Jólasíld ársins í fötur

Sigurpáll Hlöðversson rekstrarstjóri, Oddur Einarsson yfirverkstjóri og Karl Rúnar Róbertsson …
Sigurpáll Hlöðversson rekstrarstjóri, Oddur Einarsson yfirverkstjóri og Karl Rúnar Róbertsson gæðastjóri stýra síldargerðinni í ár. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Að und­an­förnu hef­ur starfs­fólk fiskiðju­vers Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað unnið við að setja jólasíld árs­ins í föt­ur. Jólasíld Síld­ar­vinnsl­unn­ar hef­ur verið fram­leidd í ára­tugi og er farið eft­ir strangri upp­skrift við fram­leiðsluna, að því er seg­ir í færslu á vef út­gerðar­inn­ar.

Fram kem­ur að það fær­ist bæði stemm­ing og mik­il gleði í mann­skap­inn við þessa vinnu, en síld er víða ómiss­andi part­ur af hátíðar­höld­un­um.

Mikil gleði ríkir þegar jólsasíldin er annars vegar.
Mik­il gleði rík­ir þegar jóls­asíld­in er ann­ars veg­ar. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Verk­un hófst í sept­em­ber

Sam­kvæmt venju hófst verk­un á hinni geysi­vin­sælu jólasíld Síld­ar­vinnsl­unn­ar í sept­em­ber og er upp­skrift­in leynd­ar­mál. Þeir sem lengst stýrðu fram­leiðslunni voru Har­ald­ur Jörgensen og Jón Gunn­ar Sig­ur­jóns­son en þeir Sig­urpáll Hlöðvers­son rekstr­ar­stjóri, Odd­ur Ein­ars­son yf­ir­verk­stjóri og Karl Rún­ar Ró­berts­son gæðastjóri hafa tekið við kefl­inu.

Of­uráhersla er lögð á nokkra þætti þegar fram­leiðslan fer fram, að sögn þeirra. „Í fyrsta lagi þarf síld­in að vera norsk-ís­lensk gæðasíld sem er ný­veidd og flutt vel kæld að landi. Í öðru lagi þarf að flaka síld­ina strax og hún berst að landi og skera hana niður í hæfi­lega bita. Í þriðja lagi þurfa bitarn­ir að liggja í salt­pækli í kör­um í ákveðinn tíma og að því loknu í ed­iks­legi. Í fjórða lagi eru síld­ar­bitarn­ir sett­ir í tunn­ur með ed­iks­legi og þar liggja þeir þar til þeim er pakkað í föt­ur með syk­ur­legi ásamt græn­meti og viðeig­andi kryd­d­jurt­um sem eiga sinn þátt í að skapa hið unaðslega og eft­ir­sótta bragð,“ seg­ir í færsl­unni.

Þessi merka jólasíld er fram­leidd fyr­ir starfs­fólk Síld­ar­vinnsl­unn­ar og þá sem tengj­ast fyr­ir­tæk­inu. Auk þess fá Hos­urn­ar, líkn­ar­fé­lag starfs­manna Fjórðungs­sjúkra­húss­ins í Nes­kaupstað, einnig síld í ákveðnu magni sem er seld til styrkt­ar sjúkra­hús­inu.

Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an
Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an
Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.4.25 532,44 kr/kg
Þorskur, slægður 9.4.25 676,58 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.4.25 476,26 kr/kg
Ýsa, slægð 9.4.25 363,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.4.25 206,24 kr/kg
Ufsi, slægður 9.4.25 271,11 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 9.4.25 283,48 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.294 kg
Steinbítur 6.328 kg
Þorskur 4.591 kg
Skarkoli 84 kg
Hlýri 66 kg
Samtals 19.363 kg
9.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 152 kg
Langa 97 kg
Keila 87 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 5 kg
Samtals 349 kg
9.4.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 13.218 kg
Sandkoli 72 kg
Ýsa 62 kg
Skarkoli 60 kg
Grásleppa 39 kg
Samtals 13.451 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.4.25 532,44 kr/kg
Þorskur, slægður 9.4.25 676,58 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.4.25 476,26 kr/kg
Ýsa, slægð 9.4.25 363,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.4.25 206,24 kr/kg
Ufsi, slægður 9.4.25 271,11 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 9.4.25 283,48 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.4.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.294 kg
Steinbítur 6.328 kg
Þorskur 4.591 kg
Skarkoli 84 kg
Hlýri 66 kg
Samtals 19.363 kg
9.4.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 152 kg
Langa 97 kg
Keila 87 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 5 kg
Samtals 349 kg
9.4.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 13.218 kg
Sandkoli 72 kg
Ýsa 62 kg
Skarkoli 60 kg
Grásleppa 39 kg
Samtals 13.451 kg

Skoða allar landanir »