„Ég er á margan hátt nokkuð bjartsýnn“

Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Vilhelm Þoirsteinsson.
Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Vilhelm Þoirsteinsson. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Það mik­il­væg­asta í umræðunni um ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg er alþjóðleg sam­keppn­is­hæfni hans, seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja í færslu á vef út­gerðar­inn­ar.

„Ég er á marg­an hátt nokkuð bjart­sýnn á árið. Ný rík­is­stjórn seg­ir brýnt að auka verðmæta­sköp­un og stöðug­leika í efna­hags­líf­inu, sem ég tek heils­hug­ar und­ir. Lyk­il­atriði í þess­um efn­um er að út­flutn­ings­grein­ar okk­ar séu sam­keppn­is­hæf­ar á alþjóðleg­um mörkuðum. Ég tel að sjáv­ar­út­veg­ur geti lagt tölu­vert af mörk­um til þessa mik­il­væga mark­miðs og von­andi ber okk­ur gæfu til að at­vinnu­grein­in geti átt gott og ár­ang­urs­ríkt sam­starf við stjórn­völd um aukna verðmæta­sköp­un í út­gerð, fisk­vinnslu og fisk­eldi,“ seg­ir hann.

Útskýr­ir Þor­steinn að Sam­herja hafi tek­ist að hafa vinnsl­una starf­andi alla virka daga síðasta árs, nema tvo daga í nóv­em­ber sök­um veðurs.

Markaður­inn kall­ar eft­ir því að það sé stöðugt fram­boð afurða alla daga árs­ins að sögn hans. en um nokk­urt skeið hef­ur verið rætt um mik­il­vægt sam­keppn­is­for­skot sem mynd­ast við að geta tryggt viðskipta­vin­um stöðug­leika í af­hend­ingu afurða.

„Þessa dag­ana nýt­um við til dæm­is allt það pláss sem gefst í flugi frá land­inu til að koma afurðum okk­ar til kaup­enda. Fersk­ur ís­lensk­ur fisk­ur var kom­inn á diska neyt­enda 4. janú­ar.“

Kem­ur fram í færsl­unni að ís­fisk­tog­ar­ar Sam­herja héldu til veiða skömmu eft­ir miðnætti fimmtu­dag­inn 2. janú­ar 2025 og vinnsla í land­vinnsl­um fé­lags­ins hófst um morg­un­inn. Upp­sjáv­ar­skipið Vil­helm Þor­steins­son og frysti­tog­ar­inn Snæ­fell fóru til veiða 3. janú­ar.

Keppa við lág­launa­svæði

„Víða um land eru kraft­mik­il sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki með fjölda fólks í vel launuðum heils­árs­störf­um. Und­ir er ekki aðeins lífsaf­koma sjó­manna og starfs­fólks í landi held­ur einnig rekst­ur þeirra fyr­ir­tækja sem þjón­usta sjáv­ar­út­veg­inn,“ seg­ir Þor­steinn.

Bend­ir hann á að stærstu hvít­fisk­vinnsl­ur séu nú að finna í Póllandi og Kína þar sem launa­kostnaður er aðeins brot af launa­kostnaði fyr­ir­tækja á Íslandi. „Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er að velta inn­an við 400 millj­örðum króna á meðan sjáv­ar­út­veg­ur­inn í Nor­egi velt­ir um 2.300 millj­örðum króna. Við erum með öðrum orðum ekki stór í þess­um sam­an­b­urði.“

„Verðmæta­sköp­un­in bygg­ist meðal ann­ars á flók­inni og tækni­legri vinnslu, bæði til sjós og lands. Tækni­fram­far­ir og fjár­fest­ing­ar eru for­send­ur sam­keppn­is­hæfni og fyr­ir­tæk­in þurfa að tryggja viðskipta­vin­um sín­um gæðaaf­urðir alla daga árs­ins. Þess­ar staðreynd­ir skul­um við hafa í huga í allri umræðunni, sem á það til að fara út og suður,“ seg­ir Þor­steinn í færsl­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.8.25 449,08 kr/kg
Þorskur, slægður 22.8.25 636,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.8.25 266,15 kr/kg
Ýsa, slægð 22.8.25 140,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.25 165,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.8.25 165,82 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 22.8.25 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 22.8.25 105,89 kr/kg
Litli karfi 20.8.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.8.25 Glissa ST 720 Handfæri
Þorskur 848 kg
Samtals 848 kg
23.8.25 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 3.977 kg
Samtals 3.977 kg
23.8.25 Sólrún EA 151 Lína
Þorskur 8.013 kg
Ýsa 843 kg
Hlýri 451 kg
Keila 60 kg
Steinbítur 51 kg
Karfi 40 kg
Samtals 9.458 kg
23.8.25 Vonin NS 41 Handfæri
Ufsi 15 kg
Samtals 15 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.8.25 449,08 kr/kg
Þorskur, slægður 22.8.25 636,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.8.25 266,15 kr/kg
Ýsa, slægð 22.8.25 140,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.25 165,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.8.25 165,82 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 22.8.25 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 22.8.25 105,89 kr/kg
Litli karfi 20.8.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.8.25 Glissa ST 720 Handfæri
Þorskur 848 kg
Samtals 848 kg
23.8.25 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 3.977 kg
Samtals 3.977 kg
23.8.25 Sólrún EA 151 Lína
Þorskur 8.013 kg
Ýsa 843 kg
Hlýri 451 kg
Keila 60 kg
Steinbítur 51 kg
Karfi 40 kg
Samtals 9.458 kg
23.8.25 Vonin NS 41 Handfæri
Ufsi 15 kg
Samtals 15 kg

Skoða allar landanir »