Fagna fyrirheitum um 48 daga

Strandveiðibáturinn Sóley ÞH landar á vertíðinni á Húsavík.
Strandveiðibáturinn Sóley ÞH landar á vertíðinni á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins boðar hertar kröfur um gagnsæi í eignarhaldi og skerpt á skilgreiningu tengdra aðila. Jafnframt segist hin nýja ríkisstjórn ætla að tryggja strandveiðibátum 48 veiðidaga, þ.e.a.s. tólf daga í hverjum mánuði sem strandveiðar eru heimilaðar.

Að öðru leiti er ekki greint frá frekari breytingum hvað sjávarútveginn varðar í stjórnarsáttmálanum, en nefnd „réttlát“ auðlindagjöld.

Texti sáttmálans er stuttur og því með öllu óljóst hvernig verði staðið að fyrirhuguðum breytingum og hvernig þær munu á endanum líta út.

10% aflaheimilda í þorski

Á samfélagsmiðlum hafa strandveiðisjómenn fagnað áformum ríkisstjórnarinnar um að tryggja þeim 48 veiðidaga sem skiptast í tólf daga í maí, júní, júlí og ágúst í samræmi við þann ramma sem settur er í gildandi lögum. Hingað til hefur Fiskistofa stöðvað veiðarnar þegar veiðiheimildir sem veiðunum er ráðstafað klárast.

Ætla má, miðað við aflabrögð síðustu strandveiðivertíða og fjölda báta, að veiðarnar þurfi ríflega 20 þúsund tonna þorsksvóta svo að allir bátar geti fullnýtt veiðidaga sína. Það er um tíu prósent heildarkvóta í þorski síðustu ár.

Uppi hafa verið hugmyndir um að taka strandveiðarnar út fyrir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla, en fátt bendir til þess að pólitísk samstaða gæti myndast um slíkt. Meiri líkur eru um að stefnt verði að koma í gegnum Alþingi strax á nýju ári breytingar á lögum sem felur í sér að gengið verði á 5,3% heildarkvótans sem ráðstafað er atvinnu- og byggðakvóta.

Hvað er tengdur aðili?

Um árabil hefur verið rætt um að breyta skilgreiningu á tengdum aðilum í sjávarútvegi og lagðar til fjöldi tillagna.

Var í skýrslu sem unnin var 2020 fyrir Kristján Þór Júlíusson, þáverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsrápherra, að innleiða þyrfti í lög skilgreiningu sem fól í sér að hjón, sambúðarfólk og börn yrðu skilgreind sem tengdir aðilar. Jafnframt að farið yrði yfir það hvað fælist í „raunverulegum yfirráðum“.

Einnig var fjallað um þessa þætti í skýrslu Auðlindarinnar okkar, stefnumótunarverkefni Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi matvælaráðherra.

Skilgreining nýrrar ríkisstjórnar er með öllu óljós sem stendur.

Þá boðaði Samfylkingin hækkun auðlindagjalda á sjávarútveginn, veiðigjöld, en í stjórnarsáttmálanum segir: „Með mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélags.“

Hvað ríkisstjórnin mun nákvæmlega gera í sambandi við veiðigjöldin eru nokkuð á huldu en líklegt er að gjöldin verða hækkuð. Samfylkingin boðaði þó einnig þrepaskiptingu veiðigjalda til að hlifa smærri útgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.3.25 546,29 kr/kg
Þorskur, slægður 9.3.25 560,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.3.25 318,44 kr/kg
Ýsa, slægð 9.3.25 269,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.3.25 254,08 kr/kg
Ufsi, slægður 9.3.25 293,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 9.3.25 226,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.3.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 94 kg
Ufsi 19 kg
Grásleppa 4 kg
Samtals 117 kg
10.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.877 kg
Ýsa 367 kg
Karfi 12 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 2.263 kg
10.3.25 Hafborg EA 152 Dragnót
Þorskur 1.708 kg
Skarkoli 1.082 kg
Steinbítur 783 kg
Ýsa 153 kg
Samtals 3.726 kg
10.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 360 kg
Keila 357 kg
Steinbítur 274 kg
Hlýri 183 kg
Ýsa 175 kg
Samtals 1.349 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.3.25 546,29 kr/kg
Þorskur, slægður 9.3.25 560,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.3.25 318,44 kr/kg
Ýsa, slægð 9.3.25 269,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.3.25 254,08 kr/kg
Ufsi, slægður 9.3.25 293,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 9.3.25 226,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.3.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 94 kg
Ufsi 19 kg
Grásleppa 4 kg
Samtals 117 kg
10.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.877 kg
Ýsa 367 kg
Karfi 12 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 2.263 kg
10.3.25 Hafborg EA 152 Dragnót
Þorskur 1.708 kg
Skarkoli 1.082 kg
Steinbítur 783 kg
Ýsa 153 kg
Samtals 3.726 kg
10.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 360 kg
Keila 357 kg
Steinbítur 274 kg
Hlýri 183 kg
Ýsa 175 kg
Samtals 1.349 kg

Skoða allar landanir »