Lítil samþjöppun aflaheimilda

Mjög dreift eignarhald er á aflaheimildum í flestum tegundum samkvæmt viðmiðum evrópskra samkeppnisreglna. Samkeppniseftirlitið styðst við umrædd viðmið og segir þau áreiðanlegustu leiðina til að mæla samþjöppun.

Ráðgjafarfyrirtækið Arev hefur verið að þróa hugbúnað til að auka gagnsæi á markaði fyrir samþjöppun aflaheimilda í sjávarútvegi. Stuðst er bæði við söguleg gögn sem og nýjustu gögn til að reikna út samkeppnisstuðla.

Einn þeirra stuðla sem Arev hefur reiknað út er svokallaður Herfindahl-Hirschman-stuðull sem þekktur er undir skammstöfuninni HHI. „Sá er talinn ein áreiðanlegasta vísbendingin um hve mikil samþjöppun á markaði er,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Þá segir að „markaðir þar sem HHI-gildi eru undir 1.000 eru almennt taldir vera virkir samkeppnismarkaðir. Samþjöppun telst í meðallagi þegar HHI-gildi er á bilinu 1.000 til 1.800, en mikil samþjöppun er til staðar þegar gildið fer yfir 1.800 stig.“

Samkvæmt útreikningum Arevs er HHI-gildi fyrir öll þorskígildi aðeins 595. Fyrir þorskkvóta er HHI-gildið 497, 621 í ýsu og 875 í ufsa. Gildið nær síðan 1.239 í karfa, en fyrir því eru skýrar ástæður að mati Arevs.

Þá hefur Arev einnig reiknað út markaðshlutdeild þriggja stærstu aðila á markaði (CR3) í hverri tegund fyrir sig og átta stærstu (CR8). Þrír stærstu aðilarnir eru með 27,6% markaðshlutdeild í þorskígildum og átta stærstu með 61,6%.

Til samanburðar má nefna að sex stærstu aðilar á dagvörumarkaði eru með um 97% markaðshlutdeild. Auk þess er HHI-gildi dagvörumarkaðarins 3.195.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.1.25 594,90 kr/kg
Þorskur, slægður 7.1.25 621,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.1.25 387,64 kr/kg
Ýsa, slægð 7.1.25 395,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.1.25 248,75 kr/kg
Ufsi, slægður 7.1.25 332,53 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 7.1.25 305,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.1.25 Skúli ST 75 Línutrekt
Þorskur 6.833 kg
Ýsa 38 kg
Steinbítur 5 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.879 kg
7.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Þorskur 2.274 kg
Ýsa 349 kg
Samtals 2.623 kg
7.1.25 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Þorskur 4.026 kg
Ýsa 2.784 kg
Karfi 70 kg
Hlýri 32 kg
Ufsi 6 kg
Keila 3 kg
Samtals 6.921 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.1.25 594,90 kr/kg
Þorskur, slægður 7.1.25 621,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.1.25 387,64 kr/kg
Ýsa, slægð 7.1.25 395,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.1.25 248,75 kr/kg
Ufsi, slægður 7.1.25 332,53 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 7.1.25 305,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.1.25 Skúli ST 75 Línutrekt
Þorskur 6.833 kg
Ýsa 38 kg
Steinbítur 5 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.879 kg
7.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Þorskur 2.274 kg
Ýsa 349 kg
Samtals 2.623 kg
7.1.25 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Þorskur 4.026 kg
Ýsa 2.784 kg
Karfi 70 kg
Hlýri 32 kg
Ufsi 6 kg
Keila 3 kg
Samtals 6.921 kg

Skoða allar landanir »