Vel heppnað loðnueldi

Loðnulirfur 39 dögum eftir klak. Þrjár stærstu lirfurnar eru um …
Loðnulirfur 39 dögum eftir klak. Þrjár stærstu lirfurnar eru um það bil 21 millimetri að lengd en sú minnsta er 16 millimetrar. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Vísindamenn á tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar hafa í fyrsta sinn ræktað loðnu frá klaki til fullorðinsaldurs í eldisumhverfi, að því er segir á vef Hafrannsóknastofnunar. Fram kemur að loðnuhrogn voru frjóvguð um borð í Víkingi AK-100, uppsjávarskipi Brims hf., og voru síðan flutt þaðan í tilraunaeldisstöðina á Stað við Grindavík. Þar klöktust lirfurnar út 30 dögum síðar.

Greint er frá því að ræktun loðnulirfanna hafi byggst á sambærilegum eldisaðferðum og hafa verið þróaðar í eldisstöðinni til eldis á þorski með góðum árangri. „Við stöðugt hitastig (7°C) var vöxtur loðnunnar jafn og ör, og fyrstu loðnurnar náðu kynþroska aðeins ári frá klaki. Á öðru ári dró úr vexti, og loðnan náði hámarkslengd, 18,4 cm, á aðeins 2,6 árum, sem er umtalsvert skemmri tími en hjá villtri íslenskri loðnu,“ segir í tilkynningunni.

Loðnan er afar viðkvæm fyrir meðhöndlun en stuttur líftími hennar gerir hana að efnilegu tilraunadýri, að mati vísindamanna.

Innsýn í vaxtar- og líffræði

Birt var grein um rannsóknina í vísindatímaritinu Fishes nýverið undir heitinu „Cultivation and Growth Dynamics of Capelin (Mallotus villosus) from Hatch to Adulthood“. Höfundar hennar eru Tómas Árnason, Birkir Bárðarson og Agnar Steinarsson.

Rannsóknin er sögð veita mikilvæga innsýn í vaxtarfræði og líffræði loðnunnar sem er mikilvæg tegund bæði sem hluti af vistkerfi sjávar en einnig sem nytjastofn. Einnig er rannsóknin talin leggja grunn að frekari loðnurannsóknum í tilraunaumhverfi.

Nú þegar hefur verið hafist handa við framkvæmd frekari loðnurannsókna í tilraunaeldisstöðinni og er gert ráð fyrir að niðurstöður þeirra verði birtar á næstu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 577,49 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 382,25 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 184,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 218,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 220,51 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.236 kg
Ýsa 237 kg
Þorskur 54 kg
Steinbítur 54 kg
Sandkoli 9 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 577,49 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 382,25 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 184,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 218,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 220,51 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.236 kg
Ýsa 237 kg
Þorskur 54 kg
Steinbítur 54 kg
Sandkoli 9 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »