Séraðgerðasveit LHG á leiðinni norður

Frá vettvangi á Akureyri nú síðdegis.
Frá vettvangi á Akureyri nú síðdegis. mbl.is/Þorgeir

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar er nú á leið norður og verður fyrsta verk hennar að kanna hvort hluturinn sem Björg EA kom til hafnar með í morgun sé tundurdufl. Sé það raunin mun næsta skref vera að eyða því.

Þetta segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við 200 mílur.

Greint var frá því á vef Samherja í dag að áhöfnin á skipinu hefði fyrst talið að um gamla tunnu væri að ræða en síðan hafi vaknað grunur um að þetta væri tundurdufl/djúpsprengja. Var fiskvinnsla Útgerðarfélags Akureyringa rýmd vegna þessa.

Tundurdufl er sprengja sem komið er fyrir í hafi og er ætlað að granda kafbátum eða skipum. Miklum fjölda slíkra sprengja var komið fyrir í hafinu umhverfis Ísland og víðar um Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni og eru þessar sprengjur enn sjófarendum til ama þó liðnir séu tæpir átta áratugir frá stríðslokum.

Yfirleitt eytt úti á hafi

„Það var haft samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna íslensks fiskiskips sem kom til Akureyrar fyrr í dag hafði fengið það sem séraðgerðasveitin telur að sé djúpsprengja (tundurdufl). Séraðgerðasveitin er á leiðinni norður og reynist þetta vera djúpsprengja eins og talið er er það næsta verk séraðgerðasveitarinnar að eyða henni,“ segir Ásgeir.

Hann útskýrir að oftast þegar svona sprengjur fari í veiðarfæri sé farið með þær út á sjó þar sem þeim er eytt.

„Þá er reynt að finna heppilegan stað með nægu dýpi og sprengjan þá sprengd.“

Minnir Ásgeir á að enn eigi eftir að skoða hlutinn til að ganga úr skugga um hvers konar hlut sé að ræða. Þegar greiningu er lokið mun séraðgerðasveitin í samráði við lögreglu meta næstu skref. Málið er á forræði lögreglunnar þar sem hluturinn er kominn á land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 591,90 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 343,19 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 279,20 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 2.069 kg
Ýsa 1.002 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.073 kg
8.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 3.217 kg
Ýsa 887 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 11 kg
Samtals 4.130 kg
8.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 8.605 kg
Ýsa 1.566 kg
Langa 1.038 kg
Samtals 11.209 kg
8.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.489 kg
Þorskur 476 kg
Keila 39 kg
Steinbítur 11 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 3.022 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 591,90 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 343,19 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 279,20 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 2.069 kg
Ýsa 1.002 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.073 kg
8.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 3.217 kg
Ýsa 887 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 11 kg
Samtals 4.130 kg
8.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 8.605 kg
Ýsa 1.566 kg
Langa 1.038 kg
Samtals 11.209 kg
8.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.489 kg
Þorskur 476 kg
Keila 39 kg
Steinbítur 11 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 3.022 kg

Skoða allar landanir »