Heppinn að hafa náð að kalla eftir hjálp

Heppni virðist hafa ráðið því að skipstjórinn á Elínu NK …
Heppni virðist hafa ráðið því að skipstjórinn á Elínu NK náði að kalla eftir aðstoð eftir að hann slasaðist illa. Ljósmynd/Landsbjörg

Heppni réð því að skipstjóra á strandveiðibátnum Elínu NK-12 tókst að hafa samband við neyðarlínuna síðastliðið sumar er hann lá illa slasaður í bát sínum um 15 sjómílur austur af landinu.

Óvænt alda varð þess valdandi að skipstjórinn kastaðist til og lærleggsbrotnaði. Í hamaganginum varð báturinn rafmagnslaus og þar með ekki hægt að nota talstöðina. Á svæðinu er takmarkað farsímasamband og er talið að símasendir á Dalatanga myndi bæta öryggi sjófarenda.

Tókst á loft

Í skýrslu Rannsóknanefndar samgönguslysa (RNSA) segir að báturinn hafi verið á leið til veiða þegar slysið átti sér stað. Lagði Elín NK frá bryggju í Neskaupstað um hálf þrjú morguninn 24. júní. Veður er sagt hafa verið gott og ölduhæð um 1,5 til 2 metrar.

Siglt var í austur frá Norðfjarðarhorni um það bil 15 sjómílur þar sem skipstjórinn áætlaði að hefja veiðar. Á svipuðum slóðum voru þrír aðrir bátar og höfðu allir siglt á miðin án þess að lenda í neinum vandræðum vegna sjólags.

„Þegar komið var þar sem skipstjórinn hugðist veiða var annar bátur fyrir á staðnum og ákvað hann að fara á annan veiðistað. Hann sneri bátnum upp í ölduna og var með athyglina á siglingatækjunum og tók ekki eftir því þegar stór alda skall á bátnum,“ segir i skýrslunni.

Við þetta tókst skipstjórinn á loft og skall upp í þak stýrihússins.

„Þegar báturinn skall niður kom hliðarhreyfing á hann á stjórnborða. Afleiðingarnar voru þær að skipstjórinn lenti til hliðar við stólinn og hægri fóturinn skall á horni hans. Hann áttaði sig strax að hann væri líklega lærleggsbrotinn. Í byltunni rakst hann jafnframt í útsláttarrofa fyrir rafmagnið um borð svo rofinn brotnaði með þeim afleiðingum að allt rafmagn fór af bátnum þar með talið af talstöðinni.“

Elín NK var á strandveiðum síðastliðið sumar þegar slysið varð.
Elín NK var á strandveiðum síðastliðið sumar þegar slysið varð. Ljósmynd/Ásgeir Jónsson

Sambandið slitnaði

Gat skipstjórinn því aðeins notað farsíma sinn en sambandið var lélegt. Tókst honum þó að ná í Neyðarlínuna og lýsa fyrir þeim stöðu mála áður en samband slitnaði. Á meðan samtalinu stóð reyndi hann að sigla bátnum til hafnar en varð fljótlega ljóst að það myndi ekki ganga enda mikið kvalinn.

„Stuttu síðar hringdi Vaktstöð siglinga og sökum þess að báturinn var nú einhverjum mílum nær landi þá var sambandið orðið betra og gat skipstjórinn haft eðlileg samskipti í gegn um síma. Björgunarskipið Hafbjörg frá Neskaupstað fékk útkallsbeiðni um klukkan 04:30 og tók um 20 mínútur að manna skipið og sigla úr höfn.“

Um borð Hafbjörgu voru tveir bráðaliðar og fimm björgunarsveitarmenn. Tveir úr áhöfninni fóru ásamt bráðtækni um borð í Elínu og var bátnum siglt nær landi þar til þyrla Landhelgisgæslunnar mætti. Skipstjórinn var síðan hífður í þyrluna og fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.

Mikilvægt öryggisatriði

„Að sögn skipstjóra hefði slysið væntanlega ekki orðið ef hann hefði tekið eftir öldunni sem var að koma þar sem hann hefði þá getað gripið í eitthvað til að halda sér föstum. Símasamband var lélegt á þessum slóðum og að sögn skipstjóra var hann heppinn að ná símasambandi við björgunaraðila,“ segir í skýrslunni.

Þar segir að skipstjórinn telji nauðsynlegt að koma upp sendi fyrir farsíma á Dalatanga þar sem ekkert símasamband sé frá Gerpi að Norðfjarðarhorni, nema siglt sé fjórum mílum hið minnsta frá landi á svokallaðri grunnleið. Segir hann sambandið orðið mjög lélegt úti á 15 mílum á þeim stað sem slysið varð.

„Þessi sendir myndi ná inn í Loðmundarfjörð, norður að Glettingi og suður með Síðu og að Gerpi og svo langt út á haf,“ er haft eftir skipstjóranum og lýsir RNSA því sem mikilvægu öryggisatriði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »