Hvert kíló skilar Íslendingum mun meira

Hvert kíló af þorski, ýsu og ufsa skilar Íslendingum mun …
Hvert kíló af þorski, ýsu og ufsa skilar Íslendingum mun meira en Norðmönnum þar sem virðiraukinn er líklegri til að verða til innanlands á Íslandi en í Noregi. Morgunblaðið/Hari

Samþætt virðiskeðja í sjáv­ar­út­vegi hér á landi styður við að virðis­auki afl­ans (vinnsl­an) eigi sér frek­ar stað inn­an­lands en er­lend­is. Þetta sést lík­lega best með því að bera sam­an sjáv­ar­út­veg í Nor­egi og á Íslandi, en hvert kíló af út­flutt­um fiski skil­ar Íslend­ing­um tölu­vert meiri verðmæt­um en Norðmönn­um, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í grein­ingu sem birt var á Radarn­um á dög­un­um er bent á að 12% af út­flutt­um þorski árið 2023 voru seld úr landi heil eða haus­skor­in á meðan rest­in er unn­ar afurðir; 27% ýs­unn­ar voru seld heil eða haus­skor­in og 12% ufs­ans. Í Nor­egi voru hins veg­ar 60% af þorski flutt úr landi óunn­in, 96% af norskri ýsu og 52% af norsk­um ufsa.

Skilaði þannig hvert út­flutt kíló af þorski 1.210 krón­um á Íslandi en 989 krón­um í Nor­egi og fá þannig Íslend­ing­ar rúm­lega 22% meira fyr­ir hvert kíló af þorski. Mun­ur­inn er enn meiri í ýsu þar sem hann nem­ur 148%, fá Íslend­ing­ar 952 krón­ur fyr­ir hvert kíló af út­fluttri ýsu en Norðmenn 385 krón­ur. Íslend­ing­ar fá síðan 756 krón­ur fyr­ir hvert kíló af ufsa á móti 444 krón­um Norðmanna.

Sjáv­ar­auðlind­in skil­ar því þjóðarbú­inu mun meiri tekj­um hér á landi en í Nor­egi.

Sam­keppn­is­hæfni ráðandi

Í Nor­egi er ekki heim­ilt að sami aðili reki veiðar og vinnslu og verður því að kepp­ast um hrá­efnið á upp­boðsmarkaði. Geta þar aðilar boðið í fisk­inn sem enga vinnslu reka held­ur hafa aðeins það mark­mið að selja fisk­inn heil­an úr landi til ríkja þar sem launa­kostnaður­inn er langt­um minni en í Nor­egi eins og til að mynda Kína.

Bent er á í grein­ingu Radars­ins að í gögn­um Hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins um launa­kostnað á klukku­stund sjá­ist að Nor­eg­ur sé með næst­hæsta launa­kostnað í Evr­ópu en Ísland þriðja mesta. „Útflutn­ings­grein­ar, líkt og sjáv­ar­út­veg­ur, eiga því á bratt­ann að sækja í þess­um lönd­um, enda verða fyr­ir­tæk­in að greiða sam­keppn­is­hæf laun inn­an­lands til þess að fá fólk til starfa.“

Þessi staða skap­ar mik­inn þrýst­ing á sam­keppn­is­hæfni vinnslu í ríkj­un­um tveim­ur og í stöðunni séu aðeins tveir val­kost­ir, ann­ars veg­ar að flytja störf úr landi og hins veg­ar að fjár­festa fyr­ir mikla fjár­muni í há­tækni­búnaði og sjálf­virkni­væðingu.

Með miklum fjárfestingum í hátæknivinnsluhúsum hefur evrið hægt að keppa …
Með mikl­um fjár­fest­ing­um í há­tækni­vinnslu­hús­um hef­ur evrið hægt að keppa um verð á er­lend­um mörkuðum. mbl.is/​Gunn­laug­ur

Þá seg­ir að auk­in tækni­væðing hafi „verið und­ir­staða verðmæta­sköp­un­ar í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og ekki síður bættra kjara og aðbúnaðar starfs­fólks. Hún hef­ur vissu­lega fækkað störf­um, en um leið gert þau verðmæt­ari þar sem störf­in verða oft og tíðum sér­hæfðari þar sem hærra mennt­un­arstigs er þörf. Á sama tíma hafa Norðmenn dregið úr fram­leiðslu á unn­um afurðum og hafa í aukn­um mæli selt fisk heil­an úr landi.“

For­senda þess að hægt sé að fjár­festa í þess­ari miklu tækni­væðingu er meðal ann­ars að tryggt sé stöðugt fram­boð hrá­efn­is til vinnslu. Það fæst hins veg­ar ekki í Nor­egi þar sem samþætt virðiskeðja er bönnuð.

„Þetta veld­ur aug­ljós­lega fisk­vinnslu þar í landi mikl­um erfiðleik­um þar sem fram­boð á fiski, sem jafn­framt get­ur verið í mis­mikl­um gæðum, get­ur verið mjög mikið yfir stutt tíma­bil. Störf­in eru því árstíðabund­in, auk þess sem ekki er hægt að sinna kröf­um ein­stakra markaða all­an árs­ins hring,“ seg­ir í grein­ing­unni.

Skatt­sporið aldrei stærra

Vak­in er at­hygli á því að norski sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ann hafi ný­verið al­farið hafnað hug­mynd­um um auðlinda­gjöld á norsk­an sjáv­ar­út­veg og frek­ar lýst vilja til að styðja við aukna verðmæta­sköp­un þar í landi, sem um sinn skil­ar blóm­legu at­vinnu­lífi í sjáv­ar­byggðum og bætt­um skil­yrðum til bú­setu.

„Hér á landi virðist megin­áhersla sumra stjórn­mála­flokka vera á aukna skatt­lagn­ingu, í stað þess að hlúa bet­ur að þeim þátt­um sem mest verðmæti skapa fyr­ir sam­fé­lagið í heild sinni. Staða Íslands er öf­undsverð, enda hef­ur verðmæta­sköp­un Íslend­inga úr sjáv­ar­auðlind­inni aldrei verið meiri en á und­an­förn­um árum og sam­hliða því hef­ur skatt­spor ís­lensks sjáv­ar­út­vegs aldrei verið stærra,“ seg­ir í grien­ing­unni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.8.25 542,81 kr/kg
Þorskur, slægður 29.8.25 651,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.8.25 324,78 kr/kg
Ýsa, slægð 29.8.25 206,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.8.25 207,05 kr/kg
Ufsi, slægður 29.8.25 228,44 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 29.8.25 209,85 kr/kg
Litli karfi 20.8.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.25 191,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.8.25 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 3.299 kg
Samtals 3.299 kg
30.8.25 Gaffallinn EA 0 Sjóstöng
Þorskur 267 kg
Ufsi 82 kg
Ýsa 48 kg
Karfi 20 kg
Keila 5 kg
Langa 5 kg
Samtals 427 kg
30.8.25 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 213 kg
Karfi 98 kg
Ufsi 44 kg
Samtals 355 kg
30.8.25 Björn EA 220 Þorskfisknet
Þorskur 1.600 kg
Samtals 1.600 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.8.25 542,81 kr/kg
Þorskur, slægður 29.8.25 651,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.8.25 324,78 kr/kg
Ýsa, slægð 29.8.25 206,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.8.25 207,05 kr/kg
Ufsi, slægður 29.8.25 228,44 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 29.8.25 209,85 kr/kg
Litli karfi 20.8.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.25 191,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.8.25 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 3.299 kg
Samtals 3.299 kg
30.8.25 Gaffallinn EA 0 Sjóstöng
Þorskur 267 kg
Ufsi 82 kg
Ýsa 48 kg
Karfi 20 kg
Keila 5 kg
Langa 5 kg
Samtals 427 kg
30.8.25 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 213 kg
Karfi 98 kg
Ufsi 44 kg
Samtals 355 kg
30.8.25 Björn EA 220 Þorskfisknet
Þorskur 1.600 kg
Samtals 1.600 kg

Skoða allar landanir »