Ís á höfninni en bátarnir senn á útleið

Steinunn SH heldur til veiða á þriðjudag að sögn Odds …
Steinunn SH heldur til veiða á þriðjudag að sögn Odds Orra Brynjarssonar skipstjóra. mbl.is/Alfons Finnsson

Fiskvinnslan í landinu fer aftur á fullt í næstu viku en togarar eru nú margir farnir á sjó. Smærri bátar eru að tínast út og í Ólafsvík reikna karlarnir á bátunum með því að fara í fyrstu róðra ársins í næstu viku. Kalt hefur verið á Snæfellsnesi síðustu daga og lagnaðarís er á höfninni í Ólafsvík sem er líkt og flísalögð, úr lofti séð.

„Útlitið er gott,“ segir Oddur Orri Brynjarsson, skipstjóri á Steinunni SH 167, í Morgunblaðinu í dag. „Strákarnir í áhöfninni eru sumir á Kanaríeyjum en eru á heimleið. Ég geri ráð fyrir að við förum út á þriðjudaginn í næstu viku og verðum til að byrja með hér frammi á Brún eða vestur á Kanti. Þetta eru heimamið Ólafsvíkurbáta; hefðbundin slóð á vetrarvertíð. Til að byrja með verður aflinn væntanlega þorskur, ýsa og ufsi í einhverri blöndu. Þegar kemur svo fram í febrúar og loðna fer að gera vart við sig verður sá guli meira áberandi.“

Í Ólafsvík hafa, auk Steinunnar SH, nú síðustu dagana legið inni dragnótabátarnir Guðmundur Jensson SH, Egill SH og Sveinbjörn Jakobsson SH.

„Við á þessum stærri bátum hér í Ólafsvík fylgjumst gjarnan að og fiskum oft á sömu miðum. Annars ræður kvótastaðan alltaf mestu um hvernig menn haga sinni sókn og svo auðvitað veðráttan,“ segir Oddur Orri skipstjóri. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.1.25 518,55 kr/kg
Þorskur, slægður 5.1.25 629,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.1.25 402,79 kr/kg
Ýsa, slægð 5.1.25 398,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.1.25 223,86 kr/kg
Ufsi, slægður 5.1.25 310,90 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 5.1.25 219,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 7.302 kg
Þorskur 2.233 kg
Steinbítur 340 kg
Langa 32 kg
Samtals 9.907 kg
4.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.952 kg
Ýsa 976 kg
Ufsi 30 kg
Keila 27 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 14.996 kg
4.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 327 kg
Keila 104 kg
Hlýri 40 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 491 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.1.25 518,55 kr/kg
Þorskur, slægður 5.1.25 629,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.1.25 402,79 kr/kg
Ýsa, slægð 5.1.25 398,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.1.25 223,86 kr/kg
Ufsi, slægður 5.1.25 310,90 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 5.1.25 219,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 7.302 kg
Þorskur 2.233 kg
Steinbítur 340 kg
Langa 32 kg
Samtals 9.907 kg
4.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.952 kg
Ýsa 976 kg
Ufsi 30 kg
Keila 27 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 14.996 kg
4.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 327 kg
Keila 104 kg
Hlýri 40 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 491 kg

Skoða allar landanir »