Eigin stofn við Jan Mayen​?

Þorskur veiddur árið 2020 í rannsóknaleiðangri norsku hafrannsóknastofnunarinnar við Jan …
Þorskur veiddur árið 2020 í rannsóknaleiðangri norsku hafrannsóknastofnunarinnar við Jan Mayen. Þorskurinn á svæðinu er erfðafræðilega frábrugðin þeim íslenska og þorski í Barentshafi. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet

Þorskur sem lifir við norsku eyjuna Jan Mayen rétt 600 kílómetra norðaustur af íslandi virðist vera að hluta staðbundinn fiskistofn. Þetta herma niðurstöður vísindamanna norsku hafrannsóknastofnunarinnar (Havforkningsinstituttet).

Um árabil höfðu vísindamenn vellt því fyrir sér hvert mætti rekja þorsk sem veiddist við Jan Mayen, en tilkynnt var um það 2019 að erfðafræðirannsókn og greining svokallaðra kvarna hefði leitt í ljós að þorskinn mætti bæði rekja til Íslands og Barentshafsins. Þorskurinn var þó erfafræðilega ólíkur báðum þessum stofnum.

Til þess að þorskstofnn teljist bundinn við ákveðið svæði þarf að sýna fram á að hann komi reglulega á umrætt svæði til hrygningar og að ákveðinn fjöldi einstaklinga haldi sér þar. Það telja vísindamenn norsku stofnunarinnar þorskinn við Jan Mayen gera, en aðeins að hluta.

Greindu ferðir þorsksins

Fram kemur í færslu á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar að með háþróuðu haffræðilíkani hefur verið hægt að rekja feril þorskeggja og lirfa á árunum 2001 til 2020, en það eru þeir árgangar sem veiddust í rannsóknaleiðöngrum við eyjuna.

„Við höfum hermt eftir hrygningarferðum þorsksins í líkaninu. Einstaklingum er sleppt á mismunandi tímum og á mismunandi stöðum, sem við höfum metið út frá þeim aflagögnum sem við höfum úr könnunarsiglingum okkar,“ útskýrir Håvard G. Frøysa, einn þeirra vísindamanna sem koma að rannsókninni, í færslunni.

Miklar sveiflur eru í fjölda þeinstaklinga í hverjum árgangi þorsks …
Miklar sveiflur eru í fjölda þeinstaklinga í hverjum árgangi þorsks sem halda sér á grunnslóð við Jan Mayen. Ljósmynd/Sjávarlíf

Egg þorsksins fljóta um í rúman mánuð áður en þau klekjast út og lirfurnar haldast síðan í efstu lögum hafsins í nokkra mánuði. Þegar seiðin nálgast hálfs árs aldri leita þau neðar. Ef seiðin sækja á botninn á heimasvæði sínu eru þau talin hafa haldið staðbundinni tengingu. Miklar sveiflur eru í þessu ferli og geta verið ár þar sem aðeins sök seiði koma sér fyrir á heimaslóðum en önnur ár eru það 20% þeirra, flestar lirfur dreifist með hafstraumum suðvestur með Grænlandi.

Frøysa segir niðurstöðurnar sýna að það er amk. grundvöllur fyrir staðbundinn stofn á grunnslóð við Jan Mayen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 575,34 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 380,22 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 168,21 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 216,28 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 217,80 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Breiðasundsskel 1.110 kg
Ígulker Bf A 412 kg
Samtals 1.522 kg
15.1.25 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 12.566 kg
Ufsi 3.661 kg
Arnarfjarðarskel 3.014 kg
Karfi 2.898 kg
Samtals 22.139 kg
15.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.709 kg
Þorskur 1.177 kg
Keila 207 kg
Hlýri 104 kg
Karfi 45 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 4.247 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 575,34 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 380,22 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 168,21 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 216,28 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 217,80 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Breiðasundsskel 1.110 kg
Ígulker Bf A 412 kg
Samtals 1.522 kg
15.1.25 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 12.566 kg
Ufsi 3.661 kg
Arnarfjarðarskel 3.014 kg
Karfi 2.898 kg
Samtals 22.139 kg
15.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.709 kg
Þorskur 1.177 kg
Keila 207 kg
Hlýri 104 kg
Karfi 45 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 4.247 kg

Skoða allar landanir »