Kaupa Jónu á 400 milljónir

Ísfélag hf. hefur fest kaup á Jónu Eðvalds SF af …
Ísfélag hf. hefur fest kaup á Jónu Eðvalds SF af Skinney-Þinganesi hf. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ísfélag hf. og Skinney-Þinganes hf. hafa gengið frá samkomulagi um kaup nýs sameiginlegs félags á uppsjávarskipinu Jónu Eðvalds SF-200.

Kaupandi Jónu Eðvalds er Horney ehf. Samkvæmt fyrirtækjaskrá var félagið stofnað í desember á síðasta ári. Mun skipið í framhaldinu fá nafnið Júpíter VE.

Fram kemur í fundargerð bæjarráðs Hornafjarðar frá fundi þess í gær að kaupverðið sé 400 milljónir króna, en skipið er selt án aflaheimilda og án veiðarfæra.

Fiskifréttir hafa eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, að til standi að félögin skiptist á að nota skipið. „Þetta er hagræðing má segja; í staðinn fyrir að vera með tvö skip þá erum við með eitt skip saman. Það er ágætt að eiga varaskip ef menn lenda í stórum kvótum eða ef upp koma einhverjar óvæntar aðstæður,“ segir hann í umfjölluninni.

Jóna Eðvalds SF verður Júpíter VE.
Jóna Eðvalds SF verður Júpíter VE. mbl.is/Sigurður Bogi

Skipinu var lagt i haust og áhöfnin færð yfir á Ásgrím Halldórsson SF-250. Nýr Ásgrímur Halldórsson SF-250 hefur þó verið í smíðum hjá Karstenses skipasmíðastöðinni í Póllandi, en þó nokkur töf hefur verið á afhendingu nýs skips sem átti að vera klárt í apríl á síðasta ári.

Áætlanir gera nú ráð fyrir að skipið fari frá Póllandi á starfsstöð skipasmíðastöðvarinnar í Danmörku í maí næstkomandi og það verði afhent Skinney-Þinganesi í nóvember.

Á síðasta ári seldi Skinney-Þinganes einnig Þóri SF. Var kaupandinn Síldarvinnslan og togarinn endurskírður Birtingur NK. Samherji hefur hins vegar verið með Birting á leigu.

Uppfært 14:48 – Fréttin hefur verið uppfærð með orðum sem Stefán Friðriksson lét falla í samtali við Fiskisfréttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 595,04 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 339,31 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,38 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 286,04 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 22.601 kg
Samtals 22.601 kg
8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 60.274 kg
Samtals 60.274 kg
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 595,04 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 339,31 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,38 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 286,04 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 22.601 kg
Samtals 22.601 kg
8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 60.274 kg
Samtals 60.274 kg
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »