Kanna útbreiðslu loðnunnar í desember

Aðalsteinn Jónsson SU mun halda í könnunarleiðangur í byrjun desember.
Aðalsteinn Jónsson SU mun halda í könnunarleiðangur í byrjun desember. mb.is/Börkur Kjartansson

Aðalsteinn Jósson SU. uppsjávarskip Eskju á Eskifirði, mun halda í könnunarleiðangur í byrjun desember til að meta hve langt austur með landinu loðnan sé komin. Fer rannsóknin fram samkvæmt samningi Hafrannsóknastofnunar við útgerðir loðnuskipa, að því er fram kemur í umfjöllun Ríkisútvarpsins.

Tilkynnt var um það í október að bergmálsmælingar í haustleiðangri Hafrannsóknastofnunar gæfur ekki tilefni til að stofnunin myndi mæla með því að loðnuveiðar yrðu stundaðar á fiskveiðiárinu 2024/2025. Mældist heildarmagn loðnu 610 þúsund tonn.

Haft er eftir Guðmundi J. Óskarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, að það séu útgerðir með hlutdeild í loðnu sem greiða fyrir kostnaðinn af könnunarleiðangrinum. Kannað verður svæðið út af Norðausturlandi að Kolbeinseyjarhrygg.

Að sögn Guðmundar séu engar sérstakar vísbendingar sem farið er eftir í leiðangrinum en það hafa borist fregnir af loðnu frá togurum á þessum slóðum.

Mikil efnahagsleg áhrif

Loðnubrestur hefur veruleg áhrif á atvinnutekjur í þeim byggðarlögum þaðan sem loðnuveiðar eru stundaðar og þar með einnig á tekjur sveitarfélaga og fyrirtækja á nærsvæðum.

Talið er að loðnubrestur í vetur geti haft veruleg áhrif á hagvöxt landsins alls á næsta ári og gera ráð fyrir að loðnuvertíð á komandi vertíð geti aukið hagvöxt um 0,5 til eitt prósentustig.

Í janúar verður farið í hefðbundna vetrarmælingu á loðnunni og munu niðurstöður hennar ráða því hvort tilefni verði til að endurskoða ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um að engar loðnuveiðar skulu eiga sér stað á komandi vetri.

Fjögur skip munu taka þátt í þeim mælingum. Tvö sem kostuð eru af Hafrannsóknastofnun og tvö sem eru kostuð af útgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.11.24 514,53 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.24 606,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.24 350,86 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.24 184,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.24 265,83 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.24 292,76 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.24 201,41 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.11.24 287,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Ýsa 1.933 kg
Þorskur 1.247 kg
Langa 823 kg
Samtals 4.003 kg
30.11.24 Sigurbjörg ÁR 67 Botnvarpa
Ýsa 16.844 kg
Karfi 498 kg
Steinbítur 275 kg
Hlýri 234 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 17.859 kg
29.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.476 kg
Þorskur 946 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 3.501 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.11.24 514,53 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.24 606,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.24 350,86 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.24 184,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.24 265,83 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.24 292,76 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.24 201,41 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.11.24 287,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Ýsa 1.933 kg
Þorskur 1.247 kg
Langa 823 kg
Samtals 4.003 kg
30.11.24 Sigurbjörg ÁR 67 Botnvarpa
Ýsa 16.844 kg
Karfi 498 kg
Steinbítur 275 kg
Hlýri 234 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 17.859 kg
29.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.476 kg
Þorskur 946 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 3.501 kg

Skoða allar landanir »