Þorskar undir meðalþyngd fyrri ára

Haustmæling Hafrannsóknastofnunar sýnir að meðalyngd þorsks sé undir meðaltali áranna …
Haustmæling Hafrannsóknastofnunar sýnir að meðalyngd þorsks sé undir meðaltali áranna 1996 til 2024. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Meðalþyngd­ir flestra ár­ganga þorsks mæld­ust und­ir meðaltali ár­anna 1996–2024 í haust­leiðangri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem fram fór 27. sept­em­ber til 29. októ­ber í fyrra, að því er seg­ir í skýrslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um niður­stöður stofn­mæl­ing­ar botn­fiska sem birt hef­ur verið á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Þar seg­ir þó að stofn­vísi­tal­an hafi verið svipuð og und­an­far­in þrjú ár, en er þó yfir meðaltali ár­anna 1996 til 2024. Þá mæld­ist yngsti ár­gang­ur þorsks und­ir meðal­stærð í fjölda en eins árs þorsk­ur er ná­lægt lang­tímameðaltali.

Í skýrsl­unni seg­ir jafn­framt að út­breiðsla þorsks er svipuð og í fyrra. Mest fékkst af þorski djúpt norðvest­ur, norður og aust­ur af land­inu og meira fékkst fyr­ir norðan land en í fyrra

Í leiðangr­in­um tóku tog­ar­arn­ir Breki VE-61 og Þór­unn Sveins­dótt­ir VE-401 þátt í verk­efn­inu ásamt rann­sókna­skip­inu Árna Friðriks­syni HF-200.

Slak­ur ár­gang­ur í ýsu en óvenju stór ufsi

Fram kem­ur að stofn­vísi­tala ýsu sé enn há eins og und­an­far­in tvö ár og sýn­ir áfram­hald­andi sterka stöðu stofns­ins í kjöl­far góðrar nýliðunar. „Árgang­ar ýsu sem nú eru 3–5 ára mæl­ast yfir meðal­stærð en ár­gang­ar 0–3 ára und­ir meðal­stærð í fjölda.“

Þó seg­ir að þessi fyrsta mæl­ing á 2024 ár­gangi ýsu gefi til kynna að hann sé slak­ur. „Árgang­ar 2019–2021 hafa reynst sterk­ir og eru fjölda­vísi­tala 3–5 ára ýsu yfir meðaltali. Hins veg­ar er ár­gang­ar frá 2022 og 2023 und­ir meðaltali.“

Stofnmæling botnfiska að hausti hefur verið framkvæmd með sama hætti …
Stofn­mæl­ing botn­fiska að hausti hef­ur verið fram­kvæmd með sama hætti síðan 1996. Ljós­mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un/​Svan­hild­ur Eg­ils­dótt­ir

Stofn­vísi­tala ufsa mæld­ist svipuð og und­an­far­in fimm ár og er langt und­ir lang­tímameðaltali. Fram kem­ur að hækk­un vísi­töl­unn­ar árin 2014 til 2018 mátti rekja til stórra ár­ganga frá 2012 til 2014. „Vísi­töl­ur ufsa eru oft háar vegna mik­ils afla í fáum tog­um og ör­ygg­is­mörk mæl­ing­anna eru þá há eins og var árin 2004 og 2018.“

Þá sýn­ir lengd­ar­dreif­ing að fjöldi 25 til 35 sentí­metra ufsa er langt yfir meðaltali. „Þessi óvenju háa vísi­tala end­ur­spegl­ast í ald­urs­skiptri vísi­tölu 1 árs ufsa sem má að mestu leyti rekja til einn­ar stöðvar innst í Faxa­flóa og þarf því að taka með fyr­ir­vara. Fjöldi ufsa í öðrum lengd­ar­flokk­um er við eða und­ir lang­tímameðaltali.“

Lækk­andi vísi­töl­ur fleiri stofna

Í skýrsl­unni má lesa að vísi­tala gull­karfa lækkaði en vísi­tala djúpkarfa er hærri en árin tvö á und­an. Nýliðun í þess­um stofn­um er sögð lít­il sem eng­in en það hef­ur verrið staðan um ár­bil. Vísi­tala blálöngu er und­ir lang­tímameðaltali en vísi­tala gulllax mæl­ist há og langt yfir meðaltali ár­anna 1996 til 2024.

Fram kem­ur í færsl­unni á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að „litl­ar breyt­ing­ar eru í vísi­töl­um ým­issa annarra nytja­teg­unda frá því í fyrra og má þar nefna þykkval­úru, stein­bít, hlýra, löngu og keilu. Vísi­tala hlýra er enn langt und­ir lang­tímameðaltali. Vísi­tala ým­issa kald­sjáv­ar­teg­unda held­ur áfram að lækka og er áber­andi lág í nokkr­um teg­und­um.“

Þá kem­ur fram að botn­hiti sjáv­ar á grynnstu stöðvun­um (1 til 200 metra) hafi hækkað fyr­ir vest­an og sunn­an, en farið lækk­andi fyr­ir norðvest­an og norðaust­an. „Greina má lít­ils hátt­ar hækk­un á meðal­hita við botn í kalda djúp­sjón­um (> 400 m) fyr­ir norðvest­an og norðaust­an land.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg
17.3.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 12.596 kg
Steinbítur 627 kg
Skarkoli 293 kg
Grásleppa 74 kg
Sandkoli 44 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 13.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg
17.3.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 12.596 kg
Steinbítur 627 kg
Skarkoli 293 kg
Grásleppa 74 kg
Sandkoli 44 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 13.660 kg

Skoða allar landanir »