„Við erum afskaplega ánægð“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, kveðst ánægður með að ríkisstjórnin …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, kveðst ánægður með að ríkisstjórnin hyggst tryggja strandveiðibátum 48 veiðidaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum afskaplega ánægð með að það sé búið að staðfesta að verði 48 dagar á strandveiðum á næsta ári og það verður væntanlega til framtíðar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS), inntur álits á stjórnarsáttmála Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.

Í stjórnarsáttmálanum er segir berum orðum „ríkisstjórnin mun tryggja 48 daga til strandveiða“ og er með því átt við að strandveiðibátum verði tryggðir veiðar þá 12 veiðidaga í hverjum mánuði strandveiðitímabilsins, það er maí til og með ágúst.

 „Við höfum barist fyrir þessu allt frá því að það var ákveðið að breyta strandveiðikerfinu 2018. Fyrstu árin, 2018 og 2019, voru þannig að veiðarnar voru tólf daga í hverjum mánuði, en síðustu árin hefur þeim lokið um miðjan júlí. Núna munu menn geta verið vissir um að geta stundað veiðar allan júlí og allan ágúst í þá tólf daga sem heimilaðir eru í þessu veiðikerfi,“ segir Örn.

Vísar hann til þess að undanfarin ár hefur Fiskistofa stöðvað strandveiðar þegar veiðiheimildir sem veiðunum er ráðstafað klárast. Hafa strandveiðisjómenn á Norður- og Austurlandi kvartað vegna þessa þar sem þeir segja veiðar stöðvaðar um það bil á þeim tíma er stóri þorskurinn sé að ganga inn á grunnslóð á þessum svæðum.

Til að mæta vanda strandveiðisjómanna á þessum svæðum hefur um nokkurt skeið verið rætt um að innleiða á ný svæðisskiptingu strandveiða eins og var fram til ársins 2018, til að tryggja jafnt aðgengi að auðlindinni óháði því hvaðan strandveiðisjómenn róa.

Með því að allir strandveiðibátar fái 48 veiðidaga sé hins vegar þessi umræða úr sögunni útskýrir Örn. „Þar með er búið að tryggja jafnræði milli allra landshluta.“

Engar áhyggjur

Örn kveðst ekki hafa neinar áhyggjur af því að ekki verði staðið við þessi fyrirheit þó svo að ekki komi fram í stjórnarsáttmála hvernig hin nýja ríkisstjórn hyggst sjá til þess að strandveiðisjómenn fái umrædda 48 daga.

„Þegar þetta er komið í stjórnarsáttmála með þessum hætti tel ég að kerfið verði óbreytt nema þá að ekki verði heimilt að stöðva veiðarnar eins og verið hefur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »