Auglýsa Bjarna Sæmundsson til sölu

Bjarni Sæmundsson hefur sinnt hafrannsóknum á Íslandsmiðum í meira en …
Bjarni Sæmundsson hefur sinnt hafrannsóknum á Íslandsmiðum í meira en hálfa öld. Skipið er nú til sölu. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hefur auglýst rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson HF-30 til sölu. Skipið var smíðað 1970 í Þýskalandi fyrir Hafrannsóknastofnun og afhent stofnuninni í desember sama ár.

Bjarni Sæmundsson virkt í hafrannsóknum í meira en hálfa öld og er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, en dýpt að efra þilfari er sjö metrar. Í skipinu eru þrjár vélar með 410 kw. hver og er gagnhraði 12 sjómílur ef keyrt er á öllum vélum. Á skipinu hefur verið 14 manna áhöfn og auk þess er aðstaða fyrir 13 vísinda- og rannsóknarmenn.

Nýtt skip, Þórunn Þórðardóttir hefur verið í smíðum og er búist við að það verði afhent á næstu vikum. Tekur það við af Bjarna Sæmundssyni.

Bjarni Sæmundsson við bryggju í Hafnarfirði. Höfuðstöðvar HAfrannsóknastofnunar í bakgrunni.
Bjarni Sæmundsson við bryggju í Hafnarfirði. Höfuðstöðvar HAfrannsóknastofnunar í bakgrunni. mbl.is/Hafþór

„Skipið er smíðað sem almennt rannsóknarskip, þar á meðal fiski- og hafrannsóknir. Drifkerfið er af díselrafmagni til að tryggja lágt hljóðstig. Í þessum skipaleiðöngrum er meðal annars fjallað um margvíslegar vistfræðilegar athuganir, stofnmælingar á hafsbotni, fiskamerkingar og veiðarfærarannsóknir,“ segir í auglýsingu FSRE.

Þar er einnig greint frá því að meiriháttar endurbætur hafi verið gerðar á Bjarna Sæmundssyni árið 2003 og var þá skipt um allar þrjár dísilvélar, sett upp nýtt aflstjórnunarkerfi, dælukerfi endurnýjað, einangrun endurnýjuð og umbætur gerðar í sal, eldhúsi, dagvistum, rannsóknarstofu, herbergjum, rannsóknarstofu og stýrishúsi.

Þá mun FSRE meðal annnars líta til sjálfbærni, endurnotkunar og kolefnisfótspors þegar farið er yfir tilboð í skipið. Opnun tilboða verður 31. mars 2025.

Vekur FSRE athygli mögulegra kaupenda á því að það sé vitað að það sé asbest í skipinu og að ekki hafi verið gert sérstök úttekt á skipinu með tilliti til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 577,49 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 382,25 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 184,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 218,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 220,51 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.236 kg
Ýsa 237 kg
Þorskur 54 kg
Steinbítur 54 kg
Sandkoli 9 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 577,49 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 382,25 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 184,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 218,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 220,51 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.236 kg
Ýsa 237 kg
Þorskur 54 kg
Steinbítur 54 kg
Sandkoli 9 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »