Vetrarmæling Hafrannsóknastofnunar á loðnustofninum er hafin. Lét Barði NK frá bryggju í Neskaupstað klukkan eitt síðdegis í dag og grænlenska skipið Polar Ammassak um hálf þrjú stefna skipin nú á miðin norðaustur af landinu.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lét frá höfn í Hafnarfirði rétt fyrir átta í morgun en hefur verið í Hvalfirði þar sem fram fer kvörðun, samkvæmt skráningu MarineTraffic. Tafir urðu á vetrarmælingunni vegna viðgerða sem þurfti að gera á skipinu og stóð til að þeim lyki síðastliðinn mánudag og að haldið yrði til loðnumælinga á þriðjudag.
Einnig stendur til að Heimaey VE taki þátt í leiðangrinum, en skipið hefur undanfarið verið við bryggju á Þórshöfn og hefur ekki lagt af stað er þetta er ritað.
Nokkur hætta er á að hafís trufli mælingar norðvestur af landinu. Greindi Veðurstofa Íslands frá því síðastliðinn mánudag að meginísrönd á gervitunglamynd mældist í um 65 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Vakin var athygli á að ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Einnig getur veður og bræla haft áhrif á mælingar en spáð vonskuveðri komandi helgi.
Hægt er að fylgjast með ferðum skipanna á gagnvirku korti Hafrannsóknastofnunar hér fyrir neðan.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 16.1.25 | 596,55 kr/kg |
Þorskur, slægður | 16.1.25 | 467,97 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 16.1.25 | 378,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 16.1.25 | 178,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 16.1.25 | 218,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 16.1.25 | 248,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 16.1.25 | 286,93 kr/kg |
16.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 8.220 kg |
Þorskur | 2.942 kg |
Steinbítur | 268 kg |
Langa | 119 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 27 kg |
Hlýri | 18 kg |
Samtals | 11.627 kg |
16.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 8.312 kg |
Ýsa | 89 kg |
Steinbítur | 29 kg |
Samtals | 8.430 kg |
16.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.945 kg |
Steinbítur | 95 kg |
Ýsa | 9 kg |
Samtals | 4.049 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 16.1.25 | 596,55 kr/kg |
Þorskur, slægður | 16.1.25 | 467,97 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 16.1.25 | 378,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 16.1.25 | 178,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 16.1.25 | 218,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 16.1.25 | 248,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 16.1.25 | 286,93 kr/kg |
16.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 8.220 kg |
Þorskur | 2.942 kg |
Steinbítur | 268 kg |
Langa | 119 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 27 kg |
Hlýri | 18 kg |
Samtals | 11.627 kg |
16.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 8.312 kg |
Ýsa | 89 kg |
Steinbítur | 29 kg |
Samtals | 8.430 kg |
16.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.945 kg |
Steinbítur | 95 kg |
Ýsa | 9 kg |
Samtals | 4.049 kg |