Fylltu 2.000 fötur með jólasíld

Matt Garner, Davíð Óskarsson og Elmar Hrafn Óskarsson, starfsmenn Ísfélagsins, …
Matt Garner, Davíð Óskarsson og Elmar Hrafn Óskarsson, starfsmenn Ísfélagsins, afhenda glaðbeittum bæjarbúa í Vestmannaeyjum góðan skammt af ljúffengri síld að hætti hússins. Ljósmynd/Ísfélagið

Sú skemmtilega hefð hefur orðið til hjá Ísfélaginu að ár hvert útbúa starfsmenn kynstrin öll af jólasíld að hætti hússins.

Björn Brimar Hákonarson er framleiðslustjóri hjá frystihúsinu í Vestmannaeyjum og sagði hann í umfjöllun desember blaðs 200 mílna að rekja megi hefðina a.m.k. aftur til ársins 2005. „Það getur nefnilega vel verið að jólasíld hafi verið framleidd hjá Ísfélaginu fyrir mína daga en þegar ég kem hingað til starfa árið 2005 var þetta ekki stundað og urðum við Ægir Páll Friðbertsson, þáverandi framkvæmdastjóri, sammála um að það gæti verið hið prýðilegasta framtak – fyrst við erum að framleiða síld stóran hluta ársins – að gera meira úr hráefninu og eiga til góða marineraða síld ofan á rúgbrauð.“

Síldin er löguð í samræmi við leiðbeiningar sem finna má í eldgamalli uppskriftabók sem gefin var út af Síldarútvegsnefnd (SÚN) en bókin fannst uppi í hillu á skrifstofu útgerðarinnar. „Þar er uppskrift sem útskýrir í þaula hvernig á að salt- og edikverka síldarbita. Þegar bitarnir eru klárir eru þeir síðan marineraðir í kryddblöndu sem hefur verið í stöðugri þróun undanfarna tvo áratugi,“ útskýrir Björn.

Í gegnum árin hefur komist gott skipulag á jólasíldargerðina og er það Hildur Zoega Stefánsdóttir verkstjóri sem leiðir þetta sérverkefni. „Hún annast líka þróunarstarfið og á hverju ári gerir hún tilraunir með uppskriftir og reynir að gera góða jólasíld enn betri.“

Hildur Zoega Stefánsdóttir stýrir ferlinu, sem kallar á töluverða nákvæmni.
Hildur Zoega Stefánsdóttir stýrir ferlinu, sem kallar á töluverða nákvæmni. Ljósmynd/Ísfélagið

Allir komu með hraðsuðuketil

Að sögn Björns er alla jafna notuð síld úr norsk-íslenska stofninum enda er hún feitari en íslenska síldin og verður því mýkri og bragðbetri eftir edikverkun. „Veiðar hefjast fyrri part haustsins og reynum við að taka jólasíldina úr síðasta farminum og þurfum við um það bil tvö tonn af síldarbitum til að eiga nóg til að fylla 2.000 fötur fyrir starfsfólk, bæjarbúa, önnur útgerðarfélög og góðvini, en það tekur hóp starfsmanna heila helgi að blanda marineringuna og vigta síldarbita í fötur.“

Björn minnir á að marineruð síld sé ekki bara góður jólamatur heldur holl og handhæg fæða sem fólk ætti helst að njóta árið um kring. „Síldin er rík af omega-3-fitusýrum og öðrum næringarefnum, og er þar að auki góður próteingjafi og jaðrar við að megi kalla marineraða síld ofurfæðu,“ segir hann.

Umfjöllunina um jólasídlina má lesa í heild sinni í desemberblaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »