Útflutningsverðmæti eldisafurða náði 54 milljörðum króna á síðasta ári og hefur aldrei verið meira, að því er lesa má úr bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir desembermánuð. Í greiningu Radarsins er vakin athygli á þessu og á því að um er að ræða 16% aukningu frá árinu 2023.
Þá var útflutningsverðmæti eldisafurða rúmlega 15% af útflutningsverðmæti sjávarafurða og um 6% af verðmæti vöruútflutnings alls. Þau hlutföll hafa heldur aldrei verið hærri.
Bráðabirgðatölurnar sýna hins vegar ekki nákvæma sundurliðun, en samhliða birtingu gagna um desember voru birtar nákvæmar tölur fyrir nóvember. Þar má sjá að útflutningsvermæti vegna eldislax hafi náð um 40 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2024, en það er um 19% meiri verðmæti en á sama tímabili 2023.
„Laxinn skilaði jafnframt næstmestu útflutningsverðmæti á fyrstu ellefu mánuðum ársins af öllum fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi, en þar er þorskurinn vitaskuld í fyrsta sæti. Útflutningsverðmæti af laxi voru 30% umfram verðmæti af ýsu sem var í þriðja sæti í þessari upptalningu. Laxinn er þar með í yfirburðastöðu í öðru sæti og miðað við framleiðsluhorfur má ætla að bilið breikki enn frekar á næstu árum,“ segir í greiningu Radarsins.
Útflutningsverðmæti silungs nam um 4,2 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðunum í fyrra sem er 17% minna en sama tímabil árið á undan þegar það var rúmlega fimm milljarðar króna. Vert er að geta þess að þegar silungur er nefndur el bróðurparturinn bleikja.
Seld voru úr landi frjóvguð hrogn fyrir tæplega 1,9 milljarða á fyrstu ellefu mánuðum ársins og gefur það til kynna 29% samdrátt milli ára.
Vakin er athygli á því að útflutningstekjur af senegalflúru hafa aldrei meiri. Útflutningsverðmæti senegalflúru var 1,4 milljarðar króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins og er það 81% aukning frá sama tímabili 2023.
„Það ætti að vera öllum ljóst að fiskeldi er nú þegar veigamikill liður í vöruútflutningi Íslendinga og mun án nokkurs vafa leggja enn meira af mörkum á komandi árum. Sú þróun er afar jákvæð, enda eykur fiskeldi fjölbreytni í útflutningi og styrkir gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélög víða um land,“ segir í greiningunni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.1.25 | 577,49 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.1.25 | 663,69 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.1.25 | 382,25 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.1.25 | 233,77 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.1.25 | 184,42 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.1.25 | 218,13 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.1.25 | 220,51 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 877 kg |
Karfi | 138 kg |
Steinbítur | 114 kg |
Langa | 110 kg |
Hlýri | 43 kg |
Þorskur | 42 kg |
Keila | 22 kg |
Samtals | 1.346 kg |
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.502 kg |
Ýsa | 626 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 2.196 kg |
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.236 kg |
Ýsa | 237 kg |
Þorskur | 54 kg |
Steinbítur | 54 kg |
Sandkoli | 9 kg |
Þykkvalúra | 3 kg |
Samtals | 1.593 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.1.25 | 577,49 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.1.25 | 663,69 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.1.25 | 382,25 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.1.25 | 233,77 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.1.25 | 184,42 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.1.25 | 218,13 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.1.25 | 220,51 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 877 kg |
Karfi | 138 kg |
Steinbítur | 114 kg |
Langa | 110 kg |
Hlýri | 43 kg |
Þorskur | 42 kg |
Keila | 22 kg |
Samtals | 1.346 kg |
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.502 kg |
Ýsa | 626 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 2.196 kg |
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.236 kg |
Ýsa | 237 kg |
Þorskur | 54 kg |
Steinbítur | 54 kg |
Sandkoli | 9 kg |
Þykkvalúra | 3 kg |
Samtals | 1.593 kg |