Fengu fjarstýrðan kafbát

F.v. sjávarlíffræðingarnir Julian Burgos, Bylgja Sif Jónsdóttir og Steinunn Hilma …
F.v. sjávarlíffræðingarnir Julian Burgos, Bylgja Sif Jónsdóttir og Steinunn Hilma Ólafsdóttir aftan við nýja djúpkannann. Valdimar Karl Kristinsson frá Slippnum á Akureyri sem er umboðsaðili Deep Trekker á Íslandi. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Haf­rann­sókna­stofn­un fékk í dag af­hend­an nýj­an fjar­stýrðan kaf­bát, svo­kallaðan djúpk­anna, sem eyk­ur mögu­leika til rann­sókna í fjörðum og fló­um lands­ins. Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar djúpk­ann­inn sé af gerðinni Revoluti­on sem fram­leidd er af kanadíska fyr­ir­tæk­inu Deep Trekk­er.

„Djúpk­ann­inn er einn sá tækni­leg­asti sinn­ar teg­und­ar hér á landi en hann er sér­lega vel út­bú­in búnaði sem hent­ar verk­efn­um stofn­un­ar­inn­ar. Hann er bú­inn 4K upp­töku­vél, tveim­ur leysigeysl­um og fjór­um led ljós­um og mun safna mynd­efni af hafs­botni. Mynd­efnið verður notað við ýms­ar rann­sókn­ir, til dæm­is kort­lagn­ingu búsvæða, skrán­ing­ar á líf­ríki og botn­gerð, mat á áhrif­um og margt fleira,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Bent er á að grip­arm­ur fylg­ir þess­um fjar­stýrða djúpk­anna sem veit­ir mögu­leika til söfn­un sýna. Talið er að tækið opni á marga nýja mögu­leika til að auka þekk­ingu á grunn­sævi um­hverf­is Ísland.

Fjarstýrði kafbáturinn (djúokanninn) af gerðinni Revolution sem framleidd er af …
Fjar­stýrði kaf­bát­ur­inn (djúok­ann­inn) af gerðinni Revoluti­on sem fram­leidd er af kanadíska fyr­ir­tæk­inu Deep Trekk­er. Ljós­mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un

Tækið veg­ur aðeins 26 kíló og kemst á 300 metra dýpi, en það er knúið af sex seg­uldrifn­um skrúf­um sem ráða við allt að fjög­urra hnúta straum. Geng­ur djúpk­ann­inn fyr­ir tveim­ur raf­hleðslum sem duga í allt að sex klukku­stund­ir. Fjár­fest var í bein­tengi þannig að hægt sé að fá afl­gjafa frá yf­ir­borðinu.

USBL staðsetn­ing­ar­tæki fylg­ir djúpk­ann­an­um svo hægt sé að for­rita fyr­ir framákveðnar sigl­ing­ar­leiðir í eft­ir­lits­ferðum þegar skanna á sjáv­ar­botna en auk þess er til staðar són­ar af gerðinni Ocul­us MT1200d frá Bluprint Su­bsea.

Valdemar Karl Krist­ins­son, verk­efna­stjóri hjá Slippn­um Ak­ur­eyri sem er umboðsaðili Deep Trekk­er á Íslandi, seg­ir kaf­bát­inn í fremstu röð þegar kem­ur að gæðum og tækni­leg­um eig­in­leik­um. Sam­bæri­leg­ir kaf­bát­ar hafi þegar sannað gildi sitt hjá hafn­ar­yf­ir­völd­um, strand­gæsl­um og björg­un­ar­sveit­um vest­an­hafs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,96 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.980 kg
Skarkoli 1.189 kg
Skrápflúra 1.071 kg
Steinbítur 190 kg
Sandkoli 180 kg
Ýsa 161 kg
Samtals 5.771 kg
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Samtals 151 kg
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 56 kg
Ýsa 31 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 105 kg
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,96 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.980 kg
Skarkoli 1.189 kg
Skrápflúra 1.071 kg
Steinbítur 190 kg
Sandkoli 180 kg
Ýsa 161 kg
Samtals 5.771 kg
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Samtals 151 kg
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 56 kg
Ýsa 31 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 105 kg
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg

Skoða allar landanir »