Fjárfesta í pökkunarlausn frá Marel

Björn Brimar Hákonarson framleiðslustjóri Ísfélags hf. og Sindri Magnason sölumaður …
Björn Brimar Hákonarson framleiðslustjóri Ísfélags hf. og Sindri Magnason sölumaður hjá Marel handsala samninginn Ljósmynd/Aðsend

Ísfé­lagið hf. hef­ur fjár­fest í Ro­bobatcher Box frá Mar­el sem mun auka pökk­un­ar­getu fé­lags­ins. Um er að ræða stórt skref í að auka sjálf­virkni og skil­virkni bol­fisk­vinnslu fé­lags­ins í Vest­manna­eyj­um, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

„Nýja Ro­bobatcher Box lausn­in hjá Ísfé­lag­inu er hönnuð til að raða bak­flök­um og hnökk­um í þriggja eða fimm kílóa kassa með mik­illi ná­kvæmni og hraða, í sam­ræmi við meðalþyngd og stykkja­fjölda. Lausn­in er tveggja brauta pökk­un­ar­lína sem flokk­ar og raðar fersk­um bit­um í frauðkassa, ásamt færslu­kerfi, tékkvog­um og límmiðaá­setn­ingu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fjár­fest­ing­in í pökk­un­ar­lausn­inni var hluti af stækk­un­ar­verk­efni með nýj­um laus­frysti og hef­ur því tek­ist að auka af­köst í pökk­un ferskra afurða án þess að fjölga þurfi starfs­fólki á lín­unni.

„Ef Mar­el held­ur áfram að þróa lausn­ir sem bæta af­komu fram­leiðslu­lín­unn­ar, þá höld­um við áfram að velja Mar­el,“ er haft eft­ir Birni Brim­ar Há­kon­ar­syni fram­leiðslu­stjóra Ísfé­lags­ins. „Við erum spennt fyr­ir þeim mögu­leik­um sem tækni­væðing­in býður upp á.“

Robobatcher Box er sjálfvirk pökkunarlausn frá Marel.
Ro­bobatcher Box er sjálf­virk pökk­un­ar­lausn frá Mar­el. Ljós­mynd/​Aðsend

Viðskipta­vin­ur í fleiri ára­tugi

Bent er á að Ísfé­lagið hafi verið meðal fyrstu viðskipta­vina Mar­el við stofn­un fyr­ir­tæk­is­ins. Hraðfrystistöðin, sem síðar sam­einaðist Ísfé­lag­inu, pantaði vog frá Mar­el 1983 þegar fé­lagið var aðeins lítið verk­stæði í Garðabæn­um með tvo starfs­menn.

„Þessi fyrsta vog var mik­il­væg tækni­fram­för og var í notk­un í ára­tugi. Reynd­ar eru það aðeins nokkr­ar vik­ur síðan Ísfé­lagið hætti að nota salt­fisk­vog með raðnúm­erið 41, sann­kallaðan safn­grip. Vog­in, sem hóf fer­il sinn við salt­fisk­vinnslu, endaði sem heilpakka­vog við gæðaskoðun á pökkuðum upp­sjáv­ar­af­urðum. Sam­band Mar­el og Ísfé­lags­ins hef­ur dafnað og styrkst í gegn­um árin, þar sem Mar­el hef­ur út­vegað lausn­ir sem hafa stuðlað að hag­kvæmni og þróun í vinnslu Ísfé­lags­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Er vak­in at­hygli á því að nán­ast all­ur búnaður í bol­fisksal frysti­húss­ins í Vest­manna­eyj­um er frá Mar­el. Má þar finna tæki á borð við Flex­iTrim, Flex­iCut, Flex­iSort og tveggja brauta vippu­flokk­ara. All­ar vog­ir í hús­inu eru frá Mar­el sem og nokkr­ir Smartline Flokk­ar­ar í upp­sjáv­ar­lín­unni. Auk þess hafa ný­lega verið keypt­ar flæðivog­ir fyr­ir upp­sjáv­ar­lín­una.

„Við erum afar stolt af því að styrkja enn frek­ar sam­band Mar­el og Ísfé­lags­ins,“ seg­ir Sindri Magna­son, sölumaður hjá Mar­el. „Ísfé­lagið hef­ur treyst á okk­ur í mörg ár sem sam­starfsaðila, og við erum spennt fyr­ir því að styðja við áfram­hald­andi vöxt þeirra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.5.25 482,25 kr/kg
Þorskur, slægður 20.5.25 500,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.5.25 405,47 kr/kg
Ýsa, slægð 20.5.25 252,70 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.5.25 178,76 kr/kg
Ufsi, slægður 20.5.25 252,19 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.5.25 253,42 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 10.997 kg
Ýsa 4.255 kg
Steinbítur 165 kg
Keila 13 kg
Langa 4 kg
Samtals 15.434 kg
20.5.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri
Þorskur 367 kg
Ufsi 354 kg
Karfi 6 kg
Samtals 727 kg
20.5.25 Fengur EA 207 Handfæri
Þorskur 788 kg
Samtals 788 kg
20.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 346 kg
Ufsi 18 kg
Karfi 3 kg
Samtals 367 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.5.25 482,25 kr/kg
Þorskur, slægður 20.5.25 500,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.5.25 405,47 kr/kg
Ýsa, slægð 20.5.25 252,70 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.5.25 178,76 kr/kg
Ufsi, slægður 20.5.25 252,19 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.5.25 253,42 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 10.997 kg
Ýsa 4.255 kg
Steinbítur 165 kg
Keila 13 kg
Langa 4 kg
Samtals 15.434 kg
20.5.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri
Þorskur 367 kg
Ufsi 354 kg
Karfi 6 kg
Samtals 727 kg
20.5.25 Fengur EA 207 Handfæri
Þorskur 788 kg
Samtals 788 kg
20.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 346 kg
Ufsi 18 kg
Karfi 3 kg
Samtals 367 kg

Skoða allar landanir »