Sjómaður greip til vopna og skaut á dróna

Fiskistofa hefur tekið í notkun öfluga dróna til að sinna …
Fiskistofa hefur tekið í notkun öfluga dróna til að sinna eftirliti með veiðum mbl.is/Árni Sæberg

Sjómaður skaut þremur skotum á dróna sem eftirlitsmaður Fiskistofu notaðist við er hann sinnti eftirliti í gær. Verknaðurinn gæti fallið undir brot gegn valdstjórninni og Fiskistofa hyggst kæra málið til lögreglu.

Þetta kemur fram í tilkynningu Fiskistofu.

„Þegar skipverjar tóku eftir drónanum sveimandi yfir, fór einn þeirra inn í stýrishús skipsins og greip þar til skotvopns og skaut þremur skotum að drónanum frá skipinu. Eftirlitsmaður Fiskistofu kveikti á upptöku eftir að skoti hafði verið hleypt af og náði verknaðinum á myndband,“ segir í tilkynningu Fiskistofu.

Litið alvarlegum augum

Atvikið var tilkynnt til lögreglu sem tók á móti skipinu við löndun. Rannsóknarlögreglumaður tók skýrslur af mönnum á vettvangi.

Fiskistofa kveðst líta atvikið mjög alvarlegum augum og metur það sem mikla ógn við störf og öryggi eftirlitsmanna.

„Að skjóta úr haglabyssu að dróna Fiskistofu getur fallið undir brot gegn valdstjórninni samkvæmt 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga auk brota á vopnalögum. Með þessari háttsemi var eftirlitsmaður Fiskistofu hindraður við framkvæmd skyldustarfa sinna með alvarlegri og ógnandi verknaðaraðferð. Fiskistofa kemur til með að fylgja málinu eftir með kæru á hendur skipverjunum til lögreglu,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,37 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,22 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 60.274 kg
Samtals 60.274 kg
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,37 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,22 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 60.274 kg
Samtals 60.274 kg
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »