Veiðigald á makríl hækkaði um 483%

Veiðigjöld tóku breytingum um áramótin og fylgdi því þó nokkur …
Veiðigjöld tóku breytingum um áramótin og fylgdi því þó nokkur hækkun hjalds á uppsjávarafla, þó mest á makríl. mbl.is/Börkur Kjartansson

Veiðigjöld tóku breyt­ing­um um ára­mót­in og hækk­aði álagn­ing á flest­ar teg­und­ir auk þess sem gjald nú nær til nokkurra teg­und­a sem ekki mynduðu gjald­stofn á síðasta ári.

Útreikningar á til grundvallar veiðigjalds byggja á afkomu veiðanna og sveiflast því gjaldið ár frá ári, en gjöldin hafa hækkað mikið undanfarin ár. Athygli vekur að mesta hlutfallslega hækkun veiðigjalds milli ára að þessu sinni er í tilfelli makríls sem hækkaði um 483% og endaði í 10,43 krónum á kíló.

Heilt yfir eykst álagning á uppsjávartegundir verulega milli ára og er veiðigjald á síld 10,09 krónur á þessu ári sem er 145% hærra en í fyrra. Auk þess hækkaði veiðigjald á loðnu um 86% í 7,29 krónur og kolmunna um 30% í 4,16 krónur.

Af fiskitegundum hækkaði gjald mest í krónum talið í tilfelli grásleppu, úr engu í 11,31 krónu. Ekki hefur verið greitt veiðigjald af grásleppu áður og er ástæða þess að veiðarnar hafa áður fyrr ekki verið stýrðar með kvóta, en tegundin var kvótasett með lagasetningu á síðasta ári.

Þá hækkaði gjald á rækju úr engu í 12,77 krónur. Ástæða þess að tegundin var undaskilin veiðigjaldi á síðasta ári var að niðurstaða útreiknings svokallaðs reiknistofns var neikvæð. Hið sama átti við um grálúðu og gulllax, en veiðigjald hefur verið sett á gulllax árið 2025.

Mikil hækkun á undanförnum árum

Ef litið er til botnfisktegunda verður gjald á þorsk á þessu ári 28,68 krónur sem er 8% hærra en í fyrra. Einnig hækkaði veiðigjald á karfa um 34%, ufsa um 12%, á keilu um 24%, hlýra um 27% og steinbít um 10%. Þá hækkaði gjald á djúpkarfa um 168% og endar í 12,62 krónum á kíló.

Gjald á ýsu lækkar hins vegar um 9% og verður 20,21 krónur auk þess sem veiðigjald á skarkola og skötusel lækkar.

Frá árinu 2022 hefur veiðigjald á allar botnfisktegundir hækkað og er í flestum tilfellum um að ræða helmings hækkun eða meira.

Veiðigjald á hverja veidda langreyði verður 73.832 krónur á þessu ári sem er 5% aukning frá síðasta ári. Einnig hækkaði gjald vegna hrefnuveiða um 5% og verður það 11.797 krónur fyrr hverja hrefnu.

Greiða þarf 737 krónur fyrir hvert tonn af lönduðum sjávargróðri en greiddar voru 702 krónur á síðasta ári.

Ofangreindar breytingar eiga sér stað vegna útreikninga svokallaðs reiknistofns og eru ekki afleiðing stefnubreytingar stjórnvalda.

Uppfært 8. janúar kl 08:15: Í auglýsingu matvælaráðuneytisins í Stjórnartíðindum um veiðigjald á árinu 2025 kom fram að veiðigjald þorsks yrði 26,68 krónur á þessu ári. Sú auglýsing var hins vegar röng og er rétt að veiðigjaldið á þessu ári er 28,68 krónur fyrir þorsk. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 475,79 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 224,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 475,79 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 224,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »