Myndskeið: Eyddu tundurduflinu

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefur eytt tundurduflinu sem kom í land með fiskiskipinu Björg EA á Akureyri í gær, að því er segir í tilkynningu Facebook-síðu stofnunarinnar.

Greint var frá því í gær að fiskvinnsluhús Útgerðarfélags Akureyringa var rýmt skömmu eftir hádegi í vegna tundurdufls sem kom í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Fékk togarinn duflið í síðasta holi veiðiferðarinnar en í fyrstu taldi áhöfnin að um gamla tunnu væri að ræða.

Fram kemur í færslu Landhelgisgæslunnar að tundurduflið sem var um 150 kíló hafi í gær verið flutt af hafnarsvæðinu og komið fyrir á öruggi dýpi í Eyjafirði. „Aðgerðir lögreglu og Landhelgisgæslunnar voru umfangsmiklar og loka þurfti hluta hafnarsvæðisins. Duflinu var komið fyrir á hafsbotni en ákveðið var að eyða því við birtingu,“ segir í færslunni.

Í morgun fór síðan séraðgerðasveitin ásamt með björgunarsveitarfólki úr Súlum að staðnum þar sem duflinu hafði verið komið fyrir í gærkvöld og undirbjó eyðingu þess. „Kafað var að tundurduflinu og það svo sprengt laust fyrir klukkan eitt í dag.“

Landhelgisgæslan segir aðgerðina hafa gengið afar vel og þakkar hún lögreglu og björgunarsveitinni Súlum fyrir gott og árangursríkt samstarf.

„Þá hvetur Landhelgisgæslan áhafnir skipa eða báta að hafa samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar ef þær verða varar við torkennilega hluti sem kunna að koma í veiðarfærin svo ganga megi úr skugga um að engin hætta sé til staðar,“ segir í færslunni.

Séraðgerðarsveit Landhelgisgæslunnar eyddi tundurdufli í Eyjafirði í dag í samstarfi …
Séraðgerðarsveit Landhelgisgæslunnar eyddi tundurdufli í Eyjafirði í dag í samstarfi við björgunarsveitina Súlur. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Tundurduflið var um 150 kíló.
Tundurduflið var um 150 kíló. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Kafað var að duflinu og komið fyrir sprengjuefni til að …
Kafað var að duflinu og komið fyrir sprengjuefni til að eyða því. Ljósmynd/Landhelgisgæslan




mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,37 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,22 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 60.274 kg
Samtals 60.274 kg
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,37 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,22 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 60.274 kg
Samtals 60.274 kg
8.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.564 kg
Ýsa 1.694 kg
Hlýri 284 kg
Karfi 194 kg
Samtals 6.736 kg
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg

Skoða allar landanir »