Sviptu Vestmannaey veiðileyfi í 2 vikur

Vestmannaey VE hefur verið svipt veiðileyfi í tvær vikur vegna …
Vestmannaey VE hefur verið svipt veiðileyfi í tvær vikur vegna vigtunarbrots sem útgerðin segir mannleg mistök af hálfu bílstjóra Eimskips. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Tog­ar­inn Vest­manna­ey VE-54 sem dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Berg­ur-Hug­inn ehf., ger­ir út hef­ur verið svipt­ur leyfi til veiða í tvær vik­ur fyr­ir vigt­un­ar­brot. Gild­ir ákvörðun Fiski­stofu frá og með 6. janú­ar til og með 19. janú­ar.

Fiski­stofa seg­ir í ákvörðun sinni veiðileyf­is­svipt­ing­una að „um al­var­leg og meiri­hátt­ar brot skip­stjóra og áhafn­ar­meðlima að ræða fram­in af stór­kost­legu gá­leysi, sem hefði leitt til veru­legs ávinn­ings fyr­ir málsaðila hefðu þau ekki kom­ist upp“. Vegna þessa kveðst Fiski­stofa ekki ástæðu til að áminna eða veita lág­marks­leyf­is­svipt­ingu þrátt fyr­ir að um sé að ræða fyrsta brot.

Málsaðili tel­ur hins veg­ar ekki neinn ásetn­ing hafa legið að baki þess að bíl­stjóri á veg­um Eim­skips hafi ekið á brott með rúm tíu tonn af ýsu held­ur hafi verið um mann­leg mis­tök að ræða sem leiddi til þess að bíl­stjór­inn fór ekki á bíl­vog og fékk ekki vigt­un­ar­nótu.

Í ákvörðun­inni seg­ir Fiski­stofa það hins veg­ar ekki skipta máli þar sem ábyrgðin á því að afli sé vigtaður á herðum skip­stjóra.

Ók af stað til Dal­vík­ur

Fram kem­ur í máls­gögn­um að Fiski­stofu hafi borist ábend­ing frá hafn­ar­verði í Nes­kaupstað að 5. des­em­ber 2023 hafi afla úr Vest­manna­ey verið ekið frá lönd­un­arstað án þess að hafa átt viðkomu á hafn­ar­vog.

Í skýrslu veiðieft­ir­lits­manns Fiski­stofu er haft eft­ir vigt­ar­manni að skipið hafi lagst við bryggju í Nes­kaupstað um klukk­an 19:30 til lönd­un­ar. Tveir lög­gilt­ir vigt­ar­menn hafi staðið að fram­kvæmd vigt­un­ar, einn á pall­vog á bryggju en hinn á bíl­vog. Stýri­maður Vest­manna­eyj­ar ásamt tveim­ur há­set­um ísuðu yfir afla til út­flutn­ings og sinntu lönd­un.

Bísltjóri á vegum Eimskips sagði að um mannleg mistök væri …
Bísltjóri á veg­um Eim­skips sagði að um mann­leg mis­tök væri að ræða. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Um hálf ell­efu um kvöldið var vigt­un á meiri­hluta afl­ans lokið og gaf vigt­un­ar­maður­inn á pall­vog fyr­ir­mæli til verk­stjóra lönd­un­ar­geng­is á veg­um Tandra­bergs ehf. að rest­in, 30 kör af ýsu sem átti að flytja til Sam­herja á Dal­vík, yrði öll vigtuð á bíla­vog­inni. Seg­ir hann eng­ar at­huga­semd­ir hafa verið gerðar við það.

Skömmu síðar voru báðir vigt­un­ar­menn við bíla­vog­ina og þegar vigt­un afla í ein­um flutn­inga­bíl var lokið kom fram í spjalli þeirra við bil­stjóra um síðasti bíl­inn sem átti að sækja hin fyrr­nefndu 30 kör af ýsu væri þegar mætt­ur, og að hann væri að taka kör­in sem væru þegar vigtuð að sögn bíl­stjór­ans. Var vigt­ar­manni brugðið og hélt hann um leið niður að bryggju, eng­inn bíl var þó þar og afl­inn far­inn af stað til Dal­vík­ur.

Segja skip­stjóra bera ótak­markaða ábyrgð

Ákváðu vigt­un­ar­menn að til­kynna málið til lög­reglu sem mætti og hóf leit að bíl­stjóra flutn­inga­bíls­ins með 30 kör af óvigtaðri ýsu, alls 10,6 tonn. Tókst að finna öku­mann­inn sem sagði um mann­leg mis­tök að ræða, gleymska hafi or­sakað að hann ók af stað.

Upp úr miðnætti var flutn­inga­bíll­inn mætt­ur á ný til Nes­kaupstaðar þar sem afl­inn var vigtaður.

Fiski­stofa vís­ar til þess að fyrsta máls­grein ní­undu grein­ar laga um um­gengni um nytja­stofna sjáv­ar seg­ir: „Skip­stjóra fiski­skips er skylt að halda afla um borð í skipi sínu aðgreind­um eft­ir teg­und­um. Verði því ekki komið við vegna smæðar báts skal afli aðgreind­ur eft­ir teg­und­um við lönd­un. Skip­stjóra fiski­skips er skylt að láta vigta hverja teg­und sér­stak­lega. […] Skip­stjóra ber að tryggja að rétt­ar og full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar um afl­ann ber­ist til vigt­ar­manns.“

Féllst ekki á rök málsaðila

Málsaðili ger­ir hins veg­ar at­huga­semd­ir við niður­stöðu Fiski­stofu og seg­ir að ljóst sé að um mann­leg mis­tök er að ræða af hálfu bíl­stjóra flutn­inga­bíls­ins rétt eins og ökumaður­inn sjálf­ur viður­kenndi í sam­ræðum sín­um við lög­reglu um­rætt kvöld. Þar af leiðandi sé ekki um brot að ræða af hálfu skip­stjór­ans af ásetn­ingi eða gá­leysi.

Einnig er bent á að ann­ar vigt­un­ar­maður­inn hafi yf­ir­gefið bryggj­una og hans að tryggja að skila­boð bær­ust með óyggj­andi hætti til skip­stjóra um að afl­inn skyldi send­ur á bíl­vog og að hann væri ekki leng­ur að manna vog­ina við hlið skips­ins.

Vísaði málsaðili einnig til þess að ábyrgð skip­stjóra gæti ekki átt við í mál­inu eins og máls­at­vik­um er lýst enda sé vigt­un afl­ans und­ir eft­ir­liti og á ábyrgð hafn­ar­inn­ar. Það hafi verið ákvörðun vigt­ar­manns­ins um að yf­ir­gefa hafn­ar­vog sem leiddi til þess að smá­vægi­leg­ur hluti afl­ans varð ekki vigtaður, en mis­tök bíl­stjór­ans eru sögð af­leiðing ákvörðun­ar­inn­ar.

Fiski­stofa féllst ekki á þessi rök og komst að fyrr­nefndri niður­stöðu að henni bæri að veiðileyf­is­svipta tog­ar­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.2.25 549,05 kr/kg
Þorskur, slægður 27.2.25 467,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.2.25 321,53 kr/kg
Ýsa, slægð 27.2.25 250,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.2.25 246,04 kr/kg
Ufsi, slægður 27.2.25 258,51 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 27.2.25 157,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.2.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Karfi 18.507 kg
Ýsa 14.570 kg
Samtals 33.077 kg
27.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.736 kg
Þorskur 965 kg
Langa 88 kg
Steinbítur 54 kg
Ufsi 37 kg
Keila 24 kg
Samtals 4.904 kg
27.2.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.890 kg
Ýsa 2.158 kg
Steinbítur 44 kg
Keila 43 kg
Langa 9 kg
Samtals 13.144 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.2.25 549,05 kr/kg
Þorskur, slægður 27.2.25 467,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.2.25 321,53 kr/kg
Ýsa, slægð 27.2.25 250,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.2.25 246,04 kr/kg
Ufsi, slægður 27.2.25 258,51 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 27.2.25 157,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.2.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Karfi 18.507 kg
Ýsa 14.570 kg
Samtals 33.077 kg
27.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.736 kg
Þorskur 965 kg
Langa 88 kg
Steinbítur 54 kg
Ufsi 37 kg
Keila 24 kg
Samtals 4.904 kg
27.2.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.890 kg
Ýsa 2.158 kg
Steinbítur 44 kg
Keila 43 kg
Langa 9 kg
Samtals 13.144 kg

Skoða allar landanir »