Svo virðist sem vetrarmæling Hafrannsóknastofnunar á loðnustofninum sé hafin. Lét Barði NK frá bryggju í Neskaupstað klukkan eitt síðdegis í dag og grænlenska skipið Polar Ammassak um hálf þrjú stefna skipin nú á miðin norðaustur af landinu.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lét frá höfn í Hafnarfirði rétt fyrir átta í morgun en hefur verið í Hvalfirði þar sem fram fer kvörðun, samkvæmt skráningu MarineTraffic. Tafir urðu á vetrarmælingunni vegna viðgerða sem þurfti að gera á skipinu og stóð til að þeim lyki síðastliðinn mánudag og að haldið yrði til loðnumælinga þriðjudag.
Líklega heldur Árni til mælinga að lokinni kvörðun.
Einnig stendur til að Heimaey VE taki þátt í leiðangrinum, en skipið hefur undanfarið verið við bryggju á Þórshöfn og hefur ekki lagt af stað er þetta er ritað.
Nokkur hætta er á að hafís trufli mælingar norðvestur af landinu. Greindi Veðurstofa Íslands frá því síðastliðinn mánudag að meginísrönd á gervitunglamynd mældist í um 65 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Vakin var athygli á að ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Einnig getur veður og bræla haft áhrif á mælingar en spáð vonskuveðri komandi helgi.
Hægt er að fylgjast með ferðum skipanna á gagnvirku korti Hafrannsóknastofnunar hér fyrir neðan.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 16.1.25 | 592,77 kr/kg |
Þorskur, slægður | 16.1.25 | 467,97 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 16.1.25 | 379,63 kr/kg |
Ýsa, slægð | 16.1.25 | 178,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 16.1.25 | 210,56 kr/kg |
Ufsi, slægður | 16.1.25 | 248,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 16.1.25 | 286,35 kr/kg |
16.1.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 939 kg |
Ýsa | 91 kg |
Keila | 32 kg |
Ufsi | 8 kg |
Hlýri | 7 kg |
Samtals | 1.077 kg |
16.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.037 kg |
Þorskur | 353 kg |
Steinbítur | 173 kg |
Karfi | 24 kg |
Langa | 16 kg |
Hlýri | 8 kg |
Samtals | 2.611 kg |
16.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 200 kg |
Steinbítur | 61 kg |
Keila | 19 kg |
Hlýri | 11 kg |
Ýsa | 8 kg |
Samtals | 299 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 16.1.25 | 592,77 kr/kg |
Þorskur, slægður | 16.1.25 | 467,97 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 16.1.25 | 379,63 kr/kg |
Ýsa, slægð | 16.1.25 | 178,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 16.1.25 | 210,56 kr/kg |
Ufsi, slægður | 16.1.25 | 248,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 16.1.25 | 286,35 kr/kg |
16.1.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 939 kg |
Ýsa | 91 kg |
Keila | 32 kg |
Ufsi | 8 kg |
Hlýri | 7 kg |
Samtals | 1.077 kg |
16.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.037 kg |
Þorskur | 353 kg |
Steinbítur | 173 kg |
Karfi | 24 kg |
Langa | 16 kg |
Hlýri | 8 kg |
Samtals | 2.611 kg |
16.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 200 kg |
Steinbítur | 61 kg |
Keila | 19 kg |
Hlýri | 11 kg |
Ýsa | 8 kg |
Samtals | 299 kg |