfjörðum á þriðja ársfjórðungi, en rúm fjögur þúsund tonnum var slátrað á sama tímabili í fyrra. „Sláturmagn hefur aukist frá því sem var á fyrri ársfjórðungi, en hélst í lágmarki þar sem samstæðan lagði áherslu á líffrílega uppbyggingu,“ segir í tilkynningu félagsins.

Binda vonir við árangur aðgerða

„Á þriðja ársfjórðungi náði Icelandic Salmon stöðugleika í kjölfar líffræðilegra áskorana frá síðasta vetri og vori. Sláturmagn hélst lítið sem hafði áhrif á ársfjórðungsuppgjör. Hins vegar hefur áhersla samstæðunnar á vöxt lífmassa byggt upp traustan grunn fyrir bata og framtíðarvöxt,“ segir í tilkynningunni.

Áætlanir gera ráð fyrir að framleiðsla ársins nái 13 þúsund tonnum og að framleiðslan vaxi á næsta ári í 15 þúsund tonn.

Björn Hembre forstjóri Icelandic Salmon segir unnið að því að …
Björn Hembre forstjóri Icelandic Salmon segir unnið að því að koma framleiðslunni í 26 þúsund tonn á núverandi leyfum. mbl.is/Hari

Kveðst félagið binda vonir við að nýjar aðgerðir til að verjast fiskilús, aukin útsetning seiða og fjárfestingar í seiðastöðvum skili bættri afkomu þegar fram líða stundir.

„Til lengri tíma litið sjáum við verulegan vaxtarmöguleika allt að 26.000 tonn á núverandi leyfum okkar og erum fullviss um að við getum náð þessu markmiði. Þessi metnaður er í takt við sýn samstarfsaðila okkar og við eigum í nánu samtali við yfirvöld, lánveitendur og aðra samstarfsaðila til að knýja áfram þennan vöxt,“ segir Björn Hembre forstjóri félagsins í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »