Heppinn að hafa náð að kalla eftir hjálp

Heppni virðist hafa ráðið því að skipstjórinn á Elínu NK …
Heppni virðist hafa ráðið því að skipstjórinn á Elínu NK náði að kalla eftir aðstoð eftir að hann slasaðist illa. Ljósmynd/Landsbjörg

Heppni réð því að skip­stjóra á strand­veiðibátn­um El­ínu NK-12 tókst að hafa sam­band við neyðarlín­una síðastliðið sum­ar er hann lá illa slasaður í bát sín­um um 15 sjó­míl­ur aust­ur af land­inu.

Óvænt alda varð þess vald­andi að skip­stjór­inn kastaðist til og lær­leggs­brotnaði. Í hama­gang­in­um varð bát­ur­inn raf­magns­laus og þar með ekki hægt að nota tal­stöðina. Á svæðinu er tak­markað farsíma­sam­band og er talið að síma­send­ir á Dala­tanga myndi bæta ör­yggi sjófar­enda.

Tókst á loft

Í skýrslu Rann­sókna­nefnd­ar sam­göngu­slysa (RNSA) seg­ir að bát­ur­inn hafi verið á leið til veiða þegar slysið átti sér stað. Lagði Elín NK frá bryggju í Nes­kaupstað um hálf þrjú morg­un­inn 24. júní. Veður er sagt hafa verið gott og öldu­hæð um 1,5 til 2 metr­ar.

Siglt var í aust­ur frá Norðfjarðar­horni um það bil 15 sjó­míl­ur þar sem skip­stjór­inn áætlaði að hefja veiðar. Á svipuðum slóðum voru þrír aðrir bát­ar og höfðu all­ir siglt á miðin án þess að lenda í nein­um vand­ræðum vegna sjó­lags.

„Þegar komið var þar sem skip­stjór­inn hugðist veiða var ann­ar bát­ur fyr­ir á staðnum og ákvað hann að fara á ann­an veiðistað. Hann sneri bátn­um upp í öld­una og var með at­hygl­ina á sigl­inga­tækj­un­um og tók ekki eft­ir því þegar stór alda skall á bátn­um,“ seg­ir i skýrsl­unni.

Við þetta tókst skip­stjór­inn á loft og skall upp í þak stýri­húss­ins.

„Þegar bát­ur­inn skall niður kom hliðar­hreyf­ing á hann á stjórn­borða. Af­leiðing­arn­ar voru þær að skip­stjór­inn lenti til hliðar við stól­inn og hægri fót­ur­inn skall á horni hans. Hann áttaði sig strax að hann væri lík­lega lær­leggs­brot­inn. Í bylt­unni rakst hann jafn­framt í út­slátt­ar­rofa fyr­ir raf­magnið um borð svo rof­inn brotnaði með þeim af­leiðing­um að allt raf­magn fór af bátn­um þar með talið af tal­stöðinni.“

Elín NK var á strandveiðum síðastliðið sumar þegar slysið varð.
Elín NK var á strand­veiðum síðastliðið sum­ar þegar slysið varð. Ljós­mynd/Á​sgeir Jóns­son

Sam­bandið slitnaði

Gat skip­stjór­inn því aðeins notað farsíma sinn en sam­bandið var lé­legt. Tókst hon­um þó að ná í Neyðarlín­una og lýsa fyr­ir þeim stöðu mála áður en sam­band slitnaði. Á meðan sam­tal­inu stóð reyndi hann að sigla bátn­um til hafn­ar en varð fljót­lega ljóst að það myndi ekki ganga enda mikið kval­inn.

„Stuttu síðar hringdi Vakt­stöð sigl­inga og sök­um þess að bát­ur­inn var nú ein­hverj­um míl­um nær landi þá var sam­bandið orðið betra og gat skip­stjór­inn haft eðli­leg sam­skipti í gegn um síma. Björg­un­ar­skipið Haf­björg frá Nes­kaupstað fékk út­kalls­beiðni um klukk­an 04:30 og tók um 20 mín­út­ur að manna skipið og sigla úr höfn.“

Um borð Haf­björgu voru tveir bráðaliðar og fimm björg­un­ar­sveit­ar­menn. Tveir úr áhöfn­inni fóru ásamt bráðtækni um borð í El­ínu og var bátn­um siglt nær landi þar til þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar mætti. Skip­stjór­inn var síðan hífður í þyrluna og flutt­ur á sjúkra­hús í Reykja­vík.

Mik­il­vægt ör­yggis­atriði

„Að sögn skip­stjóra hefði slysið vænt­an­lega ekki orðið ef hann hefði tekið eft­ir öld­unni sem var að koma þar sem hann hefði þá getað gripið í eitt­hvað til að halda sér föst­um. Síma­sam­band var lé­legt á þess­um slóðum og að sögn skip­stjóra var hann hepp­inn að ná síma­sam­bandi við björg­un­araðila,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Þar seg­ir að skip­stjór­inn telji nauðsyn­legt að koma upp sendi fyr­ir farsíma á Dala­tanga þar sem ekk­ert síma­sam­band sé frá Gerpi að Norðfjarðar­horni, nema siglt sé fjór­um míl­um hið minnsta frá landi á svo­kallaðri grunn­leið. Seg­ir hann sam­bandið orðið mjög lé­legt úti á 15 míl­um á þeim stað sem slysið varð.

„Þessi send­ir myndi ná inn í Loðmund­ar­fjörð, norður að Glett­ingi og suður með Síðu og að Gerpi og svo langt út á haf,“ er haft eft­ir skip­stjór­an­um og lýs­ir RNSA því sem mik­il­vægu ör­yggis­atriði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.7.25 410,82 kr/kg
Þorskur, slægður 4.7.25 506,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.7.25 336,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.7.25 291,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.7.25 144,52 kr/kg
Ufsi, slægður 4.7.25 253,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 4.7.25 291,75 kr/kg
Litli karfi 3.7.25 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.7.25 Gulltindur ST 74 Handfæri
Þorskur 773 kg
Samtals 773 kg
7.7.25 Gugga ÍS 63 Handfæri
Þorskur 811 kg
Samtals 811 kg
7.7.25 Dílaskarfur ÍS 418 Sjóstöng
Þorskur 115 kg
Steinbítur 29 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 152 kg
7.7.25 Spói RE 47 Handfæri
Þorskur 765 kg
Samtals 765 kg
7.7.25 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 136 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 174 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.7.25 410,82 kr/kg
Þorskur, slægður 4.7.25 506,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.7.25 336,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.7.25 291,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.7.25 144,52 kr/kg
Ufsi, slægður 4.7.25 253,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 4.7.25 291,75 kr/kg
Litli karfi 3.7.25 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.7.25 Gulltindur ST 74 Handfæri
Þorskur 773 kg
Samtals 773 kg
7.7.25 Gugga ÍS 63 Handfæri
Þorskur 811 kg
Samtals 811 kg
7.7.25 Dílaskarfur ÍS 418 Sjóstöng
Þorskur 115 kg
Steinbítur 29 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 152 kg
7.7.25 Spói RE 47 Handfæri
Þorskur 765 kg
Samtals 765 kg
7.7.25 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 136 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 174 kg

Skoða allar landanir »