„Þetta er svo mikil bull umræða“

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir gagnrýni SFS á áform …
Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir gagnrýni SFS á áform um auknar strandveiðar lélegan áróður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segist ekki skilja þá gagnrýni sem viðruð hefur verið undanfarna daga vegna áforma ríkisstjórnarinnar að tryggja öllum strandveiðibátum 48 veiðidaga í sumar.

„Ég botna hvorki upp né niður í þessum endalausu látum stórútgerðarinnar vegna smábátaveiða. Það er nú kannski eitthvað sem maður býst við enda hef ég upplifað þetta í 40 ár að þeir fari upp á afturlappirnar ef á að gera eitthvað fyrir trillukarla,“ segir Arthur.

„Eru þetta ekki sömu aðilar og veiddu 1,3 milljónir tonna af þorski umfram ráðleggingar fiskifræðinga árunum 1974 til 1994? Þeir tala um að það fari allt á hliðina á Íslandi ef trillukarlar fá að veiða nokkur þúsund tonnum meira en þeir hafa gert undanfarin ár.“

Strandveiðibátar hafa tólf daga til veiða í hverjum mánuði veiðitímabilsins – maí, júní, júlí og ágúst – en veiðarnar hafa verið stöðvaðar þegar veiðiheimildir sem veiðunum er ráðstafað klárast. Síðastliðið sumar voru strandveiðar stöðvaðar um miðjan júlí eftir að bátarnir höfðu landað um tólf þúsund tonnum af þorski.

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa heitið því að tryggja öllum strandveiðibátum tólf veiðidaga alla mánuði veiðitímabilsins.

Herðist í trúnni

Í síðustu viku sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), að rétt væri að „gjalda mikinn varhug við strandveiðum og allri aukningu kvóta í þágu slíkra veiða.“

Fullyrti hún að auknar veiðiheimildir til strandveiða verða aðeins gefnar út á kostnað annarra útgerða og að afli úr strandveiðum skili þjóðarbúinu minni verðmætasköpun og útflutningstekjur.

Spurður hvort hann telji gagnrýnina líklega til að hafa áhrif á áform ríkisstjórnarinnar, svarar hann því neitandi. „Nei, ég hef frekar trú á því að þær herðist í trúnni. Hef ekki nokkra trú á að þetta haggi við einu né neinu.“

SFS óttist að missa sjómenn

Arthur kveðst ekki gefa lítið fyrir gagnrýni SFS. „Ég gef akkúrat ekki neitt fyrir hana. Þetta er bara lélegur áróður.“

„Þeir reyna til dæmis að koma því í umræðuna að þetta sé lélegt hráefni [sem strandveiðibátar veiða]. Hvernig má það vera, er ekki flotinn að veiða á þessum tíma? Eru ekki einhverjir togarar á sjó og eru ekki dragnótarbátar, sem SFS hefur komið inn í alla firði og flóa, á veiðum? Veit fiskurinn að þetta sé dragnót sem er verið að veiða með og passar að í veiðarfærin syndi bara fiskur ekki með orm? Þetta er svo mikil bull umræða og framsetning að það er ekki hægt að taka þátt í þessu,“ segir Arthur.

„Auðvitað er misjafn fiskur alveg sama á hvaða árstíma það er. Hvenær er besti fiskurinn spyr ég, er það fiskur sem veiddur er að vetri þegar hann er lausastur í holdum, er það eftirsóknarverðasti fiskurinn til vinnslu?“

Hann segir rök SFS ekki útskýra hvers vegna samtökin séu mótfallin auknum strandveiðum og kallar eftir frekari skýringum. „Ég held þetta sé vegna aðsóknar góðra sjómanna í strandveiðarnar. Það kom fram fyrir löngu í máli SFS að það væri vont að missa menn í þessar veiðar, en mönnum á að vera það frjálst að stunda þær ef þeir svo vilja.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.1.25 594,90 kr/kg
Þorskur, slægður 7.1.25 621,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.1.25 387,64 kr/kg
Ýsa, slægð 7.1.25 395,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.1.25 248,75 kr/kg
Ufsi, slægður 7.1.25 332,53 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 7.1.25 305,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.1.25 Skúli ST 75 Línutrekt
Þorskur 6.833 kg
Ýsa 38 kg
Steinbítur 5 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.879 kg
7.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Þorskur 2.274 kg
Ýsa 349 kg
Samtals 2.623 kg
7.1.25 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Þorskur 4.026 kg
Ýsa 2.784 kg
Karfi 70 kg
Hlýri 32 kg
Ufsi 6 kg
Keila 3 kg
Samtals 6.921 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.1.25 594,90 kr/kg
Þorskur, slægður 7.1.25 621,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.1.25 387,64 kr/kg
Ýsa, slægð 7.1.25 395,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.1.25 248,75 kr/kg
Ufsi, slægður 7.1.25 332,53 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 7.1.25 305,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.1.25 Skúli ST 75 Línutrekt
Þorskur 6.833 kg
Ýsa 38 kg
Steinbítur 5 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.879 kg
7.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Þorskur 2.274 kg
Ýsa 349 kg
Samtals 2.623 kg
7.1.25 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Þorskur 4.026 kg
Ýsa 2.784 kg
Karfi 70 kg
Hlýri 32 kg
Ufsi 6 kg
Keila 3 kg
Samtals 6.921 kg

Skoða allar landanir »