Fengu fjarstýrðan kafbát

F.v. sjávarlíffræðingarnir Julian Burgos, Bylgja Sif Jónsdóttir og Steinunn Hilma …
F.v. sjávarlíffræðingarnir Julian Burgos, Bylgja Sif Jónsdóttir og Steinunn Hilma Ólafsdóttir aftan við nýja djúpkannann. Valdimar Karl Kristinsson frá Slippnum á Akureyri sem er umboðsaðili Deep Trekker á Íslandi. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Hafrannsóknastofnun fékk í dag afhendan nýjan fjarstýrðan kafbát, svokallaðan djúpkanna, sem eykur möguleika til rannsókna í fjörðum og flóum landsins. Fram kemur í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar djúpkanninn sé af gerðinni Revolution sem framleidd er af kanadíska fyrirtækinu Deep Trekker.

„Djúpkanninn er einn sá tæknilegasti sinnar tegundar hér á landi en hann er sérlega vel útbúin búnaði sem hentar verkefnum stofnunarinnar. Hann er búinn 4K upptökuvél, tveimur leysigeyslum og fjórum led ljósum og mun safna myndefni af hafsbotni. Myndefnið verður notað við ýmsar rannsóknir, til dæmis kortlagningu búsvæða, skráningar á lífríki og botngerð, mat á áhrifum og margt fleira,“ segir í tilkynningunni.

Bent er á að griparmur fylgir þessum fjarstýrða djúpkanna sem veitir möguleika til söfnun sýna. Talið er að tækið opni á marga nýja möguleika til að auka þekkingu á grunnsævi umhverfis Ísland.

Fjarstýrði kafbáturinn (djúokanninn) af gerðinni Revolution sem framleidd er af …
Fjarstýrði kafbáturinn (djúokanninn) af gerðinni Revolution sem framleidd er af kanadíska fyrirtækinu Deep Trekker. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Tækið vegur aðeins 26 kíló og kemst á 300 metra dýpi, en það er knúið af sex seguldrifnum skrúfum sem ráða við allt að fjögurra hnúta straum. Gengur djúpkanninn fyrir tveimur rafhleðslum sem duga í allt að sex klukkustundir. Fjárfest var í beintengi þannig að hægt sé að fá aflgjafa frá yfirborðinu.

USBL staðsetningartæki fylgir djúpkannanum svo hægt sé að forrita fyrir framákveðnar siglingarleiðir í eftirlitsferðum þegar skanna á sjávarbotna en auk þess er til staðar sónar af gerðinni Oculus MT1200d frá Bluprint Subsea.

Valdemar Karl Kristinsson, verkefnastjóri hjá Slippnum Akureyri sem er umboðsaðili Deep Trekker á Íslandi, segir kafbátinn í fremstu röð þegar kemur að gæðum og tæknilegum eiginleikum. Sambærilegir kafbátar hafi þegar sannað gildi sitt hjá hafnaryfirvöldum, strandgæslum og björgunarsveitum vestanhafs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 577,49 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 382,25 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 184,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 218,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 220,51 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.236 kg
Ýsa 237 kg
Þorskur 54 kg
Steinbítur 54 kg
Sandkoli 9 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 577,49 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 382,25 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 184,42 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 218,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 220,51 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg
14.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.236 kg
Ýsa 237 kg
Þorskur 54 kg
Steinbítur 54 kg
Sandkoli 9 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »